blaðið - 24.02.2007, Síða 33

blaðið - 24.02.2007, Síða 33
blaðið LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 33 Austrænir tónar í Salnum Kínversku söngkonurnar Xu Wen og Natalia Chow halda tón- leika í Salnum á sunnudag ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara. Á efnisskránni eru ljóðaflokkar eftir Mahler og Juli- an Hewlett og íslensk og erlend sönglöng og aríur. „Ég hef búið á íslandi í 15 ár, og Xu Wen aðeins lengur. Þetta er samt í fyrsta skiptið sem við höld- um tónleika saman. Við höfum heilmikið sungið sín í hvoru lagi en ákváðum loksins að gera það að veruleika að halda tónleika saman. Á tónleikunum syngjum við bæði dúetta og einsöng,“ segir Fjalakötturinn fer af stað Kvikmyndaklúbburinn Fjalakött- urinn hefur regluiegar sýningar í Tjarnarbíói nú um helgina með tveimur rússneskum kvik- myndum, tveimur af þremur kvik- mynda James Dean, auk nýrrar þýskrar myndar sem hefur vakið athygli að undanförnu. Skráning í klúbbinn er hafin á heimasíðunni www.filmfest.is. Félagsgjald er 4000 kr. og veitir aðgang fyrir einn að öllum sýningum fram í maí. Stakir miðar kosta 900 kr og fást í Tjarnarbíói á sýningar- dögum, sem verða alla sunnu- daga og mánudaga. Alls verða tæplega 30 myndir á dagskrá Fjalakattarins í vor. Félagar fá auk þess afsláttarkjör á Alþjóð- lega kvikmyndahátíð í Reykjavík sem haldin verður í haust. Allar nánari upplýsingar má finna á www.filmfest.is. Gullöld gítarsins Gítarleikarinn Pierre Laniau heldur tónleika í Hafnarborg miðvikudaginn 28. febrúar. Pierre Laniau er franskur heimskunnur gítarleikari og hafa verk hans verið gefin út undir merkjum stærstu tónlistarútgáfa heims. Laniau hefur komið fram á helstu tónlistarhátíðum Frakklands, t.d. í Montpellier og Lille, og leikið í frægum tónleikasölum í París, svo sem Salle Gaveau, Cirque d'hiver og Carré Sylvia Montfort. Hann hefur komið fram sem ein- leikari með hljómsveitum í Frakk- landi og víðar, á kammertón- leikum hefur hann leikið dúetta með söngvurunum Guillemette Laurens og Claire Geoffroy Dec- heaume, flautuleikaranum Marc Beaucoudray og afríska gftarleik- aranum Oyenga Adjalité. Hann hefur samið tónverk fyrir afríska dansarann Elsu Wolliaston og kvikmyndagerðarkonuna Frango- ise Etchegaray. Frumleiki Pierre Laniau birtist í leit hans að nýjum viðfangs- efnum. Hann hefur auðgað bókmenntir gítarsins, annars vegar með því að leita í fjársjóði liðinna alda og leika verk sem samin voru fyrir barokkgítar en á þennan hátt hefur hann dregið fram í dagsljósið fjölda verka eftir barokktónskáld sem ekki höfðu áður birst á prenti. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Natalia. „Ég mun frumflytja ljóða- flokk eftir manninn minn sem byggður er á kínverskum ljóðum sem ég þýddi yfir á ensku og hann samdi svo tónlist við textana. Tón- listin er svolítið kínversk, hann notar fimm tóna skala en ég syng samt á ensku. “ Söngkonurnar báðar hafa tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi. Xu Wan hefur sungið aríur með Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Bernharðs Wilkinssonar og komið fram sem einsöngvari með ýmsum kórum, meðal ann- ars í Messíasi eftir Hándel, Jóla- óratoríunni eftir J.S.Bach, Petite- messunni eftir Rossini, Elias eftir Mendelssohn og Die Schöpfung eftir Haydn. Wen hefur einnig haldið fjölda einsöngstónleika og sinnt tónlistarkennslu. Natalía liefur starfað hér sem söngkona, söngkennari, organ- isti og kórstjóri, fyrst á Húsavík og síðan á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur stofnað fjóra kóra Kvennakór Kópavogs, Karlakór Kópavogs, smábarnakór sem heitir Englakórinn og Regnboga- kvennakórinn sem er kór fyrir konur með erlendan uppruna sem og íslenskan. Tónleikarn- ir hefjast í Salnum klukkan 16. Xu Wen og Natalia Chow Syngja í Salnum á sunnudag Mynd/FnW wmmmumm/: '/ / : ' , Jæja Batti minn, ég er tilbúin, drífum okkur nú! 1 j Skilum ónýtu rafhlöðunum! Eru galtómar rafhlöður á þínu heimili? Þær gera ekkert gagn 1 liggjandi ofan í skúffu. Þú getur t.d. farið með þær út á næstu bensínstöð Olís eða söfnunarstöð eða fengið þér endurvinnslutunnu ■ fyrir flokkað heimilissorp. ÚRVINNSLUSJÓÐUR Rafhlöður eiga ekki að fara í ruslið heldur á að skila þeim til úrvinnslu. Það er í raun sáraeinfalt og nokkrar leiðir í boði: Hægt er að skila inn ónýtum rafhlöðum m.a. á bensínstöðvum Olís, söfnunarstöðvum sveitarfélaga um allt land og einnig er hægt að setja þær í endurvinnslutunnur fyrir flokkað heimilissorp. Á vef Urvinnslusjóðs, www.urvinnslusjodur.is, er að finna upplýsingar um staðsetningu söfnunarstöðvanna. Kynntu þér málið á www.urvinnslusjodur.is olís @ Efnamóttakan hf o GÁMAMÓNUSTANHF. BÆTT UMHVERFI - BETRI FRAMTlD ■É HRINGRÁS tNtMMVIMMLA J AP almannatengsl / H2 hðnnun

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.