blaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 33

blaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 33
blaðið LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 33 Austrænir tónar í Salnum Kínversku söngkonurnar Xu Wen og Natalia Chow halda tón- leika í Salnum á sunnudag ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara. Á efnisskránni eru ljóðaflokkar eftir Mahler og Juli- an Hewlett og íslensk og erlend sönglöng og aríur. „Ég hef búið á íslandi í 15 ár, og Xu Wen aðeins lengur. Þetta er samt í fyrsta skiptið sem við höld- um tónleika saman. Við höfum heilmikið sungið sín í hvoru lagi en ákváðum loksins að gera það að veruleika að halda tónleika saman. Á tónleikunum syngjum við bæði dúetta og einsöng,“ segir Fjalakötturinn fer af stað Kvikmyndaklúbburinn Fjalakött- urinn hefur regluiegar sýningar í Tjarnarbíói nú um helgina með tveimur rússneskum kvik- myndum, tveimur af þremur kvik- mynda James Dean, auk nýrrar þýskrar myndar sem hefur vakið athygli að undanförnu. Skráning í klúbbinn er hafin á heimasíðunni www.filmfest.is. Félagsgjald er 4000 kr. og veitir aðgang fyrir einn að öllum sýningum fram í maí. Stakir miðar kosta 900 kr og fást í Tjarnarbíói á sýningar- dögum, sem verða alla sunnu- daga og mánudaga. Alls verða tæplega 30 myndir á dagskrá Fjalakattarins í vor. Félagar fá auk þess afsláttarkjör á Alþjóð- lega kvikmyndahátíð í Reykjavík sem haldin verður í haust. Allar nánari upplýsingar má finna á www.filmfest.is. Gullöld gítarsins Gítarleikarinn Pierre Laniau heldur tónleika í Hafnarborg miðvikudaginn 28. febrúar. Pierre Laniau er franskur heimskunnur gítarleikari og hafa verk hans verið gefin út undir merkjum stærstu tónlistarútgáfa heims. Laniau hefur komið fram á helstu tónlistarhátíðum Frakklands, t.d. í Montpellier og Lille, og leikið í frægum tónleikasölum í París, svo sem Salle Gaveau, Cirque d'hiver og Carré Sylvia Montfort. Hann hefur komið fram sem ein- leikari með hljómsveitum í Frakk- landi og víðar, á kammertón- leikum hefur hann leikið dúetta með söngvurunum Guillemette Laurens og Claire Geoffroy Dec- heaume, flautuleikaranum Marc Beaucoudray og afríska gftarleik- aranum Oyenga Adjalité. Hann hefur samið tónverk fyrir afríska dansarann Elsu Wolliaston og kvikmyndagerðarkonuna Frango- ise Etchegaray. Frumleiki Pierre Laniau birtist í leit hans að nýjum viðfangs- efnum. Hann hefur auðgað bókmenntir gítarsins, annars vegar með því að leita í fjársjóði liðinna alda og leika verk sem samin voru fyrir barokkgítar en á þennan hátt hefur hann dregið fram í dagsljósið fjölda verka eftir barokktónskáld sem ekki höfðu áður birst á prenti. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Natalia. „Ég mun frumflytja ljóða- flokk eftir manninn minn sem byggður er á kínverskum ljóðum sem ég þýddi yfir á ensku og hann samdi svo tónlist við textana. Tón- listin er svolítið kínversk, hann notar fimm tóna skala en ég syng samt á ensku. “ Söngkonurnar báðar hafa tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi. Xu Wan hefur sungið aríur með Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Bernharðs Wilkinssonar og komið fram sem einsöngvari með ýmsum kórum, meðal ann- ars í Messíasi eftir Hándel, Jóla- óratoríunni eftir J.S.Bach, Petite- messunni eftir Rossini, Elias eftir Mendelssohn og Die Schöpfung eftir Haydn. Wen hefur einnig haldið fjölda einsöngstónleika og sinnt tónlistarkennslu. Natalía liefur starfað hér sem söngkona, söngkennari, organ- isti og kórstjóri, fyrst á Húsavík og síðan á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur stofnað fjóra kóra Kvennakór Kópavogs, Karlakór Kópavogs, smábarnakór sem heitir Englakórinn og Regnboga- kvennakórinn sem er kór fyrir konur með erlendan uppruna sem og íslenskan. Tónleikarn- ir hefjast í Salnum klukkan 16. Xu Wen og Natalia Chow Syngja í Salnum á sunnudag Mynd/FnW wmmmumm/: '/ / : ' , Jæja Batti minn, ég er tilbúin, drífum okkur nú! 1 j Skilum ónýtu rafhlöðunum! Eru galtómar rafhlöður á þínu heimili? Þær gera ekkert gagn 1 liggjandi ofan í skúffu. Þú getur t.d. farið með þær út á næstu bensínstöð Olís eða söfnunarstöð eða fengið þér endurvinnslutunnu ■ fyrir flokkað heimilissorp. ÚRVINNSLUSJÓÐUR Rafhlöður eiga ekki að fara í ruslið heldur á að skila þeim til úrvinnslu. Það er í raun sáraeinfalt og nokkrar leiðir í boði: Hægt er að skila inn ónýtum rafhlöðum m.a. á bensínstöðvum Olís, söfnunarstöðvum sveitarfélaga um allt land og einnig er hægt að setja þær í endurvinnslutunnur fyrir flokkað heimilissorp. Á vef Urvinnslusjóðs, www.urvinnslusjodur.is, er að finna upplýsingar um staðsetningu söfnunarstöðvanna. Kynntu þér málið á www.urvinnslusjodur.is olís @ Efnamóttakan hf o GÁMAMÓNUSTANHF. BÆTT UMHVERFI - BETRI FRAMTlD ■É HRINGRÁS tNtMMVIMMLA J AP almannatengsl / H2 hðnnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.