blaðið - 28.02.2007, Page 8

blaðið - 28.02.2007, Page 8
UTAN UR HEIMi Byrjað að gjósa á Stromboli Eldgos hófst í eldfjalli á eyjunni Stromboli norðan við Sikiley á Italíu í gær. Tveir gígar hafa myndast við tind fjallsins og rennur hraun niður í sjó. Yfirvöld á Ítalíu hafa þegar sett af stað viðbragðsáætlun og eru 750 íbúar eyjarinnar hvattir til að halda sig fjarri ströndinni. Síðast gaus í hinu tvö þúsund metra háa eldfjalli á Stromboli árið 2002. 01 Auglýsingasíminn er 510 3744 8 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 2007 blaðið Pakistan: Ellefu deyja TOMATO SOUP Wlth red pepper and basil ■ ■ ■ ■ Hræðast að lífríkið ruglist ■ Síldin veldur súrefnisskorti ■ Málið alvarlegt ■ Vel þekkt í Norðursjó Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Síldin hefur klárlega valdið súrefnis- þurrð í firðinum en það er eitthvað meira sem hjálpar til. Við höfum varað við magni fosfats og slíkt getur valdið miklum ruglingi í lífríkinu þarna,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri á Hafrannsóknastofnun. Eftir fiskadauða i eldiskvium í Grundarfirði gerði Hafrannsókna- stofnun rannsókn á umfangi og or- sökum fiskadauðans. Niðurstöður hafa leitt í ljós að töluvert magn síldar í firðinum orsakaði súrefnis- skort sem leiddi fiska til dauða. Jafn- framt kom í ljós að næringarefnið fosfat er óeðlilega mikið í firðinum og það getur leitt til enn frekari óstöðugleika í lífríkinu þegar vora tekur. Taka málið alvarlega Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bæjarstjóri í Grundarfirði, bendir á að enn sem komið er sé ekki al- mennilega vitað hverjar orsakirnar séu. Hann segir mikilvægt að beðið sé eftir niðurstöðum úr frekari rannsóknum. „Við vitum eiginlega ekki hvort við eigum að hafa áhyggjur. Síldin hefur verið hér í áratugi og við vitum ekki hvers vegna þetta gerist skyndi- lega núnasegir Guðmundur Ingi. „Ég hef enga vísbendingu um það Síldin ekki ein um að valda súrefnisskorti , Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri á Hafrannsóknastofnun. hvort ástandið er eitthvað verra nú en oft áður. Það verður fylgst mjög grannt með þessu og það vantar ekk- ert á það að við tökum málið mjög alvarlega.“ Varað við hættu í vor Helgi Helgason, heilbrigðisfull- trúi hjá Heilbrigðisstofnun Vestur- lands, er sammála og segir of lítið vitað um orsakirnar. Hann telur mikilvægt að rannsaka frekarþegar sjór fer að hlýna. „í sjálfu sér vitum við ekkert um þetta en ég held að menn hafi ekki miklar áhyggjur. Þegar sjórinn er svona kaldur tel ég skýringar um of mikið fosfat vera dálítið langsóttar en þetta er for- vitnilegt," segir Helgi. Aðspurður segir Þorsteinn súrefn- isskortinn vera megináhyggjuefnið. Hann varar við því að aukin hætta geti skapast í vor. „Það er þekkt í Norðursjónum að ofgnótt næringar- efna getur valdið skaða þar sem tölu- vert af fiski hefur verið að drepast. Við erum ekki að spá þvi að þetta gerist í vor, aðeins að vara við því,“ segir Þorsteinn. Fiskadauði í Grundarfirði: Útsala Allt á ai seljast Linnetsstíg 2, Hafnarfirði, sími 551 0424 Nú getur þú framreitt Ijúffenga súpu frá Knorr úr úrvals hráefni á augabragði. Tilvalin í forrétt eða sem hressandi aðalréttur fyrir tvo. Hún er tilbúin - bara að hita og njóta! Ellefu létust og rúmlega hundrað manns slösuðust á árlegri flugdreka- hátíð sem fram fór í Lahore í austur- hluta Pakistans um helgina. Hinir látnu og slösuðu urðu ýmist fyrir beittum flugdrekasnærum, raflosti eða slysaskotum, auk þess sem nokkrir duttu af húsþökum þegar þeir voru að stjórna flugdrekunum sínum.Slysatíðninhefurjafnanverið mjög há á hátíðinni þar sem algengt er að hátíðargestir skjóti úr byssum í fagnaðarskyni. Eigendur flugdrek- anna notast oft við beitta víra í stað venjulegs flugdrekasnæris til þess að skemma fyrir og eyðileggja flug- dreka annarra hátíðargesta. Yfirvöld í Lahore afléttu banni við að fljúga flugdrekum í tvo daga meðan á hátíðinni stóð, en bann við flugdrekaflugi var sett á í kjöl- far fjölda dauðsfalla á hátíðinni í fyrra. Bannið hefur nú aftur verið sett á. Lögregla handtók rúmlega sjö hundruð manns á hátíðinni fyrir að notast við hættuleg flugdreka- snæri og fyrir að skjóta ógætilega úr byssum sínum.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.