blaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 12
blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Árogdagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elín Albertsdóttir Heima eftir skóla Ótrúlega margt hefur breyst til hins betra í málefnum fatlaðra barna á und- anförnum árum. Þó eru enn brotalamir og þá sérstaklega mismunun á milli barna. Sum þeirra eiga t.d. kost á dvöl á frístundaheimilum á meðan önnur hafa ekki slík úrræði. Það þarf að jafna hlut þessara barna svo þau sitji öll við sama borð. Aðeins tveir skólar á höfuðborgarsvæðinu, Öskjuhliðarskóli og Safamýrarskóli, hafa vistun fyrir fötluð börn eftir skóla sem eru orðin 10 ára. Allir hafa skilning á því að 10 ára fatlað barn fer ekki heim eftir skóla með lykil um hálsinn eins og heilbrigð börn gera. Samkvæmt frétt í Blaðinu í gær var samþykkt fyrir áramótin að bjóða öllum fötluðum börnum upp á frístundaheimili sem nú er einungis í boði fyrir börn í i,- 4. bekk í almennum grunnskólum. Hins vegar er ekki búist við að það komi til framkvæmda fyrr en næsta haust. „Fjármagn fyrir þetta verkefni er komið en núna eigum við eftir að útvega húsnæði, starfsmenn og akstur," sagði Soffía Pálsdóttir, skrif- stofustjóri tómstundamála ÍTR, í samtali við Blaðið. Það kemur ekki á óvart að það skuli þurfa rúma níu mánuði til að koma slíku verkefni í gang. Kerfið er svifaseint og trúlega mjög erfitt að fá starfsfólk miðað við hvernig gengið hefur að manna leikskóla borgarinnar. Á meðan kerfið sni- glast áfram þurfa foreldrar þessara barna að segja upp vinnu sinni sem þýðir auðvitað minni tekjur fyrir heimilið og félagslega röskun fyrir börnin. Þeir eru örugglega til sem segja eitthvað á þá leið að foreldrum sé nú ekki vorkunn að þurfa að hugsa um börn sín eftir skóla. Hlutirnir eru bara ekki svo einfaldir. Það er gríðarlegt álag fyrir foreldra að hugsa um mikið fötluð börn og vinnan getur þess vegna verið hvíld fyrir þá. Bryndís Snæbjörnsdóttir á tvær dætur sem báðar eru mikið fatlaðar. Þær eru 10 og 12 ára gamlar. Stúlk- urnar misstu heyrn þegar þær voru 5 ára og sjón þegar þær voru 7 ára. Eldri telpan er nú orðin ósjálfbjarga í hjólastól. Bryndís var í fullu starfi en þurfti að hætta að vinna þegar stúlkurnar misstu vistun á frístundaheimili. „Ég hefði viljað sjá þessa þjónustu fyrir löngu. Ef þeim hefði staðið til boða vistun þá hefði ég hugsanlega getað verið i fullri vinnu,“ sagði Bryndís í viðtali við Blaðið. Hún bætir því við að það sé búið að kosta blóð, svita og tár að ná því í gegn að þær fái að stunda nám í almennum skóla og þeim gangi ágætlega námslega séð. Samkvæmt heimasíðu íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur er frístunda- heimilum ætlað að bjóða upp á fjölbrey tt tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 6-9 ára barna lýkur. Leiðarljós frístundaheimilanna er að hver ein- staklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, ör- yggiog virðingu. I raun er það spurning hvort öll tíu og ellefu ára börn ættu ekki að eiga kost á frístundaheimili eftir skóla. Þessi börn eru enn of ung til að vera ein heima þótt þau séu heilbrigð. Hvað gera tíu ára börn alein heima þangað til foreldr- arnir koma heim úr vinnu? Mikið er talað um netnotkun barna og það er í raun ábyrgðarhluti að hafa þau ein heima svo ung. Nútímaþjóðfélag krefst þess að báðir foreldrar vinni úti, hjá því verður vart komist. Það er siðan þjóðfélagsins að gera þeim það kleift. Tímarnir eru breyttir, kröfurnar aðrar en áður var og samfélagið þarf að spila með í þeim leik. Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins blaði Auglýsingasíminn er 510 3744 12 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 blaöiö Ritskoðun alræðishyggjunnar Vinstri græn héldu glæsilegt fjöl- mennt landsþing um síðustu helgi. Langfjölmennasta landsþing sem stjórnmálasamtökin hafa haldið. Þannig sögðu fjölmiðlar frá. Óneit- anlega sérkennilegt að bera saman umfjöllun sömu fjölmiðla af lands- þingi Frjálslynda flokksins sem haldið var fyrir rúmum mánuði. Á landsþingi Frjálslynda flokksins voru helmingi fleiri en hjá Vinstri grænum en enginn fjölmiðill tal- aði um að þar hefði verið glæsilegt fjölmennt landsþing. Svona er nú kjörum manna og stjórnmálaflokka misskipt. FormaðurVinstrigrænna gerði grein fyrir helstu áherslum flokksins. Athyglivert er að fyrir utan nokkrar almennar hugmyndir um græn sjónarmið sem byggjast flest á því að engu verði raskað í nátt- úrunni nema helst grænum svæðum á höfuðborgarsvæðinu og engu öðru breytt þá hefur flokkurinn fengið á sig mun ákveðnari vinstri svip en áður. Stefnumótun á landsþinginu og nýjustu skoðanakannanir benda til þess að svokölluð sameining vinstri manna í Samfylkingunni hafi mistekist. Tveir álíka stórir vinstri flokkar gætu orðið til við næstu kosningar. Stefnumörkun á landsþingi Vinstri grænna setur flokkinn í hóp með öfgafyllstu vinstri flokkum í Evr- ópu um þessar mundir. Þrátt fyrir það telur ritstjóri Morgunblaðsins þá síður en svo pólitískt holdsveika og jafnvel góðan kost til stjórnarsam- starfs við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta kann að vera rétt hjá ritstjóranum en þá hlýtur venjulegt sjálfstæðis- fólk að spyrja sig þeirrar spurningar hvort það eigi samleið með flokki sem vill samstarf við flokk sem berst fyrir auknum afskiptum ríkis- ins og ritskoðun. Vinstri grænir vilja beita ríkisvaldinu til að leysa flestra vanda og koma á lögreglusveitum til að koma á virku eftirliti með atvinnu- starfseminni í landinu og gæta þess að ekkert ósæmilegt fari fram á Net- inu. Fólk má ekki ráða fjármunum sínum eða fyrirtækjum, Vinstri grænir vilja vera með puttann í Jón Magnússon því. Vinstri grænir boða ritskoðun alræðishyggjunnar. Jafnréttisstofa á að fá heimildir til að fara inn í fyr- irtæki. Netlögreglan á að gæta þess að aðeins sé til sýnis á Netinu það sem „Ríkið” heimilar fólki að sjá. Svona gera Vinstri grænir á Kúbu og í Kína. Atorka og dugur einstaklings- ins er drepinn niður með boðum og bönnum og gæslumenn almanna- valds ákveða hvað má gera, hvað má skrifa og hvaða myndefni má horfa á. Afturhvarf er frá frelsi og frjáls- lyndum viðhorfum. Vinstri grænir treysta ekki einstaklingunum eða samtökum þeirra og telja fráleitt að dómgreind fólks megi ráða því hvað það horfi á eða hvernig það noti Internetið. Netlöggan kemur og bannar með svipuðum hætti og siðgæðislöggan í Sádi-Arabíu passar upp á að konur séu huldar réttum búningum. Lyndon Johnson Bandaríkjafor- seti boðaði á sínum tíma stríð gegn fátæktinni og varði til þess mörgum milljörðum dollara. Svo virðist sem Vinstri grænir á Islandi vilji nú beita svipuðum aðgerðum og ríkis- stjórn Lyndon Johnson beitti fyrir um hálfri öld án nokkurs árangurs en með ærnum kostnaði fyrir skatt- greiðendur. Það má minna á að það var forsætisráðherra Bretlands, Margaret Thatcher, sem beitti sér fyrir árangursríkustu aðgerðunum sem nokkur rikisstjórn hefur beitt sér fyrir á síðustu árum til aðstoðar fátækum. Ríkisstjórn hennar gaf leiguliðum ríkisins kost á að kaupa húsnæðið sem þeir leigðu af ríkinu á hóflegu verði. Með því urðu eigna- lausir að eignafólki og gættu eigna sinna og breyttu umhverfi sínu til hins betra. Með sama hætti má færa fólkinu í landinu eðlilegan afrakstur af auð- lindum þjóðarinnar með því að allir njóti í núinu þess arðs sem sameig- inlegar auðlindir landsins gefa af sér. Vilja Vinstri grænir beita þeim markaðslausnum að láta þá sem vilja nýta sér náttúruauðlindirnar kaupa aðgang að þeim og arður- inn skiptist síðan á milli fólksins? Vilja Vinstri grænir standa að því með Frjálslynda flokknum að færa fólkinu í landinu þá peninga sem það á með réttu? Spurning er hvort Vinstri grænir vilja fara nútímalega leið til auðstjórnar fýrir almenning eða halda sig við sósíalískar kenni- setningar sem alls staðar hafa beðið skipbrot. Höfundur er hæstarértarlögmaður Klippt & skorið Klippari ók greiðlega, þó ekki ólöglega, á leið um helstu umferðaræð Kópavogs, Reykjanesbraut við Smáralind, í gærmorgun. Tveir lögregluþjónar stóðu í vegkantinum milli aksturs- stefna og nokkrir við bensínstöð hinum megin við veginn. Annar þjónanna röltir sér út á götu og gefur bíl f langri röðinni merki um að stöðva. Ökumaðurinn í fremsta bílnum, Bens, bremsar snögglega niður og fær aftan á sig tvo jeppa. ( frétt á sfðum Blaðsins í dag útskýrir lögreglu- maðurinn atvikið svo: „Þetta kemur oft fyrir hjá okkur," og bætir við: „Menn eru meðvitaðir um hættuna og stundum treystum við okkur ekki til að stíga inn." Hraðinn sé svo mikill. Klippari hugsar og spyr: Ætli viðkvæðið sé að ökumenn læri af reynslunni? Hverjir eiga Klæðn- ingu?" spyr vefrit- stjórinn Andrés Jónsson á nýju síðunni sinni, Góðar fréttir? „Gunnar Birgisson minnir mig að hafi byggt þetta fyrirtæki upp sem séð hefur um þessar umdeildu fram- kvæmdir í Heiðmörk. Hann mun síðan hafa losað sig út úr rekstrinum til að vera ekki báðum megin borðsins í viðskiptum við Kópavog. En mér skilst á kunningja mínum að eignarhald Klæðningar sé nú í höndum fyrirtækis sem skráð er í Lúxemburg. Hverjir eiga þetta fyrir- tæki Klæðningu eiginlega?" Er ritað á síðu Andr- ésar. Blaðið spurði Gunnar hver ætti Klæðningu í sfðustu viku: „Ég seldi minn hlut í fyrirtækinu fyrír fjórum árum og enginn úr minni fjölskyldu á nokkurn hlut í þessu fyrírtæki í dag." OgbloggarinnPéturGunn- arsson, er að vanda með PWt puttana á þjóðarpúlsinum. \ n m Hann vitnar í Össur Skarphéðins- ÉL i J son sem sagði: „Guð hjálpi bönk- unum ef ég eða Jóhanna verðum fjármálaráðherrar." Og bætir við: „...og vænt- anlega hafa bankamenn hvítnað enda muna flestir hvernig mál fóru að þróast hjá Baugi eftir að Össur skrifaði Jóhannesi í Bónus reiðilegt bréf eftir að Baugur sagði bróður hans upp vinnu við ræstingar og sagði: You ain't seen nothing yet. Skömmu síðar var Ríkislögreglustjóri mættur á staðinn." Pétur setur blogg samfylkingarmanna í samhengi, því Ágúst Ólafur Ágústsson beri lof á bankana „...og fyrirsögnin er líklega ætluð Öss- uri til skilningsauka en hún er þessi: „Allir vilja gag@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.