blaðið - 28.02.2007, Page 16

blaðið - 28.02.2007, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 2007 ko«úi blaöiö Þaö er aðeins til ein raunveruleg synd og hún er að telja sjálfum sér trú um að hið næstbesta sé eitthvað annað en hið næstbesta. Doris Lessing kolbrun@bladid.net Jónasarferðir til Sor0 I ár eru liðin 200 ár frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar, skálds og náttúrufræðings. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Jónas bjó um margra ára skeið í Kaup- mannahöfn. Þar stundaði hann nám, þar vann hann að útgáfu Fjölnis með félögum sínum og þar andaðist Jónas. Þetta veit hvert mannsbarn. Færri vita hins vegar að í tæpt ár átti Jónas heima í bænum Soro úti á Mið-Sjálandi. I tilefni 200 ára ártíðar Jónasar hefur íslands Center því ákveðið að bjóða upp á hópferðir til Soro þar sem áhersla verður lögð á þetta tímabil í ævi Jónasar. (þá níu mánuði sem Jónas var í Soro orti hann meðal annars kvæðið Ég bið að heilsa, sem hefst á þessum orðum: Nú andar suðrið sæla vindum þýðum... Eina skilyrðið fyrir þátttöku í Soro- ferðunum er að viðkomandi geti sungið þetta kvæði! Til Soro verður ekki farið ákveðna daga heldur ferðirnar sniðnar eftir þörfum þeirra hópa sem kjósa að bregða sér dag- part út í rómaða sveitanáttúru Sjálands. Leiðsögumaður í ferð- unum verður Guðlaugur Arason. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni: www.islands- center.dk. Náttúran í strengjum Elísabet Waage hörpuleikari og Hannes Guðrúnarson gítarleik- ari halda tónleika í Salnum laug- ardaginn 3. mars kl. 13:00. Tónleikarnir eru liður í tónleika- röð kennara Tónlistarskólans í Kópavogi. NemendurTónlist- arskólans og forráðamenn þeirra fá frítt inn og auk þess er ókeypis fyrir öll börn 12 ára og yngri. Tónleikarnir bera yfirskriftina: Náttúran í strengjum. Efnis- skráin lýsir ýmsum fyrirbærum í náttúrunni. Hún hefst með Kansónu (gítar og harpa) og Berceuse (gítarsóló) Áskels Mássonar. Þar á eftir eru Hrævareldar (hörpusóló) eftir Hasselmans. Af flöktandi mýra- Ijósunum taka við Blóm Þorkels Sigurbjörnssonar - Fiori. Verkið var upphaflega skrifað fyrir gítar og sembal en Þorkell gerði smávægilegar breytingar svo að hægt væri að leika hlutverk sembalsins á hörpu. Að lokum leika þau Hannes og Elísabet verk eftir armensk-ameríska tónskáldið Alan Hovhaness, en verk hans heyrast sjaldan hér á landi. Spirit of Trees heitir það og er sónata í barokkformi. Hovhaness blandar þar saman strengjum hljóðfæranna á mjög fallegan hátt og hefur verkið ör- lítið austurlenskt yfirbragð. Elísabet og Hannes léku fyrst saman á tónleikum árið 2004 og héldu Háskólatónleika haustið 2005. Þau eru bæði kennarar við Tónlistarskólann í Kópavogi. Ólafur Kvaran„/ velferðar- samfélagi eins og okkar tölum við gjarnan um rétt fólks til heilbrigðisþjónustu. Á sama hátt er eðlilegt og mikilvægt að tala um rétt fólks til menningar og aðgengis að henni." Réttur fólks til menningar lafur Kvaran lætur af starfi forstöðumanns Listasafns Islands nú um mánaðamót- in, samkvæmt þeirri reglu safnsins að forstöðumaður megi ekki sitja lengur en í tíu ár. Spennandi listrænar upplifanir Þegar Ólafur er spurður hvað standi upp úr á þessum tíu árum seg- ir hann: „Það er margt sem kemur upp í hugann en á síðasta ári tókst okkur að hrinda þremur stórum verkefnum í framkvæmd sem voru mér persónulega mikið kappsmál. Okkur tókst að fella niður aðgangs- eyrinn að safninu, byggðum upp gagnagrunn sem veitir fólki aðgang að safneigninni og hrintum í fram- kvæmd stóru rannsóknarverkefni sem snýst um ritun íslenskrar lista- sögu í fimm bindum. Öll þessi verk- efni snúast um að auðvelda fólki að- gang að listinni og menningunni. Ef ég lít lengra aftur í tímann þá hefur safninu að mínu mati tekist að veita gestum spennandi listrænar upplifanir með stórum sýningum á íslenskri myndlist og erlendri og kannski sérstaklega með aukinni áherslu á yngri kynslóð listamanna. Það sem hefur fyrst og fremst ein- kennt sýningarstefnuna er að við höfum byggt upp mikið samstarf við stór alþjóðleg söfn og fengið sýn- ingar frá þeim. Þetta er hluti af þeirri viðleitni okkar að setja íslensku lista- söguna inn í hið stóra alþjóðlega samhengi. Stundum hefur túlkun á íslenskri menningu, bæðibókmennt- um og myndlist, snúist um að upp- hefja sérkenni og styrkleika okkar eigin menningar. Þá höfum við oft misst sjónar á því að við erum hluti af stærri heild. Þessar stóru alþjóð- legu sýningar sem hafa verið settar upp hér síðustu árin hafa á margan hátt ítrekað þetta samhengi." Menningarumræða og pólitísk stefnumörkun Nú hafa einkafyrirtœki styrktLista- safnið. Erþað alfarið jákvœðþróun? „Ástæðan fyrir því að við höfum getað ráðist í margt af því sem við höfum gert er að við höfum átt mjög gott samstarf við fyrirtæki sem hafa styrkt Listasafnið. Sá stuðningur hef- ur skipt afar miklu máli. Samt sem áður má segja að fjárveitingar til rekstrarins séu alltaf vandamál. Það er orðið löngu tímabært að rekstrar- fé safnsins verði endurskoðað. Þetta snýst um það hvort við viljum hafa sterkar og öflugar menningarstofn- anir og veita almenningi aukna og betri þjónustu. Sú mikla aðsóknar- aukning sem hefur orðið að Lista- safninu að undanförnu sýnir að fólk hefur mikinn áhuga á því sem safnið hefur upp á að bjóða. I velferð- arsamfélagi eins og oklcar tölum við gjarnan um rétt fólks til heilbrigðis- þjónustu. Á sama hátt er eðlilegt og mikilvægt að tala um rétt fólks til menningar og aðgengis að henni. Það er að sjálfsögðu alltaf pólitísk spurn- ing hvað ríkisvaldið á að vera sterkt í þessari uppbyggingu eða hvort á að láta hana alfarið í hendurnar á hinum frjálsa markaði sem stofnan- ir eins og Listasafnið verða þá háðar. Af einhverjum ástæðum hefur ekki orðið pólitísk umræða í samfélaginu um þessa stöðu menningarstofnana og þá um leið rétt fólks til menning- ar sem hluta af eðlilegum lífsgæðum. 1 menningarumræðu þarf pólitíska stefnumörkun. Þetta er meðal ann- ars spurning um hvað menningar- stofnanir eiga að vera sterkar þannig að þær geti sinnt hlutverki sínu og ■ um leið er þetta spurning um sterkt eða veikt samfélag.“ Kveðurðu ekki starfið með sökn- uði? „Að sjálfsögðu kveð ég með mikl- um söknuði, sérstaklega þann frá- bæra hóp starfsfólks sem er hér í safninu. Ég verð þó í ákveðnum tengslum við Listasafnið því næsta verkefni er að sinna ritstjórn Is- lenskrar listasögu. Að verkinu koma fimmtán höfundar og verður ritið gefið út í samvinnu við Eddu haust- ið 2009 í fimm bindum. Þetta er mjög stórt og spennandi verkefni og stærsta rannsóknarverkefni sem Listasafnið hefur tekið þátt í og haft frumkvæði að. Ég hlakka mikið til þess verkefnis.“ Jackson verölaunaöur Á þessum degi árið 1984 vann plata Michaels Jackson, Thriller, átta Grammy-verðlaun og sló þar með met. Platan var framleidd af Quincy Jones og sat á Billboard-vin- sældalistanum í níu mánuði sam- fleytt. fj Jackson, sem fæddist árið 1958, Á: hóf söngferil fimm ára gamall með bræðrum sínum og varð á skömm- um tíma skærasta stjarnan í hópn- um. Árið 1971 sendi hann frá sér fyrstu sólóplötu sína. Hann telst í hópi þekktustu söngvara tónlistar- sögunnar en á tíunda áratugnum urðu sérviskulegir lífshættir og einkennileg framkoma vinsælla um- fjöllunarefni fjölmiðla en list hans. sakanir um barnaníðingsskap, sem aldrei hefur tekist að sanna, hafa gert honum erfitt fyrir á síð- ustu árum.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.