blaðið


blaðið - 28.02.2007, Qupperneq 23

blaðið - 28.02.2007, Qupperneq 23
blaðið MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 31 Öryggi barna á heimilinu Smábörn eru forvitin að eðlisfari og mjög gjarnan fjörug og handóð. Áður en barn kemur inn á heimil- ið er því afar mikilvægt að þær fjölmörgu hættur sem leynst geta í húsinu séu fjarlægðar. Hér eru nokkur ráð sem nauðsynlegt er að fara eftir. • Haldið öllum snúrum og spottum á öruggum stöðum þar sem börn geta ekki náð til. Þetta gildir ekki síst um rafmagnssnúrur. • Snúið pottum og pönnum á elda- vélunum á þá leið að skaftið snúi að veggnum á bak við ofninn en ekki að opnu rými. Þetta er Hka mikilvægt þó ekki sé verið að elda neitt á eldavélinni. • Setjið öll lyf, vítamín, hreinsiefni og önnur eiturefni í læsta skápa ef hægt er. Börn geta verið duglegri að príla upp á skápa en þau líta út fyrir. • Allar plöntur skulu vera á örugg- um stað þar sem börn ná til. Ekki eru allar plöntur eitraðar sam- kvæmt bókunum en það borgar sig þó ekki að taka neina áhættu. • Haldið öllum stólum, sófum, borð- um og öðrum stórum húsgögnum fjarri gluggum þegar þeir eru opn- ir. Ef þið eruð með vírnet fyrir gluggunum, munið þá að það eru hugsað til að halda skordýrum úti en ekki börnum inni. • Passið að öll leikföng í húsinu henti aldri barnanna. • Verið viss um að ekkert vatn sé í baðkarinu. Börn geta drukknað í mjög grunnu vatni. • Setjið lítið grindverk sem börn geta ekki opnað við stiga. Þessi listi er vitaskuld ekki tæm- andi og margt sem í honum kemur fram má teljast til almennrar skyn- semi. Þó er þ a ð svo að einföld- ustuatriðigetaauð- veldlega gleymst og hvað börn varðar er aldr- ei of varlega farið. 100 stólar í Lundúnum (hönnunarsafninu Design Museum í Lundúnum stendur þessa dagana yfir sýning á stólum húsgagnahönn- uðarins Martinos Gampers. Um er að ræða afrakstur áskorunar sem hann fékk um að hanna 100 stóla á 100 dögum, og efniviðurinn sem hann notaði til að smíða þá var allur endurunninn úr notuðum stólum. Stólarnir hundrað eru sýndir í safninu til 4. mars ásamt öðrum verkum Gampers, en fyrir þá sem eiga leið um Lundúnir á næstu dögum er kjörið að kíkja við á Design Museum, Shad Thames, London SE1 2 YD, enda fer hver að verða síðastur að skoða verk þessa skemmtilega hönnuðar. Planta vikunnar Svokölluð stofulyngrós, eða Rhododendron simsii, er snotur stofuplanta sem á uppruna sinn að rekja til Himalajafjallanna. Hún getur náð allt að 45 sentimetra hæð en algengt er að hún sé um 20-30 sentimetrar þegar best lætur. Blómin eru yfirleitt bleik á litinn en þó eru til afbrigði af plöntunni þar sem blómin eru í öðrum litum á borð við gulan og fjólubláan. Þar sem plantan er upprunnin í köldu loftslagi hátt í fjöllum þrífst hún best í köldu lofti og mikilvægt er að hafa hana ekki í suðurglugga þar sem sólin getur skinið beint á hana. Hún þarf mikið vatn og best er ef hægt er að vökva hana með rigningarvatni eða snjó. Gamlir símar endurheimtir Þeir sem eru komnir af barnsaldri muna flestir eftir gömlum, þungum heimilissímum með númeraskífum. Þeim hefur nú í langflestum tilfellum verið skipt út fyrir nútímalegri, létt- ari og helst þráðlausa síma með tökkum. Deila má um hvort skiptin séu framfaraskref en hitt er Ijóst að ekki þykir öllum vera meiri prýði að nútímalegu símunum en þeim gömlu. Erfitt getur reynst að finna gamal- dags síma sem virka vel í verslunum, en á síðunni www.oldphones.com er hægt að festa kaup á fínustu gamal- dags símum sem virka alveg jafn vel og þeir nýrri. H ARÐVIÐ ARVAL Krókhálsi 4 • 110 Reykjavík Sími 567 1010 Æm, /a j/ / ■ / 1 1 1 -1 J - Þegar þú kaupir gólfefni www.parket.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.