blaðið - 28.02.2007, Síða 26
3 4 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007
Að handan
Þeir sem hafa mikinn áhuga á afturgöngum ættu aö skella sér til Bandaríkj-
anna því aö þar er næsta öruggt að hægt sé að komast í kynni viö eina slíka.
Samkvæmt The Ghost Research Society þá eru 789 draugahús þar í landi og
því fjöldinn allur af fólki aö handan sem hægt er að kynnast.
ELSKUM...
Frídaga. Sérstaklega
rþegar þeir eru í miðri
viku og enginn ætlast
til neins af manni. Við
elskum líka stundarfrið,
þara svona rétt til þess
að geta tæmt hugann
og notið augnabliksins
með sjálfum sér.
LANGAR...
I styttri vinnudag til
þess að við getum öli
! notið alls þess sem lífið
! hefur upp á að bjóða.
Það er fáránlegt að fara
út úr húsi fyrir níu og
vera kominn heim til
sín rétt fyrir sex. Styttri
vinnudagur myndi skila
jafn miklu og átta til níu
tímar á degi hverjum.
Fólk kæmi í vinnuna fullt
af lífsþrótti og myndi
afkasta í takt við það.
LÍKAR VIÐ..
Jlslenskan heimilismat.
Það er bara svo gott
fyrir sálina að fá sér af
og til grjónagraut og
lifrarpylsu, kjötbollur í
brúnni sósu eða plokk-
fisk og rúgbrauð með
miklu smjöri. Skyndibit-
inn gerir bara ekki sama
gagn.
VITUM EKKI MEÐ...
Umræðuna um klám.
Það virðist vera sem
stór hluti þeirra sem láta
móðan mása um klám
skilji ekki um hvað málið
snýst. Þetta snýst ekki
um konur sem vilja eða
vilja ekki stunda kynlíf
og þetta snýst ekki um
hvernig megi skilgreina
klám. Þetta snýst um
glæpi sem tengjast klám-
iðnaðinum og þá stað-
reynd að í honum þrífst
mannleg eymd sem
gerir það að verkum að
ekki er hægt að sætta
sig við hann í núverandi
mynd.
BLESS BLESS...
Fólk sem talar og talar
en hefur ekkert að segja.
Stjórnmálamenn eru sér-
staklega lagnir við þetta
og fara þessa leið þegar
þeir geta ekki svarað
ágengum spurningum.
Ekki láta góða orðræðu
blekkja ykkur.
ÞOLUM EKKI...
Leigubílaröðina í miðbæ
Reykjavíkur. Það er eitt
að ganga að leigubíl
vísum á ákveðnum stað
en annað að þurfa að
standa í langri röð með
fullum íslendingum og
hlusta á röflið í þeim
sem standa fyrir framan
mann og aftan.
wmm
J Fyrir öll
i: tilefni
S.—y U VJTXJr 'S' M ■ ■ ■
uppahaldi
Elísabet Ottesen
Verslunarstjóri í Gyllta
Hvaða flfk langar þig mest í
Mig langar mikið i þægilegan, viðan
bómullarkjól sem hægt er að nota
kósý heima. Flann má vera með
einhverju fallegu mynstri og í flottum
litum.
Hvaða flikur notar þú mest?
Eg myndi segja að ég notaði mest
af þægilegum buxum, leggings eða
víðum buxum, og annað hvort góða
hettupeysu eða gollu. En þegar ég fer
út að skemmta mér finnst mér rosa-
gaman að fara í kjól og spariskó og
svoleiðis, dressa mig aðeins upp.
Af hverju er mest í
fataskápnum þínum?
Ég held ég verði að segja kjólar þar
sem ég er kjólasjúk. Mér finnst rosa-
gaman að kaupa mér gamla kjóla en
það eru ekki beint ákveðin snið sem
ég leita að. Annars hef ég gaman af
skemmtilegum litum en núna er samt
mjög mikið svart í gangi og mikið af
svörtu í skápnum mínum, svartir kjólar,
svartar buxur og svoleiðis.
Hverju færðu ekki nóg af?
Ætli ég fái nokkurn tímann nóg af
skóm. Það kemur allavega fyrst upp í
hugann. Skór og kjólar held ég.
Það er auðvitað Gyllti kötturinn en
svo finnst mér mjög gaman að fara
út og versla þá til dæmis í H&M og
Primark en annars finnst mér líka bara
gaman að labba Laugaveginn og kíkja
í búðirnar þar. En ég reyni að versla
aðallega úti þar sem það er yfirleitt
miklu ódýrara.
Hvað skilur þú aldrei við þíg?
Ætli það sé ekki bara taskan mín með
öllu í, eins og snyrtibuddu, dagbók,
síma, myndavél og þess háttar.
Hvað gerirðu tii þess að
líta vel út?
Ég myndi segja að það sé bara eitt-
hvað mjög einfalt eins og að drekka
mikið vatn og eiga gott dagkrem. Það
þarf ekki að vera neitt flókið.
Fylgihlutir
Það nýjasta í safninu, jarðarber
og hauskúpa sem Jóna notar
helst þegar hún þeytir skífum
meö systur sinni.
Nyjasta flikin
Svartur kjóll úr Gyllta kettinum
fyrír sparilegu tækifærin.
Hversdagsflikin
Pils úr Gyllta kettinum sem er
notað sem slá dagsdaglega.
! I
ur
Svartar og hvít-
ar hlébaröabuxur
sem saumaðar eru
fyrir Gyllta köttinn.
Partíflíkin
Silfurlitaðar leggings i
Rokki og Rósum.
Jóna Elísabet Ottesen er verslunarstjóri í Gyllta kettinum.
Kjólar eru í miklu uppáhaldi hjá Jónu enda ógrynni af þeim
að finna í fataskápnum hennar. Jóna klæðist þó frekar þægi-
legum fötum dagsdaglega en þegar hún fer út á lífið finnst
henni gaman að dressa sig upp í fína, gamla kjóla og flotta
skó.
Skelfilegt sushi
Það er svo margt rangt við Shino-
bido: Tales of the Ninja að erfitt er að
vita hvar skal byrja. í leiknum fara
menn í hlutverk ninju sem þýtur
fram og til baka um Japan á 13. öld
og slátrar fólki; hljótt og hratt eins og
sönn ninja. Ninjan hefur ýmsa stór-
kostlega hæfileika eins og að hlaupa
upp veggi, stökkva tvöfalda hæð sína
í fullum herklæðum og matreiða
magnað sushi (sem sprengir fólk í
loft upp).
Verkefnin í leiknum eru mismun-
andi. Menn þurfa að stela hlutum
(og slátra öllum í leiðinni), leggja
þorp í rúst og taka vondu kallana
af lífi svo eitthvað sé nefnt. Á blaði
hljómar þetta allt voðalega spenn-
andi en útfærslurnar á leiknum gera
það að verkum að leikurinn skilur
eftir beiskt eftirbragð, rétt eins og
Shinobido: Tales of the Ninja
PSP
Ninjur eru
svalar
Lélegt barda-
gakerfi
Skelfileg
grafíkvinnsla
skemmt sushi.
í leik þar sem miklu máli skiptir
að menn fylgist vel með óvininum
og láti til skarar skríða á hárréttu
augnabliki, skiptir sjónarhornið
öllu. Nauðsynlegt er að sjá óvinina
úr fjarska án þess að þeir verði við
það varir. f þessu atriði bregst Shino-
bido bogalistin og klúðrar málunum
algjörlega. Óvinirnir standa við hlið
leikmannsins með sverðið á lofti án
nokkurs fyrirvara.
Bardagakerfið i leiknum er hreint
út sagt skelfilegt. Sem ninja er ætlast
til þess að fórnarlömbin séu afgreidd
fljótt og snyrtilega. Besta leiðin til að
drepa fórnarlömbin er að læðast að
þeim og skera þau snyrtilega á háls.
Þessi snöggu dráp eru nauðsynleg
leiknum, ekki vegna þess að þau séu
tilkomumikil eða skemmtileg, held-
ur vegna þess að þau forða leikmann-
inum frá því að þurfa að eiga við hið
ömurlega bardagakerfi leiksins.