blaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2007 blaðiö UTAN ÚR HEIMI ÍRAK Bresku sjóliðunum verði sleppt Hoshiyar Zebari, utanríkisráðherra íraks, hefur hvatt írönsk stjórnvöld til að láta bresku sjóliðana fimmtán lausa, en þeir voru teknir höndum á sjó úti á föstudag- inn. Zebari sagði Bretana hafa verið á írösku yfirráða- svæði, en (ranar segjaþá hafa verið á sínu hafsvæöi. SIMBABVE Mugabe „hættir innan árs“ Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöð- unnar í Simbabve, segir ólíklegt að Robert Mugabe, forseti landsins, reyni að koma í veg fyrir að forsetakosningar fari fram í landinu á næsta ári. IWil'WilMllffe Smith lést eftir ofneyslu lyfja Bandaríska fyrirsætan Anna Nicole Smith lést eftir að hafa tekið inn of stóran lyfjaskammt, samkvæmt nið- urstöðu meinafræðings sem fór með mál Smith. Hann greindi frá því í gær að ekkert benti til annars en að um slys hafi verið að ræða. y^eyar ancfíáí Ser aá /íöncíum Isleifurjónsson Frímann Andrésson Svafar Magnússon útfararstfóri úlfarar[)i6nusta útfaraiþiónusta L Pálsson YNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ' • 1 m únjðnsdóttir GuðmundurBaldvinsson Þorsteinn Elísson —vi^nusta dtfaraiþjónusta útfararþjónusta Ellert Ingason •&r\ Onn umsi aíía þœlli útfararinn ar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA rhlíð 2 • Fossvogi • Súni 551 1266 • www.utfor.is Skoðanakönnun: Ómar með fimm prósent íslandshreyfingin mælist með 5% fylgi og fengi 3 menn kjörna samkvæmt skoðana- könnun Fréttablaðsins um helgina. Fylgi Frjálslynda flokksins dalar enn og mælist nú 4,4%. Frjálslyndir næðu ekki manni á þing samkvæmt þessum tölum. Fylgi Framsókn- arflokks mælist 9,4% og fengi hann 6 menn kjörna, Sjálfstæð- isflokkur mælist með 36,1% og fengi 24 menn. Samfylking er með 21% fylgi og fengi 14 menn kjörna og Vinstri grænir mælast með 23,3% og fengju 16 menn kjörna. Samkvæmt þessu væri ríkis- stjórnin fallin. Tveir möguleik- ar væru á tveggja flokka stjórn, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eða VG með 38 til 40 þingmanna meirihluta. Könnunin var gerð 24. mars. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri. Tæplega 60% tóku afstöðu en hlutfall óákveðinna mældist 34,8%. Öflugt starfsnám sem gefur góða atvinnumöguleika... KERFISSTJÓRINN Kerfisstjórar eru lykitmenn í öllum fyrirtækjum sem hafa tölvukerfi! Námið er tvískipt og undirbýr nemendur fyrir tvö alþjóðleg próf: ■ A+ prófið frá Comptia ■ MCP (Microsoft Certified Professional) Fyrri hluti - Tölvuviðgerðir (11. apr. til 7. maí.) Nemendur læra að uppfæra, bilanagreina og gera við tölvubúnað. Kennslan ferfram í nýrri, fullkominni tölvuviðgerðarstofu NTV. Seinni hluti - MCP - XP netumsjón (10. sep. til 20. okt.) Nemendur öðlast færni og kunnáttu til að setja upp og hafa umsjón með tölvum sem keyra á Windows XP stýrikerfinu, öðlast víðtækan skilning á netkerfum og verða færir í að leysa vandamál sem að þeim snúa. Kvöid og helgarnámskeið Kennt er mánudaga og miðvikudaga frá 18-22 og laugardaga frá 8:30-12:30. Hlíðasmára 9 - Kópavogi UPPL YSINGAR OG SKRANING I SIMA 544 4500 OG A NTV.IS Leiðtogar DUP og Sinn Fein á Norður-írlandi: Fornir fjendur saman í stiórn Tekur við völdum 8. maí Paisley og Adams Sérstaka athygli vakti að leiðtogarnir tveir tókust ekki í hendur á fundinum. Mynd/Reuters Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Ian Paisley, formaður Lýðræðis- lega sambandsflokksins (DUP), og Gerry Adams, formaður Sinn Fein, náðu í gær sögulegu samkomu- lagi um að mynda heimastjórn á Norður-lrlandi sem mun taka við völdum þann 8. maí næstkomandi. Paisley og Adams sátu hlið við hlið þegar þeir kynntu samkomulagið á fréttamannafundi í Stormont á Norður-Irlandi, en Paisley hefur 1 e n g i n e i t a ð að þinga með full- t r ú u m Sinn Fein v e g n a t e n g s 1 a fæirra við rska lýð- veldisherinn, IRA. Bresk og írsk stjórn- völd höfðu hótað því að afturkalla völd heimastjórnar- þingsins, ef samkomulag um nýja heimastjórn næðist ekki fyrir dag- inn í gær. Paisley sagði markmiðið hafa verið að fá Norður-lrum völdin aftur í hendur, með þeim hætti að hægt sé að gera raunverulegar og mikilvægar umbætur í þjóðfélag- inu fyrir alla þá sem búa í þessum hluta Stóra-Bretlands. Mótmæl- andinn Paisley sagði DUP takaþátt í samstarfinu af fullum einhug. Kaþólikkinn Adams tók undir orð Paisley og sagði samkomulagið marka upphafið að nýju tímabili í stjórnmálasögu landsins. DUP hefur talað fyrir því að vera áfram undir bresku krúnunni, en Sinn Fein fyrir sameinuðu Irlandi. Tony Biair, forsætisráðherra Bret- lands, sagði í tilefni af samkomu- laginu að dagurinn væri mjög mikilvægur fyrir Norður-Ira, en jafnframt fyrir sögu og fólk Bret- landseyja. „Allt sem við höfum gert síðustu tíu árin hefur verið undirbúningur fyrir þetta sam- komulag." Bertie Ahern, forsætis- ráðherra írlands, sagði einnig að samkomulagið hefði möguleika til að breyta framtíð eyjarinnar. „Við vorum að verða vitni að mjög já- kvæðri þróun sem engin fordæmi eru fyrir á Norður-írlandi.“ Lýðræðislegi sambandsflokkur- inn og Sinn Fein urðu stærstu flokk- arnir þegar Norður-lrar gengu til kosninga til heimaþings fyrr í mánuð- inum. Breska rík- \ isstjórnin leysti upp heimaþing Norður-lra í okt- óber árið 2002 oghefurfarið með dag- lega stjórn landsins frá þeim t í m a . H e i m a - þingið kom saman í Storm- ont-kastala í Belfast síð- degis í gær og valdi ráðherra nýrrar heima- stjórnar. Fyrirfram var reiknað með að Paisley yrði oddviti heima- stjórnarinnar og Sinn Feinn-lið- inn Martin McGuinness aðstoðar- oddviti heimastjórnarinnar. Samkvæmt reglum þarf í það minnsta fjóra flokka til að mynda heimastjórn á Norður-írlandi og munu flokkarnir UUP og SDLP mynda nýja heimastjórn ásamt DUP og Sinn Fein. Hinn ríflega áttræði Paisley hefur tekið virkan þátt í stjórn- málum á Norður-írlandi í rúma hálfa öld. Á þessum árum hefur hann neitað að eiga í samskiptum við Sinn Fein, pólitískan arm IRA. Jafnvel eftir friðarsamkomulagið árið 1998 og á friðartímum síðustu ára hefur hann ekki getað hugsað sér að heilsa upp á eða funda með Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein. Sérstaka athygli vakti að Paisley og Adams tókust ekki í hendur á fréttamannafundinum í gær. Höfuðborg: Belfast Fólksfjöldi: 1,7 milljónir Landsvæði: 13.843 km2

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.