blaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2007 blaðið HELGIN? Draumahelgin er í nánd „Þetta var mjög fín helgi, mikið stuö en líka rólegheit,” segir Laufey Elíasdóttir leiklistarnemi. „Á föstu- dagskvöldið fór ég í mjög skemmtilegt matarboð til vina minna og þar var mikið spáð og spekúlerað. Á laugar- daginn fór ég á raddnámskeið sem ég var líka á alla síðustu viku. Þar var ég að læra ýmis góð ráð til að beita röddinni á réttan hátt. Um kvöldið fór ég í mat til foreldra minna og fór síðan í leikhús. Þá sá ég söngleikinn Leg og ég skemmti mér alveg ágætlega. Eftir leikhúsið hitti ég nokkra vini á Boston, þeim ágæta stað. Ég var komin heim um eittleytiö og því vaknaði ég hress á sunnudagsmorgun. Ég fór að sjá Ronju Ræningjadóttur með dóttur minni og skemmti mér mjög vel á þeirri sýningu. Dóttir mín hefur séð verkið nokkrum sinnum og var því dug- leg að segja mér hvað myndi gerast næst. Þetta var hin ákjósanlegasta helgi og ég er vel úthvíld og afslöppuð fyrir vikuna.” »Vegvísir að heimili mínu Róleg stuöhelgi Vegvísinn að heimilj sínu gefur Svanhildur Björk Jónsdóttir að þessu sinni en hún býr ásamt Matthíasi Guðmundssyni og börnum þeirra í Hliðunum. Þeir sem ætla sér að heimsækja fjöl- skylduna þurfa að muna eftir fótboltaskónum en hinir sem treysta sér ekki í knattspyrnu geta kíkt í kaffi og látið laga á sér hárið í leiðinni. Á leið út Hljómsveitin I Adapt er á leið til Bandaríkjanna til að kynna tvær nýjar útgáfur. Önnur er klofnings- skífan I Roast Marshmallows in Church Fires sem I Adapt deilir með bandarísku hljómsveitinni The Neon Hookers og hin er sérstök túr-útgáfa sem gefin veröur út í takmörkuðu upplagi af Six Feet Under Records aðeins fyrir þennan túr, en sú smáplata ber nafnið From Town To Town. Samfélag og menning A þessu heimili snýst allt um hárgreiðslu og fótbolta þar sem húsbóndinn og dóttirin æfa bæði fótbolta. Matur og mennmg Það er eldað mikið af kjúklingi á þessu heimili en ofn inn hennar ömmu er ómótstæðilegur. Hvað þarf að hafa með Það eina sem hafa þarf með eru vinirnir, góða skapið, Sing Star og kokteilar. Vert að sjá Gullmolana mína Maríönnu Hlíf sem er 9 ára gömul og Jóel Kára 6 mánaða. Eins er vert að sjá málverkið sem systir mín gaf mér í innflutningsgjöf en það þykir mér mjög vænt um. csr Staðhættir Við búum í kjallara í fjórbýl- ishúsi í Hlíðunum sem amma mín og systkini hennar byggðu í kringum 1955, en nú er aðeins ein úr fjölskyldunni fyrir utan mig sem Heilsa Það er goður andi i þessari íbúð, frændi minn sem átti hér heima var listmálari og fylgist með okkur. Hættur Þegar husbondinn kemur heim eftir tapleik í fótboltanum. í Siðir og venjur Helstu siðir og venjur felast í því að halda matarboð með stórfjöl- V skyldunni einu sinni í mánuði. Hvenær er hentugast að ferðast Hvenær sem er því eins og er er ég heima í barneignarfríi. Dýralíf Er því miður ekki mikið eins og er en við erum nýbúin að losa okkur við tvær yndislegar læður. „Helgin var tileinkuð tónlistinni að miklu leyti," segir Eirikur Orri Ólafsson tónlistarmaður. ~r „Helgin byrjaði með matarboði hjá bróður mínum á föstudagskvöldið. Á laugardag- inn fór ég síðan á hljómsveitaræfingu en ég er að fara til Helsinki um næstu helgi ásamt Kiru Kiru, Hilmari Jenssyni og Alex Sommers þar sem við komum fram saman á raftónlistarhátíð. Þá ætlum við líka að hitta trommarann úr Múm, hann Samul.i og hann ætlar að spila með okkur. Um kvöldið var ég að spila með Bogomil Font og Flís í 50 ára afmæli hér í borg. Eftir afmælið hitti ég vin minn og við áttum gáfulegar sam- ræður um lífið. Vinur minn er á leiðinni að uppgötva nýjan sannleika og það var gaman að vera viðstaddur upphafið á því. Sunnudagurinn var hinn rólegasti, ég fór í síðdegiskaffi til bróður míns og um kvöldið fór ég í leikhús. Ég sá nýtt verk sem heitir Epli og eikur sem Mögu- leikhúsið sýnir. Þetta var skemmtileg og heimilisleg sýning. Draumahelgin verður hins vegar helgin eftir tvær vikur en henni ætla ég að eyða með kærustu minni í Amsterdam en hún býr í Hollandi og ég er þegar farinn að hlakka til.“ Allt um Guönýju Að þessu sinni gefst lesendum kostur á að vita allt um Guðnýju Pálu Rögnvalds- dóttur sem slegið hefur í gegn í X-Factor sem annar meðlimur söngdúettsins Gis. Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá Guðnýju í tengslum við þátttökuna í X-Factor og hún stendur nú á tímamótum í lífinu. Guðný byrjaði vikuna á að leita sér að nýjum bíl, sem er efst á óskalistanum ásamt nýrri íbúð. Hvað ertu að gera nuna? Ég er að skoða bíla á bílasala.is. Síðan er ég bara komast aftur niður á jörðina og búin að vera að hvíla mig. Ég er líka að ieita í kringum mig og sjá hvað tekur næst við. Hvað langar þig mest í? Mig langar í lítinn, sætan bíl og líka nýja íbúð. Hvernig lætur þu gott af þér leiða? Ég tel mig vera mjög hjálþsama og sérstak- lega þegar kemur að fjölskyldu minni. Mér þykir líka mjög vænt um alla vini mína og hugsa vel um þá. Hvað er mest áberandi í fata- skðpnum? Svart. Svartar flíkur, ég sé ekkert nema svart þegar ég kíki í fataskápinn. Uppáhaldsverslanir? Ég er með skóáráttu og fer í allar skóbúöir sem ég kemst í návígi við. Ég kaupi mér mikið af skóm og á því mikið af allskonar skóm... en maður á annars aldrei nóg af flottum skóm Netverslanir? Ég versla ekkert á Netinu. Ertu með ör? Ég er með stórt ör undir hökunni sem ég fékk þegar ég var fjögurra ára. Þá fór ég með pabba út á sjó. Fegurðarráð? Ég er rosalega léleg í að gefa þannig ráð. Ég þvæ ég mér bara með vatni og sápu á kvöldin þegar ég tek af mér makeupið. Uppáhaldsveitingastaður? Galileo finnst mér vera mjög góður. Hvaða tónlist ertu að hlusta á núna? Gavin Degraw. Uppáhaldsstaður í Reykjavik? Er reyndarj Hafnprfirði, það er uppi á Hojt- inu í Hafnarfirði. Þar er alveg ofsalega flott útsýni yfir Reykjavík og umhverfi. Hvaða bókum mælir þú með? Það er langt síðan ég las síðast bók en þá ........-. ' •....----------- var það The Da Vinci Code. Mér fannst hún alger snilld og mæli því með henni. Uppáhaldshlutur? Dolce og Gabbana-síminn minn, hann er gylltur og fagur. Fyrir hvað hrósar fólk þér oftast? Þessa dagana er mér mikið hrósað fyrir hressleika.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.