blaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 18
26 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2007 blaðið KoWái kolbrun@bladid.net Sjaldheyrðar ljóöaperlur Rmmtudagskvöldið 29. mars klukkan 20 heldur tenórsöngv- arinn Jónas Guðmundsson söngtónleika í Salnum ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara. Á efnisskrá eru verk eftir Beethoven, Liszt, Re- spighi og Rachmaninoff. Jónas Guðmundsson óperu- söngvari hefur verið búsettur í Berlín síðan hann útskrifaðist frá Royal Academy of Music árið 2005 og hefur gert þaðan út sem óperusöngvari. Eftir að hafa debúterað í hlutverki Lind- oro um haustið 2005 í Treviso á Ítalíu hefur hann m.a. sungið með hinni virtu sumaróperu Glyndebourne Festival Opera í Englandi og einnig starfað við óperuhúsið í Bremerhaven í Þýskalandi. Þetta verða þriðju tónleikar Jónasar í Salnum en áður hefur hann sungið á stór- tónleikum Rotarý í janúar árið 2004 og á Tíbrá ásamt Jónasi Ingimundarsyni í febrúar 2006. Næstu verkefni Jónasar eru einsöngur í Messu í as-dúr eftir Schubert á tónleikum Söngsveit- arinnar Fílharmóníu í Langholts- kirkju þann 1. og 3 apríl nk. og hlutverk Tebaldo í óperunni I Capuletti e I Montecchi eftir Bellini með Grange Park Opera í Englandi næsta sumar. Þýsk rómantík á vortónleikum Fílharmóníunnar Vortónleikar Söngsveitarinnar Fílharmóníu verða haldnir í Langholtskirkju 1. og 3. apríl nk. kl. 20:00 báða dagana. Flutt verða þrjú kórverk frá 19. öld eftir meistarana Brahms, Mend- elssohn og Schubert. Einsöngvarar á tónleikunum eru Hulda Björk Garðarsdóttir, Nanna Maria Cortes, Jónas Guðmundsson og Alex Ashw- orth. SifTulinius Ieiðir hljómsveit- ina og Magnús Ragnarsson stjórnar. Miðar eru seldir á www.midi.is, hjá kórfélögum og við innganginn. Eflheilsa 9L1 Jl -M6uþ»6gott C-IOOO Extra sterkt, náttúrulcgt C-vítamln meö rósaberjum, rútlnl og blóf lavónlöum 60 tÖflur Sólargeislinn í skammdeginu Þaö aö veröa geðveikur er stundum rétta svarið viö raunveruleikanum. Philip K. Dick Afmælisborn dagsms GLORIA SWANSON LEIKKONA, 1899 QUENTIN TARANTINO LEIKSTJÓRI, 1963 SARAH VAUGHAM SÖNGKONA, 1924 Glæpasögur verða að sjónvarpsþáttum amkvæmt heimildum Blaðsins munu Ævar Örn Jósepsson og Saga Film skrifa undir samn- ing um kvikmyndarétt- inn á þremur glæpasögum Ævars síðdegis í dag. Þetta eru bækurnar Skítadjobb, Svartir englar og Sá yð- ar sem syndlaus er. í samningnum mun einnig felast forkaupsréttur á kvikmyndarétti á næstu bókum höfundarins. Það stefnir því í að fyrsta sjónvarpskrimmaserían sem byggir á íslenskum glæpasög- um og karakterum úr þeim verði að veruleika áður en langt um líð- ur. Lögguteymi í aðalhutverki Stefnt er að gerð sjónvarpsþátta upp úr verkum Ævars, þar sem hver saga skiptist í tvo eða þrjá þætti. „Það er rétt,” sagði Ævar þegar þetta var borið undir hann. „Þetta er planið - en það er auðvit- að stórhættulegt að blaðra of mik- ið um svona lagað áður en skrifað er undir.” Mun ætlunin vera að gera syrpu á borð við Taggart, Morse og fleiri slíkar, þar sem lögguteymið úr sög- um Ævars verður í aðalhlutverki. Og það verður byrjað á byrjuninni - fyrsta þáttaröðin verður unnin upp úr fyrstu bókinni, Skítadjobbi. „Það veltur auðvitað á því hvernig það gengur hvert framhaldið verð- ur. En ég sé enga ástæðu til að ætla annað en að þetta gangi vel, með fyrirtæki eins og Saga Film sem framleiðanda,” segir Ævar. Hann segist alltaf hafa séð glæpasögur sínar fyrir sér sem sjónvarpsþætti fremur en kvikmyndir, enda veruleika áður en lanot henti þetta form betur fyrir hinn evrópska krimma. „Bíó er hasar, spenna og læti en gátuformið með samfélagspælingum og sömu per- sónum er rakið sjónvarpsefni. Svo hafa góðir breskir og norrænir krimmar lengi verið mitt eftirlæt- issjónvarpsefni.“ Glæpasagan Blóðberg, sem kepp- ir um Glerlykilinn fyrir Islands hönd nú í vor, mun ekki vera hluti af pakkanum sem samið hefur ver- ið um. „Nei, Blóðberg er svona inn- an sviga í þessu dæmi,“ segir Ævar Örn, „enda ekki hlaupið að því að filma hana í dag. Sögusviðið er jú Kárahnjúkar á byggingartíma virkjunarinnar, að stórum hluta ofan í gljúfrum og göngum sem nú eru full af vatni. Á móti kemur að kvikmyndagerðarmenn hafa ýmis ráð uppi í erminni og hjá Saga Film er til mikið efni frá Kárahnjúkum frá því þeir unnu heimildarmyndir um virkjunina fyrir Landsvirkjun. Þannig að það er svo sem ekkert útilokað í þessum efnum heldur.“ Ekki viðkvæmur fyrir breytingum Ævar Örn mun skrifa handritið að fyrstu syrpunni undir hand- arjaðri Sigurjóns Kjartanssonar, en Óskar Jónasson mun leikstýra glæpaþáttunum. „Við Sigurjón stefnum að því að‘ skila handriti að Skítadjobbi síðsumars og ef allt gengur upp verður jafnvel hægt að hefja tökur fljótlega á næsta ári. Skítadjobb er vetrarbók og hentar vel til upptöku á þorranum," segir Ævar Örn. Hann segir að nokkrar breytingar þurfi að gera þegar bók- in er færð í handrit. „I Skítadjobbi eru löggurnar Árni og Stefán nán- ast einir í einhverjum bitastæðum hlutverkum en það er ekki flókið mál að skrifa Katrínu og Guðna inn í stærri hlutverk. Ég er ekkert viðkvæmur fyrir því að breyta og laga. Ég hlakka eiginlega bara til að láta Katrínu og Guðna gera eitt- hvað af sér í Skítadjobbi. Það voru mistök á sínum tíma að hafa þau ekki í stærri hlutverkum þar.“ Ekkert hefur enn verið ákveðið um leikaraval. „Leikaravalið er auðvitað hausverkur,“ segir Ævar Örn. „En við finnum út úr því, við erum bara rétt að byrja. Þetta er líka spurning um það hvað maður heldur fast í lýsingar á persónum í bókunum. Persónurnar hafa sitt útlit i hausnum á mér en ég veit að þær hafa líka sitt útlit í kollinum á lesendum. Þetta er eitthvað sem kemur í ljós og ég efast ekki um að við finnum gott fólk i hlutverkin. Útlit leikaranna skiptir allavega minna máli en leikhæfileikarnir. Og svo held ég að það sé rétt að ganga frá samningunum um gerð þáttanna áður en maður fer of djúpt í slíkar pælingar." Singin' in the Rain frumsýnd Á þessum degi árið 1952 var kvik- myndin Singin’ in the Rain frum- sýnd í New York. Myndin er af mörg- um talin besta söngvamynd í sögu Hollywood. í myndinni er fjallað á gamansaman hátt um vandræði kvikmyndafólks við að aðlagast framleiðslu talmyndanna. Gene Kelly fór með aðalhlutverkið í mynd- inni og atriðið þar sem hann dansar í rigningunni er með þeim frægari í kvikmyndasögunni. Með önnur hlutverk fóru Donald O’Connor og Debbie Reynolds. Rétt er að nefna hlut leikkonunnar Jean Hagen sem fór með bitastætt aukahlutverk. Hún lék sjálfhverfa og heimska stór- stjörnu af stakri snilld og stal sen- unni í hvert sinn sem hún birtist. Stanley Donen leikstýrði myndinni en Gene Kelly var aðstoðarleikstjóri. Myndin er fyndin, töfrandi og róm- antísk og dans- og söngvaatriðin hreint frábær.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.