blaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 1

blaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 1
60. töliiblaó 3. árgangur þriðjudagur 27. mars 2007 FRJÁLST, ÓHÁÐ & ÓKEYPIS! ■ FÓLK . Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgar- stjóri, hélt upp á 50 ára afmæli sitt um helgina. Afmælisgjafirnar fóru til líknarfélagsins Bergmáls | síðai6 ■ KOLLA OG KÚLTÚRINN Glæpasögur Ævars Arnar Jósepssonar verða að sjónvarpsþáttum áður en um líður og eru það fyrstu íslensku krimmaþættirnir | s(ða26 langt Flaug frá Frankfurt Breski söngvarinn Sir Cliff Richard kom til landsins í gær. Hann flaug frá Frankfurt. Richard syngur annað kvöld á tónleikum í Laugardalshöll. Þetta verða stórtón- leikar en með honum komu yfir tuttugu manns og fylgja einnig tæp fimm tonn af tækjum og tólum, að sögn umboðsaðila hans. Enn eru lausir miðar á tónleikana og því tækifæri til að láta langþráðan draum um að sjá hjartaknúsarann rætast. Neikvæð afstaða Sjálfstæðisflokks til Evrópusambandsaðildar: Gengur gegn hefð flokksins ■ Davíð taiaði fyrir ESB-aðild 1990 ■ Kúventi skömmu síðar Eftir Atla ísleifsson atiii@bladid.net „Sjálfstæðisflokkurinn er eini hófsami flokkurinn í Evrópu, hægra megin við miðju, sem er andvígur að- ild síns lands að Evrópusambandinu,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bif- röst. „Jafnvel má halda því fram að neikvæð afstaða sumra forystumanna Sjálfstæðisflokksins gangi gegn hefð flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt verið mjög alþjóðasinnaður flokkur og hefur jafnan verið talsmaður þátttöku íslands í tilteknum alþjóðastofnunum, til dæmis NATO og EFTA og svo Evrópska efnahagssvæðinu." í nýrri bók Eiríks, Opið land - Staða íslands í samfélagi þjóðanna, segir að sjálfstæðismenn hafi talað mjög hlýlega um ESB-aðild á sínum tíma. Þannig hafi Davíð Oddsson, þáverandi borgar- stjóri, sagt árið 1990 að það væri sín skoðun hvað sem öðru liði að það yrði stærsta pólitíska verkefni Islendinga á næstu árum hvernig hagsmuna þjóðar- innar yrði gætt í breytilegum heimi. „Við verðum að laga okkur að þeirri staðreynd að meirihlutinn af viðskiptum okkar er við Evrópubandalagið; ég hef opinberlega lagt til að við sækjum um aðild.“ Eiríkur segir að einhverra hluta vegna hafi á næstu árum orðið einhver skil og í aðdraganda þing- kosninganna árið 1995 kúvendir Sjálfstæðisflokkur- inn í afstöðu sinni og mælir gegn þátttöku í ESB. „Þessi tvö öfl höfðu togast á í Sjálfstæðisflokknum, það er uppruni flokksins í sjálfstæðisbaráttunni og svo hin hliðin sem talar fyrir einstaklingsfrelsi. Sá þáttur sem talar fyrir sjálfstæðisbaráttu varð þannig ofan á í flokknum.“ Eftir að hafa rætt við Jón Baldvin Hannibals- son, fyrrum formann Alþýðuflokksins, og skoðað þennan feril segist Eiríkur hafa séð að það hafi einnig verið eitthvað í persónulegum samskiptum leiðtoga þáverandi ríkisstjórnarflokka, Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins, sem hafði þessi áhrif. Sjá einnig siöu 4 ORÐLAUS » síóa 34 ■ VEÐUR » Síöa 2 4; Á gylltan síma mW Guðný Pála Rögnvaldsdóttir hefur s'egiö í gegn í X-Factor sem annar meðlimur söngdú- ettsins Gís. Gylltur Dolce ■ og Gabbana-síminn er i BmBK uPPáhaldi hjá henni. ÉH Áttasíöna .ITipi serblað um heilsu fylgir - JU "/j/ §1 I meöBlaöinu ádÆ Ídag r m IK1 j Renault öruggari notaöir bílar Veldu 5 stjörnu öryggi lífsins vegna! RENAULT MEGANE II Nýskr: 06/2005,1600cc 4 dyra, Flmmgíra, LJósgrár, Ekinn 57.926 þ. Verð: 1.750.000 UO-335 RENAULT MEGANE II Nýskr: 01/2006,1600cc 5 dyra, Fimmgira, LJósgrár, Ekinn 15.000 þ. Verð: 1.940.000 RENAULT MEGANE II Nýskr: 06/2005,1600cc 5 dyra, Fimmgíra, LJósgrár, Eklnn 29.500 þ. Vorð: 1.790.000 TT-641 RENAULT SCENIC II Nýskr: 06/2004, 2000cc 5 dyra, Flmmgíra, Ekinn 30.000 þ. Verð: 1.930.000 VJ-071 bilolond.is fervnÍAru^ 2007 Frábær tilboð á rúmum, grjónastólum og púðum og fylgihlutum oM'arcó Afgreiðslutími virka daga: 10-18 og lau.: 11-16 Reykjavik sími: 533 3500 - Akureyri simi: 462 3504 Egilsstaðir: sími: 471 2954 Heilsurúm - dýnur - gjafavara - svefnsófar - stólar - sófar - grjónapúðar

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.