blaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2007 blaðiö INNLENT SAMFYLKING Sahlin og Schmidt heiðursgestir Mona Sahlin, nýkjörinn formaður sænska Jafn- aðarmannaflokksins, og Helle Thorning Schmidt, formaður danska Jafnaðarmannaflokksins, verða heiðursgestir á landsfundi Samfylkingarinnar í apríl. Sahlin og Schmidt munu ávarpa landsfundinn. KYNFERÐISAFBROT Gróft brot gegn tveimur ungum stúlkum Rannsókn vegna máls hálfþrítugs karlmanns, sem talið er að hafi framið gróf kynferðisafbrot gegn tveimur fimm ára gömlum stúlkum, hefur verið vísað til embættis ríkissak- sóknara að því er fram kom í hádegisfréttum Ríkisútvarps- ins í gær. Maðurinn var handtekinn í Vogahverfi í janúar. ÍSLANDSHREYFINGIN Ekki á fundum um auglýsingar (slandshreyfingin hefur ekki tekið þátt í viðræðum stjórnmálaflokkanna um takmarkanir á auglýsingum fyrir alþingiskosningarnar í vor. „Við höfum ekki verið boðuð á neinn fund,“ sagði Jakob Frimann Magnússon, einn aðstandenda hreyfingarinnar. Banaslysið: Safnað í þágu barna Stofnaður hefur verið styrkt- arreikningur fyrir fjölskyldu Lísu Skaftadóttur, konunnar sem lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi á miðviku- dagskvöld. Lísa lætur eftir sig fimm börn og eiginmann. Tvö barnanna eru fjögurra ára, eitt þeirra átta ára og tvíburar á fermingaraldri. Þá á elsta barn hennar, sem er 25 ára, eitt barn. Númer styrktarreiknings- ins er 1169-05-401000 og kennitalan 111161-5649. Kárahnjúkavirkjun: Komust ekki strax í bæinn Uppistand varð á Kárahnjúka- virkjun um helgina þegar of lítil rúta kom til að flytja ítalska verkamenn í helgarleyfi. Urðu verkamennirnir pirraðir yfir því að komast ekki strax til Egilsstaða og neituðu nokkrir nýir verkamenn að yfirgefa rút- una. Önnur rúta kom hins vegar stuttu síðar og komust allir sem vildu í helgarleyfi. Eiríkur Bergmann Einarsson um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til ESB: Davíð talaði fyrir aðild ■ Neikvæð afstaða gegn hefð Sjálfstæðisflokksins ■ Orðfærið annað eftir formannsskiptin Eftir Atla isleifsson atlii@bladid.net „Sjálfstæðisflokkurinn er eini hóf- sami flokkurinn í Evrópu, hægra megin við miðju, sem er andvígur aðild síns lands að Evrópusam- bandinu,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmála- fræði og forstöðumaður Evrópu- fræðaseturs Háskólans á Bifröst. „Jafnvel má halda því fram að nei- kvæð afstaða sumra forystumanna Sjálfstæðisflokksins gangi gegn hefð flokksins. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur ávallt verið mjög alþjóða- sinnaður flokkur og hefur jafnan verið talsmaður þátttöku íslands í tilteknum alþjóðastofnunum, sam- anber NATO og EFTA og svo Evr- ópska efnahagssvæðinu.“ í nýrri bók Eiríks Bergmanns, Opið land - Staða Islands í samfé- lagi þjóðanna, segir að sjálfstæðis- menn hafi talað mjög hlýlega um Evrópusambandsaðild á sínum tíma. I viðtali við Hannes Hólm- stein Gissurarson í bókinni Island Arvet fra Thingvellir frá árinu það vera skoðun sína að hvað sem öðru líður verði stærsta pólitíska verkefni íslendinga á næstu árum hvernig við gætum okkar eigin hagsmuna í breytilegum heimi. ,Við verðum að laga okkur að þeirri staðreynd að meirihlutinn af við- skiptum okkar er við Evrópubanda- lagið; ég hef opinberlega lagt til að við sækjum um aðild.“ Eiríkur segir að í aldamótanefnd Sjálfstæð- isflokksins hafi svipaðri afstöðu verið lýst. Eiríkur segir að einhverra hluta vegna hafi á næstu árum eftir 1990 orðið einhver skil og í aðdrag- anda þingkosninganna árið 1995 kúvendir Sjálfstæðisflokkurinn í afstöðu sinni og mælir gegn þátt- töku í Evrópusambandinu. „Þessi tvö öfl höfðu togast á í Sjálfstæðis- flokknum, það er uppruni flokks- ins í sjálfstæðisbaráttunni og svo hin hliðin sem talar fyrir einstak- lingsfrelsi. Sá þáttur sem talar fyrir sjálfstæðisbaráttu varð þannig ofan á í flokknum.“ Eftir að hafa rætt við Jón Baldvin Hannibalsson, 1990, segir DavíðOdds- son, þáver- andi borg Breytt afstaða Sjalfstæöisflokksins Eirikur segir eitthvað í persónulegum samskiptum Daviðs og Jóns Baldvins hafa haft þessi áhrif. fyrrum formann Alþýðuflokksins, og skoðað þennan feril segist Ei- ríkur hafa séð að það hafi einnig verið eitthvað í persónulegum samskiptum leiðtoga þáverandi ríkisstjórnarflokka, Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins, sem hafði þessi áhrif. „Ef við skoðum ummæli Davíðs frá árinu 1990, þá talar hann eins og sannfærður Evrópusinni. Þá er ákveðið að fara í EES-málið og síðan kemur Jón Baldvin og Alþýðuflokkurinn með þetta útspil að Island eigi að sækja um aðild að ESB. Davíð er látinn taka afstöðu til þessa útspils í be- inni útsendingu þannig að flokkurinn fékk aldrei ráð- rúm til að takast á við málið. Þar var línan tekin.“ Eiríkur segir að eftir því sem á leið Davið talaði áður eins og sannfærður Evrópusinni Eiríkur Bergmann Einarsson dósent í stjórnmálafræði hafi Davíð herst í afstöðunni og að hann lýsi loks Evrópusamband- inu sem „einu ólýðræðislegasta skriffinnskubákni sem menn hafa fundið upp“. „Það er svolítið langt milli þeirrar yfirlýsingar og hinnar frá árinu 1990. Hún gengur gegn fyrri stefnu flokksins þegar kemur að fjölþjóðlegu samstarfi og alger- lega gegn sambærilegum flokkum erlendis," segir Eiríkur. Eiríkur segir stefnu flokksins aðra eftir að Davíð hætti. „Orð- færið er allt annað. Það tekur tíma að losna um Iímið.“ Fermingargjafir fyrir poppara, rappara og rokkara Tama Suuingstar trommusett með statífum og diskum Hljóðfœrahúsið Laugavegi 176 105 Reykjavík auuiu.hljodfaerahusid.is info@hljodfaerahusid.is Sími 591 5340 Fermingartilbod 79.900 kr. Steingrímur J. Sigfússon: Engar þreifingar „Þetta er argasta þvæla og svo fjarri raunveruleikanum sem frekast geturhugsast,” sagði Stein- grímur J. Sigfússon, formaður VG, um þær fullyrðingar sem lesa má á vefsíðu Péturs Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra þingflokks Framsóknarflokks. Þar segir að Steingrímur og Geir H. Haarde hafi hist á einkafundi í vikunni sem leið. Þetta segist síðu- skrifari hafa eftir heimildum sem hann treysti algjörlega. Sagt er að Steingrímur hafi óskað eftir fund- inum en ekki verði fullyrt hvað rætt var á fundinum. „Það fyrsta sem kemur í hugann er að Steingrímur hafi verið að plægja jarðveginn fyrir stjórnarsamstarf að kosningum loknum,” segir Pétur Gunnarsson. „Þetta er háttur spunameistara,” sagði Steingrímur J. Sigfússon. Ekki náðist í Geir H. Haarde í gær. Situr inni í mánuð: Beitti löggur ofbeldi Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur (Héraðsdómi Reykjavík- ur fyrir að ráðast á tvo lögreglu- þjóna er þeir hugðust handtaka hann og slá annan þeirra í andlitið en sparka í öxlina á hinum. Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, þar af eru þrír skilorðsbundnir. Maður- inn neitaði sök og sagði að þvert á móti hefðu lögregluþjónarnir ráðist á sig og slegið sig í andlitið. Þá var tvítug stúlka dæmd til fjögurra mánaða skilorðsbund- innar fangelsisvistar fyrir að hafa sparkað í maga lögreglu- þjóns og reynt að bíta í hönd annars. Játaði hún á sig brotið. Steingrímur J. Sigfússon Alvarlegar ávirðingar á Geir H. Haarde sem er i samstarfi með Framsóknarflokknum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.