blaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 24

blaðið - 27.03.2007, Blaðsíða 24
32 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2007 blaðið íþróttir ithrottir@bladid.net Landsliðs- þjálfari Eng- lendinga í knattspyrnu, Steve McClaren, segist enn studdur aflandsliðsmönn- unum þrátt fyrir jafntefli við fsraela. Breskir miðlar héldu því fram að McClaren og skyttan Wayne Roon- ey hefðu rifist eftir leikinn i Tel Aviv. „Ég er algerlega íoo prósent sann- færður um að leikmennimir em enn á mínu bandi,“ hefur vefmiðill BBC eftir McClaren. „Mér líður eins og þrótturinn sé nægur en leik- menn séu hins vegar ekki ánægðir með árangurinn, þeir hafa ekki unnið leik enda engin mörk skorað." Sagt er að Rooney og McClaren hafi hnýtt hvoríannanf búningsklefanum eftirleikinn.Þeirhafi nú slíðrað vopnin. íþróttafréttamaður BBC Five Live footbaU segist hafa heyrt að þeir félagar hafi talað saman í gær. Þeir einblíni nú á leikinn gegn Andorra á morgun. Englendingar eru þremur stigum á eftir Rússum sem verma annað sætið í E-riðli og fimm stigum á eftir Króötum í fyrsta sæti. Fyrirliðienskaliðsins, John Terry, segist hafa fundið spennuna í búnings- klefanum. Menn hefðutekiðjafnt- eflinu sem ósigri. „Það sem gerðist í búningsklefanum fer ekki lengra.“ Englendingar em heldur stressaðir með þriðja sætið. Frank Lampard viðurkennir að Englendingar gætu þurft að vinna alla þá leiki sem eru efitir í riðlinum til að komast á Evr- ópumótið á næsta ári. „Við verðum að vera raunsæir og sjá að sigur i nær öllum leikjum riðilsins er nauðsynlegur - ef ekki þeim öllum.“ Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Hinn sextán ára Kolbeinn Sigþórs- son er eitt mesta efni Islands í fótbolta. Hann sló í gegn í Evrópu- keppni drengjalandsliða sem fram fór í Portúgal á dögunum þar sem hann skoraði sex mörk og þar af fjögur í einum og sama leiknum. Island er því komið f átta liða úrslit keppninnar sem fram fer í Belgíu í vor. En eiga þeir séns í stóru liðin? „Ekki spurning. Við höfum sýnt að við getum unnið hvaða lið sem er þar sem við unnum Rússland og Portúgal. Við erum hvergi bangnir og vitum að við eigum alltaf mögu- leika,“ sagði Kolbeinn ákveðinn. Hefurðu áður skoraðfernu? „Já já, oft og mörgum sinnum. Bara ekki í svona stórum leik og aldrei með landsliðinu.“ Hver er helsta hetjan í boltanum? „Ég er Arsenal-maður og held mest uppá Thierry Henry. Hann er langflottastur." Stefnirðu á atvinnumennsku? „Já, ég held að það sé málið. Það eru lið á Englandi og í Hollandi sem ég veit að hafa áhuga á mér en ég get ekki talað neitt um það á þessu stigi.“ Zeljko Óskar Sankovic er íþrótta- fræðingur frá Zagreb-háskóla og þjálfari 2. flokks HK í Kópavogi þar sem Kolbeinn æfir. Hann hefur þjálfað stjörnur einsog Zvonomir Bo- ban, Robert Prosinecki og Davor Su- ker og segist þekkja hæfileika þegar hann sjái þá. Zeljko segir engan vafa leika á því að Kolbeinn sé einn efnilegasti ungi leikmaðurinn í allri Skandinavíu, ef ekki sá efnilegasti. „Hann hefur óaðfinnanlegar tímasetningar, góða tækni og les leikinn mjög vel. Hann er fylginn sér, líkamlega sterkur og ekki feim- inn við návfgi. Slík grimmd getur skilað sér vel upp við markið." Zeljko líkir honum við Thierry Henry og segist viss um að hann verði jafn mikil stjarna fyrir Island og Eiður Smári sé nú, haldi hann rétt á spilunum. „Hann verður að æfa vel og fá að blómstra. Hann þyrfti að vera á Is- landi í í til 2 ár í viðbót áður en hann fer út í atvinnumennsku því henni fylgir mikið álag sem getur leitt til meiðsla síðar á ferlinum. Bróðir hans Andri er gott dæmi um það. Því verður Kolbeinn að taka réttar ákvarðanir og þá er ég ekki bara að meina inni á vellinum." Hefur skorað 999 mörk Hinn aldni Brasilíumaður Romario færist nær því takmarki sinu að skora 1.000 mörk á ferlinum. Hann komst í 999 mörk um helgina þegar hann náði að læða inn einu í 3-0 sigri Vasco da Gama á erkifjendunum I Flamengo. Hann fékk reyndar ágætt færi undir lok leiksins, en náði ekki að nýta sér það. Þú kaupir þrjú 38“ MTZ dekk og færð það fjórða frítt. Ftadíal-dekk 4 Sidebiters® til varnar og bætir grip • Gróft snjómynstur • Sterkar 3ja laga hliðar • 6 laga sóli, sérlega sterkur • Nákvæm framleiðsla • Langur endingartími • Standast mjög vel mál. • Leggjast einstaklega vel við úrhleypingu. • Mjög hljóðlát. Vinsælustu 38" dekkin á markaðnum í dag Fjallasport •4x4 specialist ■ Viðarhöfða 6 - Sími 577 4444 Bílar og farartæki BlLAR til sölu Frábær frúarbíll! Fiat Panda árg. 2004, ek. 81 þ. Verð 620 þ. stgr. S. 862 6136. Toyota touring árg 1998 á 490þ (240+lán) Ný smurð.Sk’08.Nýjar bremsur. s:6975363 Tikka T3 Tilboð í cal 6,5x55,243,308 og cal 270 með 4-12x40 Red Head sjónauka, tikka festingar, hörð taska , sjónauki kominn á og grófstilltur. Vesturröst Laugaveg 178 5516770 www.vesturrost.is Sako 85 Tilboð I cal 243,6,5x55 , og 308 með 5-15x50 Elite 3200 Buschnell, optilock festingum , hörð taska, sjónauki komin á og grófstilltur. Verð á pakka kr. 189,000,- 'esturröst Laugaveg 178 551 6770 www.vesturrost.is EFNI (LUNDAHÁFA Sportvörugerðin Skipholt 5 s. 562 8383 www.sportveidi.is 5 ako n

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.