blaðið - 09.05.2007, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007
blaðið
TŒBEMMI
Sextán ára piltur handtekinn
Ungur piltur var handtekinn í Grafarvogi í fyrrinótt eftir
innbrot í fyrirtæki. Þar stal hann meðal annars peninga-
kassa og sígarettum. Pilturinn var stöðvaður skammt frá
vettvangi, en öryggismyndavél náði myndum af innbrot-
inu. Talið er að sömu nótt hafi hann brotist inn í bíl.
FRÉTT FRÁ ASÍ
Gagnrýna fjármálaráðherra
AS( birti enn og aftur frétt á heimasíðu sinni á mánudaginn um
að ójöfnuður hafi aukist á (slandi, sérstaklega frá árinu 1995
vegna aukinna fjármagnstekna þeirra tekjuhærri og breytinga
á skattkerfinu sem koma þeim tekjuhæstu best. Gagnrýnir
sambandið fjármálaráðherra fyrir að halda öðru fram.
REYKUR i ALÞINGI
Vegna viðgerða á þaki
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir
að reykskynjari fór í gang í alþingishúsinu. Þegar á
vettvang var komið var engan eld að sjá og ekki mikinn
reyk. Er talið að viðgerðir á þaki hússins hafi sett
skynjarann af stað, en þar var verið að bræða saman
Hæstiréttur í dag:
Skattsvikamál
stjórnenda FF
Aðalmeðferð í máli sjö
einstaklinga, sem allir voru
stjórnarmenn eða framkvæmda-
stjórar fyrirtækja sem tengjast
Frjálsri fjölmiðlun, hefst fyrir
Hæstarétti í dag. Sakborningar
áfrýjuðu dómum sem voru
kveðnir upp 30. mars 2006 í
Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar
voru þeir dæmdir í 4 til 15 mán-
aða fangelsi, skilorðsbundið í
öllum tilvikum utan eins. Að
auki var sakborningum gert að
greiða sektir upp á 5,5 til tæpra
70 milljóna króna, fyrir brot
gegn lögum um vörsluskatta og
umboðssvik.
Bandaríkin:
Skipulögðu
hryðjuverk
Sex menn hafa verið hand-
teknir fyrir að hafa unnið að
skipulagningu árásar á Fort
Dix-herstöðina í New Jersey-ríki
í Bandaríkjunum með það að
markmiði að drepa eins marga
bandaríska hermenn og mögu-
legt væri. Talsmenn yfirvalda
segja mennina vera íslamska
öfgamenn, fjóra ættaða frá
fyrrum rikjum Júgóslavíu en
hina frá Jórdaníu og Tyrklandi.
Að sögn lögreglu hafði verið
fylgst með þeim um nokkurt
skeið, en þeir voru handteknir
á mánudagskvöld. Þeir mættu
fyrir rétt í gær þar sem þeim var
birt ákæra.
Landspítali-háskólasjúkrahús
Vandirm á eftirað aukast enn meira
Gríðarlegur vandi þar til nýtt sjúkrahús rís
Svör flokkanna rýr Urræða þörf sem fyrst Vandinn mun aukast
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
„Það er áratugur þar til nýtt sjúkra-
hús rís og Landspítalinn er nú þegar
sprunginn. Það verður að finna
bráðabirgðaúrræði sem allra fyrst.“
Þetta segir Friðbjörn Sigurðsson,
formaður læknaráðs Landspítala-há-
skólasjúkrahúss. Hann er óánægður
með svör stjórnmálaflokkanna við
spurningum læknaráðs og hjúkrun-
arráðs spítalans um hvernig þeir vilji
stuðla að lausn á húsnæðisvandanum
þar til nýtt háskólasjúkrahús rís.
„Við lögðum þessa spurningu
fyrir stjórnmálaflokkana. Svörin
eru afar rýr og merkilega lík,“ segir
Friðbjörn.
Sjálfstæðisflokkurinn bendir á
að húsnæði losni á Landspítalalóð
vegna flutnings Blóðbankans á
Snorrabraut og að framkvæmdir
vegna nýbyggingar barna- og ung-
lingageðdeildar séu hafnar. Ekki
liggi fyrir aðrar áætlanir um bráða-
birgðahúsnæði meðan á byggingu
nýs sjúkrahúss standi. Sjálfstæðis-
flokkurinn kveðst hafa skilning á
að á meðan byggingu sjúkrahúss
standi muni aðbúnaður starfs-
manna og sjúklinga ef til vill ekki
vera upp á sitt besta.
Framsóknarflokkurinn bendir
á flutning Blóðbankans og fram-
kvæmdir við barna- og unglinga-
geðdeildina og bætir því við að mik-
ilvægt sé að nýta slík tækifæri eftir
aðstæðum og að endurbætur og úr-
bætur séu eftir þörfum.
Frjálslyndi flokkurinn vill beita
sér fyrir því að óháðir aðilar verði
fengnir til að meta þörf hverrar
rekstrareiningar fyrir húsnæði eins
og starfsemi sjúkrahússins er háttað
í dag. Hluti þeirrar útttektar verði
að meta hvaða rekstur getur verið
landfræðilega fjarri aðalstöðvum.
Samfylkingin styður að þeir
þættir í starfsemi sjúkrahússins sem
verst standa hvað aðstöðu varðar
fái úrbætur eftir því sem kostur
er en að sjálfsögðu setji kostnaður
skorður. Mikilvægast sé að hraða og
forgangsraða byggingu nýja sjúkra-
hússins með tilliti til starfsemi sem
að kreppir.
Islandshreyfingin segir það
virðast einsýnt að leigja þurfi hús-
næði meðan beðið er eftir nýjum
spítala. Flokkurinn hefði viljað
nýta Heilsuverndarstöðina undir
heilbrigðisstarfsemi.
Vinstri grænir segja bráðabirgða-
lausnir alltaf verða kostnaðarsamar.
Aukið samstarf Landspítala-háskóla-
sjúkrahúss og sjúkrahúsanna á
Akranesi, Selfossi og Keflavík með
eftirmeðferð og endurhæfingu komi
til greina til að létta álaginu af Land-
spítalanum. Jafnframt að hluta vand-
ans þurfi að leysa með úrbótum á nú-
verandi húsnæði en þá með tilliti til
nýtingar eftir að hlutverki þess sem
hluta af Landspítala sé lokið.
Afarrýrog
merkilega
líksvör
Friöbjörn Sigurösson,
formaður læknaráðs
Landspitala-háskóla-
sjúkrahúss
Friðbjörn segir ljóst að vandinn
verði gríðarlegur þar til nýtt sjúkra-
hús rís. „Aðalmálið er hvort það sé
ásættanlegt að sjúklingar þurfi að
liggja á göngum legudeilda og bráða-
móttöku. Vandinn á eftir að aukast
enn meira. Það verður fólksfjölgun
og hugsanlega meiri innflutningur
fólks auk þess sem þjóðin eldist
fannig að búast má við veikara fólki.
svörum stjórnmálaflokkanna virð-
ist eins og það eigi að þrauka næsta
áratuginn en spurningin er hvernig
það verður hægt.“
Svör stjórnmálamannanna er
að finna á vef Landspítala-háskóla
sjúkrahúss.
Sérstakur ferðaiðnaður:
100 þúsund að skoða virkjanir
Hátt í 100 þúsund manns heim-
sækja íslensk orku- og veitufyrir-
tæki á ári hverju, einkum virkjanir.
Aðdráttaraflið er nýting endurnýj-
anlegra orkugjafa og þær tæknilegu
lausnir sem þróaðar hafa verið í því
sambandi. Mörg orku- og veitufyr-
irtæki hafa enda lagt áherslu á að
bæta innviði ferðamennsku og úti-
vistar á virkjunarsvæðum og víðar,
segir í frétt frá Samorku, samtökum
orku- og veitufyrirtækja. Þar segir
einnig að allt bendi til þess að mikil
fjölgun sé framundan í þessum
hópi, ekki síst í tengslum við vænt-
anlega opnun Heillisheiðarvirkj-
unar í nágrenni Reykjavíkur. Sumir
þessara gesta eru ekki ferðamenn í
hefðbundnum skilningi, heldur er-
lendir vísinda-, viðskipta- og stjórn-
málamenn sem í mörgum tilfellum
koma hingað til lands gagngert til
að kynna sér nýtingu endurnýjan-
legra orkugjafa.
Eg fœ aldrei nóg!
Ómissandi í Evróvisjónpartýið!
www.ostur.is