blaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 blaðið ísland verði áfram land tækifæranna Þann 12. maí munu um tuttugu þúsund ungmenni eiga þess kost að kjósa til Alþingis í fyrsta sinn. Þessi hópur hefur sem betur fer aldrei kynnst atvinnuleysi af eigin raun og hann þekkir sem betur fer ekki óðaverðbólgu eins og við sem eldri erum munum svo vel. Þetta unga fólk man ekki þá tíð þegar þjóðarbú- skapurinn var að miklu leyti undir þvi kominn hvort loðnugangan fyndist eða hvort samningar um síldarsölu tækjust. Þessi tími er að baki og íslenskt efnahagslíf hvílir á fleiri og öflugri stoðum nú en áður. Gífurlegur árangur Enginn deilir um að gífurlegur ár- angur hefur náðst á undanförnum árum í efnahagsmálum. Horfur eru á að kaupmáttur hafi aukist um 75 prósent frá 1994-2007, hagvöxtur hefur verið um 4,5 prósent á ári að meðaltali frá 1996, atvinnuleysi síð- asta áratuginn hefur verið á bilinu 1-3 prósent, ríkissjóður hefur verið rekinn með meiri afgangi á þessu kjörtímabili en dæmi eru um og er- lendar skuldir ríkissjóðs hafa verið greiddar upp. Tölur um kaupmátt og hagvöxt eru ekki bara tölur á blaði. Hag- vöxtur er verðmætasköpun og verð- mætasköpun er undirstaða velferðar í landinu. Við fslendingar viljum búa í velferðarsamfélagi þar sem þeim sem höllum fæti standa er búið öryggi. Til þess að það sé hægt, þurfum við að búa til verðmæti - vel- ferðin dettur ekki af himnum ofan. Stórsókn í menntamálum Verðmætasköpun er líka undir- staða menntunar í landinu. Stórsókn Umrœðan ísland er orðið land tækifæranna Herdís Þórðardóttir í menntamálum hefur orðið til þess að tækifæri til menntunar blasa við ungu fólk hvarvetna um landið. Árið 1995 voru 3 háskólar starfræktir, nú eru þeir átta. Það er ekki tilviljun að fjöldi háskólanema í landinu hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum. Allt þetta unga fólk sér fram á áhugaverð framtíðarstörf hér á landi. Sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi og komast á fullorðinsár býr við fleiri tækifæri en nokkur önnur kynslóð fslendinga. Við höfum byggt traustan grunn á undanförnum árum og lagt grunninn að frekari framförum. Það er ekki síst ungt fólk sem nýtur góðs af því. f sland er orðið land tækifæranna og nú þurfum við að tryggja að svo verði áfram. Höfindur skipar 4. sæti á lista sjálfstæðis- manna í NV-kjördæmi Æ, þessi Framsóknarflokkur Nú lofa framsóknarmenn 100 þúsund króna skattleysis- mörkum. Skattleysismörk væru 142 þúsund krónur í dag en ekki 90 þúsund ef þau hefðu haldið í við launavísitölu. Nú lofa framsóknarmenn að fella niður stimpilgjöld. Þeir hafa árlega sl. 4 ár hjálpað íhaldinu að svæfa þingmál okkar í Samfylkingunni um niðurfellingu stimpilgjalda. Nú lofa framsóknarmenn að breyta fjölbýlum á dvalar- og hjúkr- unarheimilum í einbýli. Eftir 12 ára valdasetu skilja þeir eftir sig 400 aldraða í brýnni þörf fyrir að fá inni á hjúkrunarheim- ilum og nálægt 1000 manns sem deila þurfa herbergi með óskyldum. Er þeim treystandi? Nú lofa framsóknarmenn að hækka frítekjumark á atvinnu- tekjur lífeyrisþega og setja frítekju- mark á lífeyrisgreiðslur. í haust lögðu þeir til að fyrst á árinu 2009 yrði frítekjumark 17 þúsund krónur á mánuði og á árinu 2010 yrði það 25 þúsund krónur á mánuði. Fyrir þrýsting samtaka aldraðra var gild- istíminn færður fram og 25 þúsund króna frítekjumarki, þó einungis gagnvart atvinnutekjum, komið á um sl. áramót. Er það trúverðugt að nú nokkrum dögum fyrir kosn- ingar lofi framsóknarmenn að hækka frítekjumarkið á atvinnu- tekjur og taka það líka upp gagn- vart lífeyristekjum? Nú lofa framsóknarmenn að lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði. Kjörtímabilið hafa þeir nýtt til að draga úr réttindum til fæðingaror- lofsgreiðslna, m.a. með því að lengja það viðmiðunartímabil launatekna sem fæðingarorlofsgreiðslur mið- ast við. Þannig er fæðingarorlof nú ekki 80 prósent af tekjum heldur rúmlega 70 prósent. Er þeim treyst- andi til að standa við að lengja fæð- ingarorlof í 12 mánuði? Trúverðugt kosningaloforð? Nú lofa framsóknarmenn ókeypis tannvernd til 18 ára aldurs. Tann- heilsa barna er verri hér en á öllum hinum Norðurlöndunum, enda hefur greiðsluþátttaka ríkisins í tannvernd barna minnkað verulega á kjörtímabilinu. Viku fyrir kosn- ingar hleypur heilbrigðisráðherra til og stígur hænufet með því að greiða fyrir eina forvarnarskoðun fyrir 3ja og 12 ára börn. Engin breyt- ing er hjá öðrum aldurshópum. Er kosningaloforðið trúverðugt nú um ókeypis tannvernd allra barna til 18 ára aldurs og að auka niður- greiðslur á tannviðgerðum? Nú lofa framsóknarmenn veru- legum breytingum á barnabótum. Þeir hafa skert barnabætur um 10.5 milljarða á kjörtímabilinu og hafa ekki enn staðið við kosninga- loforðið frá 1999 um barnakortin sem fól í sér greiðslu ótekjutengdra barnabóta til allra barna og ung- menna. Ótekjutengdar barnabætur eru einungis greiddar til 7 ára ald- urs barna nú, tveim kjörtímabilum síðar. Er þessum flokki treystandi til að hækka barnabæturnar? Svíkjum áfram - ekkert stopp Nú lofa framsóknarmenn að afnema tafarlaust takmörkun á íbúðarlán með því að hætta að miða lánveitingar við brunabóta- mat, sem leitt hefur til þess að ungt fólk, einkum á Reykjavíkursvæð- inu, hefur iðulega einungis fengið 50-60 prósent af kaupverði íbúða. Af hverju ættu þeir að gera það á næsta kjörtímabili sem þeir hafa Hænufet „Viku fyrir kosningar hleypur heilbrigðisráðherra til og stígur hænufet með þvíað greiða fyrir eina fon/arnarskoðun fyrir 3ja og 12árabörn.“ Framsóknar- menn hafa skert barnabætur um 10,5 milljarða á kjörtímabilinu Umrœðan Jóhanna Sigurðardóttir ekki gert sl. 12 ár í ríkisstjórn? Nú lofa framsóknarmenn að lækka virðisaukaskatt á lyfjum úr 24,5 prósentum í 7 prósent. Þeir felldu sömu tillögu frá okkur í Samfylkingunni rétt fyrir jólin. Er nokkur ástæða til að ætla annað en þeir muni endurtaka þann leik á næsta kjörtímabili? Stóra spurningin er því þessi: Hvort er líklegra að gangi eftir á næsta kjörtímabili ef ríkisstjórnin heldur velli; „Árangur áfram - ekkert stopp“ eða „Svíkjum áfram - ekkert stopp“? Höfundur er alþingismaður Omar hálendisins Kvótabrasks-kerfi Ómar Ragnarsson hefur skemmt þessari þjóð um nær hálfrar aldar bil við fádæma vinsældir. Til þess að geta séð spaugilegu hliðina á mönnum og málefnum og sýnt okkur hinum hana þannig að við getum ekki annað en hlegið með, þarf að vera hægt að skynja mikla og djúpa alvöru að baki. Enda hefur Ómar sýnt okkur það með hinum starfsferli sínum, í starfi sjónvarpsfréttamannsins, að spaugar- inn flækist ekkert fyrir alvörumann- inum og öfugt. Náttúra landsins í al- þjóðlegu samhengi Það hefur verið sagt að fyrstu myndlistarmenn okkar íslendinga í upphafi aldarinnar sem leið hafi opnað fólkinu í landinu nýja sýn á umhverfi sitt, gert það fært um að koma auga á fegurð þess ofar nyt- semdarsjónarmiðum, skynja það með auga listamannsins fremur en nytjahyggjumannsins, sem fagurt þykir í fjörðum þegar vel veiðist og er ekki í rónni fyrr en hann hefur ræst fram allt votlendi og bylt við móum og mýrum. Ómar Ragnarsson hefur svo aukið nýrri vídd við þá upphöfnu sýn á landiðsemlistamennirnirgáfuokkur með því að flytja öræfin og hálendið heim 1 stofu til okkar gegnum sjón- varpstækin. Hann hefur líka kennt okkur að setjanáttúrulandsins okkar í alþjóðlegt samhengi. Að lokum fór svo að hann varð að varpa af sér kufli fréttamannsins og taka upp beina vörn og sókn fýrir íslenskar náttúru- perlur, gegn þeim sem einskis svífast til að tortíma þeim fyrir lítilfjörlegan stundarávinning álvinnslunnar. Áratugabarátta um friðun Þjórsárvera Ekki eru liðnir nema nokkrir dagar síðan leitt var í ljós að ekki Kjósum því Ómaráþing Umrœðan Ólafur Hannibalsson er einu sinni hægt að fá yfirvöld til að taka af skarið um friðun Þjórsárvera eftir áratugabaráttu náttúruverndarfólks heima og erlendis. Það er með ólíkindum að Landsvirkjun skuli enn halda dauðahaldi í fyrirætlanir sínar um gerð Norðlingaölduveitu í stað þess að setja punkt aftan við þá gömlu deilu. Og meðan framsókn- armenn stýra iðnaðar- og umhverf- isráðuneytum er engu að treysta í þeim efnum. Hálendið er utan við öll kjördæmi og á sér engan laun- aðan málsvara á málþingum þjóð- arinnar. Guðmundur R Ólafsson hefur með myndarlegum hætti tekið máli náttúruperla landsins í bókum sínum. Ómar Ragnarsson hefur gerst málsvari óbyggðanna með einstæðum hætti og flutt mál sitt af fágætri þekkingu og djörfung. Fyrir þann góða málstað hefur hann lagt allt í sölurnar, lfk- amlegt og andlegt þrek sitt og fjár- hagslegt þol. Óbrigðull vörður Nú eiga kjósendur í Reykjavík- suður þess kost að kjósa Ómar á þing, ekki einungis sem fulltrúa höfuðborgarinnar, heldur sem óbrigðulan vörð um höfuðdjásn þjóðarinnar. Atburðir síðustu daga hafa sýnt okkur svart á hvítu, að hvernig svo sem allt veltist um stjórn þessa lands, hægri stjórn eða vinstri tekur við að loknum kosningum, þá þurfa náttúruperlur íslands málsvara á Alþingi. Oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn á umboðs- manni íslenskrar náttúru meðal löggjafa þjóðarinnar. Ómar Ragn- arsson er rétti maðurinn til þess. Kjósum því Ómar á þing! Höfundur er blaðamaður og skipar 2.sæti á lista Islandshreyfingarinnar I Reykjavík norður Fátt bendir til þess að fiskveiði- kerfið verði eitt af þeim mikilvægu atriðum sem kosið verður um á laugardaginn. Það verður að telj- ast furðulegt í ljósi þess að ítrekað hefur komið fram í könnunum að yfir 70 prósent þjóðarinnar eru óánægð með kerfið. Fyrir sfðustu kosningar tókst Frjálslyndum að gera fiskveiðikerfið að heitu kosn- ingamáli ... í óþökk stjórnarflokk- anna. Hið svokallaða færeyska fiskveiðikerfi eða sóknardaga- kerfi varð skyndilega í kastljósinu. En stjórnarliðar lögðust allir á ár- arnar og kvótabrasks-kerfið hélt velli. Atvinnuöryggi í dag eru kvótabrasks-kerfin orðin tvö, því trillur og minni bátar sem áður voru f svoköll- uðu dagróðrakerfi eru núna allir komnir með kvóta. Þetta þýðir f raun að eigendur minni báta sem fyrir nokkrum árum höfðu rétt til veiða í ákveðið marga daga á ári, hafa nú öðlast rétt til að selja óveiddan fiskinn í sjónum líkt og útgerðarmenn í stóra kerfinu gera. Þessu fögnuðu vissulega allir þeir sem fengu kvóta. Því hefur sú brey t- ing orðið á, að margir þeirra sem fyrir nokkrum árum gagnrýndu kerfið harkalega fyrir árangurs- leysi, óréttlæti og mafíóskt skipu- lag, eru í dag hirðmenn þess. Því til viðbótar Ieggja stjórnarflokkarnir það til að skerpt verði á eignarrétt- arákvæðinu á auðlindinni í stjórn- arskrá ... til hagsbóta þeim sem veiðiréttinn hafa f dag. Því skalt þú, kjósandi góður, ekki falla fyrir pólitfsku orðagjálfri, sem aðeins er vinna fyrir lögfræðinga. Það er at- vinnuöryggi fólksins í sjávarbyggð- unum, sem búið er að taka af því, sem þarf að hafa áhyggjur af. Endurnýjun Frjálslyndir hafa í fjögur ár lagt það til að einstaklingum verði gert kleift að hefja útgerð með tveim færarúllum, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Það ógnar sannarlega engum fiskstofnum, heldur opnar það fyrir endunýjun inn í greinina á sanngjarnan og eðlilegan hátt. Þá verður gríðarlega mikið öryggi í því fólgið fyrir íbú- ana sem eftir verða, þegar kvóta- karlarnir í litla kerfinu verða búnir að selja kvótann í burtu og sjálfir fluttir á mölina. Ágæti kjósandi. Ef þú ert einn þeirra sem aðeins finna til sam- kenndar með fbúum sjávarbyggð- anna þegar skipskaðar verða eða snjóflóð falla, þá skaltu bara halda áfram að kjósa kvótaflokkana. Höfundur er fyrrverandi veiðarfærasölumað- ur og I framboði fyrir Frjálslynda flokkinn I Kraganum I dag eru kvótabrasks- kerfin orðin tvö Umrœðan Atli Hermannsson

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.