blaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 12
blaði
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Ritstjóri: Trausti Hafliðason
Fréttastjórar: Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Ritstjórnarfulltrúi: Elín Albertsdóttir
Dýr starfslok
Það er til mikils að vinna á laugardaginn, þ.e.a.s. fyrir þá sem keppa um
að komast inn á Alþingi. í boði er dágott starf á fínum launum með löngu
sumar- og jólafríi. Ekki sakar að eftirlaunin eru þau langbestu sem fyrir-
finnast í landinu, nema ef vera kynni hjá örfáum bankastjórum. í fyrra
greiddu skattgreiðendur fyrrverandi alþingismönnum og ráðherrum 341
milljón króna í eftirlaunagreiðslur. Alls þiggja 225 einstaklingar þessar
greiðslur, 39 fyrrverandi ráðherrar og 186 fyrrverandi alþingismenn. Það
er ekki lítill hópur.
Strípuð laun þingmanna eru nú 517.639 krónur en ráðherra 931.000
krónur. Formenn stjórnmálaflokka fá 50% álag á þingfararkaup og þeir
sem eiga lögheimili úti á landi en halda heimili í Reykjavík fá 40% ofan
á þingfararkaupið. Formenn þingnefnda og formenn þingflokka fá greitt
15% álag á þingfararkaup. Ýmis fríðindi fylgja auk þess starfinu.
Þingmenn og ráðherrar settu sjálfir lög árið 2003 þar sem þeir rýmkuðu
rétt sinn til eftirlauna en við þær breytingar fengu þeir mun betri eftir-
laun en tíðkast í samfélaginu. Þær breytingar gerðu þessi fólki t.d. kleift
að fara mun fyrr á eftirlaun en áður var. Þá geta þeir einnig haldið áfram
að starfa á almennum vinnumarkaði án þess að réttur þeirra til að þiggja
lífeyrisgreiðslur glatist, að því er fram kemur í frétt Blaðsins í gær.
Aðrir hópar samfélagsins þurfa að sætta sig við tekjuskerðingu og líf-
eyrisgreiðslur sem ekki er hægt að framfleyta sér á. Gylfi Arnbjörnsson,
framkvæmdastjóri Alþýðusambands íslands, sagði i fréttinni að eftir-
launalögin væru ekki einungis ósanngjörn heldur ósiðleg. Jóhanna Sigurð-
ardóttir lagði fram breytingartillögu á eftirlaunalögunum á síðasta þingi,
en sú tillaga fékk ekki brautargengi. Flún vill láta taka lögin til heildarend-
urskoðunar. „Það er ótækt að bjóða landsmönnum upp á að þingmenn
geti verið á fullum launum hjá hinu opinbera eftir að þeir ljúka störfum en
samt þegið fullan lífeyri. Ég tel málið það alvarlegt og það mikið réttlætis-
mál að það eigi að láta á það reyna hvort ekki sé hægt að samþykkja lög um
að hafa þetta afturvirkt. Þá verður bara að reyna á þetta fyrir dómstólum.
Það eru fordæmismál fyrir því,“ sagði Jóhanna í viðtali við Blaðið.
Þá kom fram í Blaðinu á laugardag að 16 þingmenn hverfi frá störfum
við kosningarnar nú. Sumir hafa fallið út í próflcjörum en aðrir kosið að
hætta að eigin ósk. Ríkissjóður mun greiða þessu fólki biðlaun upp á að
minnsta kosti 42 milljónir. Búast má við, samkvæmt skoðanakönnunum,
að nokkrir einstaklingar til viðbótar missi vinnu sína á þingi á laugar-
dag og bætast þá nokkrar milljónir í biðlaun við þá upphæð sem áður er
nefnd.
Nú þurfa þingmenn og ráðherrar að leggja störf sín undanfarin fjögur
ár í dóm kjósenda. Það verður áhugavert að fylgjast með spurningum,
svörum, loforðum og fögrum fyrirheitum á lokasprettinum. Þau loforð
verða rifjuð upp að fjórum árum liðnum.
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á a uglýsingadeild: 5103711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Norm-X
Heitir pottar
íslensk framleiósla
Heimasíðan okkar er
www.normx.is
Norm-X Auöbrekku 6 Kópavogi Sími 565-8899
www.normx.is normx@normx.is
Snorralaug 2000 L
Norm-X hefur frá 1982 sérhæft sig T framleiðslu heitra
potta sem henta íslenskum aðstæðum einstaklega vel.
Við bjóðum einnig allan tengibúnað, nudd
og Ijósabúnað og tvær gerðir af lokum.
Samstarfsaðili okkar á Akureyri er Tjalda- og
Seglaþjönustan ehf. sími 461-5077
Grettislaug 1500 L Setlaug 2050 L Setlaug 1200 L
með legubekk
12 MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 blaöiö
Ný þjóðfélagssýn?
Kosið verður til Alþingis eftir 3
daga. Margir kjósendur láta sér í
léttu rúmi liggja hvað og hvernig nið-
urstöður kosninganna verða. Ef til
vill vegna þess að átakalínur stjórn-
málanna eru ekki eins áberandi
og áður. Það er helst að fólk nefni
að kosningaúrslit skipti ekki máli.
Alltaf sitji Framsókn í ríkisstjórn.
Þannig hefur það verið allt of lengi.
Af viðtölum við kjósendur greini
ég helst þá meginlínu að kjósendur
vilja losna við Framsóknarflokkinn
úr ríkisstjórn. Sjálfsagt ómaklegt
að láta reiði vegna spillingar og
afglapa ríkisstjórnarinnar bitna á
Framsóknarflokknum einum. Sjálf-
stæðisflokkurinn ber ekki minni
ábyrgð. Sameiginlegabera Framsókn-
arflokkurinn og Sjálfstæðisflokkur-
inn ábyrgð á því að standa vörð um
að viðhalda lágtekjuskatti með því
að neita að hækka skattleysismörk
í samræmi við þróun kaupgjalds
og verðlags í landinu. Sameiginlega
bera ríkisstjórnarflokkarnir ábyrgð
á velferðarhallanum sem veldur því
að hópar öryrkja og ellilífeyrisþega
geta ekki búið við mannsæmandi
lffskjör. Sumir eiga jafnvel ekki fyrir
mat út mánuðinn. Opinber útgjöld
aukast sem aldrei fyrr en meirihluti
aukningarinnar rennur í hítina en
minnihlutinn til velferðar. Með
sama áframhaldi stefnir i að opinber
útgjöld nemi helmingi þjóðartekna
í lok næsta kjörtímabils. Sjálfstæðis-
flokkurinn á met í hækkun skatta í
OECD-ríkjunum sé miðað við tíma-
bilið frá því að flokkurinn tók við
ríkisfjármálunum til dagsins í dag.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig
hækkað skatta, aukið ríkisútgjöld,
fjölgað ríkisstarfsmönnum úr hófi
á valdaferli sínum. Frjálslynt fólk á
Klippt & skorið
að refsa Sjálfstæðisflokknum fyrir
að hafa brugðist loforðum sínum
um samdrátt í ríkisrekstri og minni
skattheimtu. Þá á að refsa Sjálfstæð-
isflokknum fyrir að hafa staðið að
eftirlaunalögum alþingismanna og
neitað að breyta. Þau lög verður að
afnema.
Frjálslyndi hluti Sjálfstæðisflokks-
ins taldi sér ekki lengur fært að
Jón Magnússon
vera í flokknum þegar fyrir lá að
þeir sem héldu um valdataumana
mundu helst ganga erinda forrétt-
indahópanna í þjóðfélaginu í stað
þess að gæta almannahagsmuna.
Einkavinavæðing og haftastefna í
atvinnumálum með kvótasetningu í
fiskveiðum og landbúnaði var aftur-
hvarf til sósíalískrar hugmyndafræði.
I stað þess mátti láta markaðinn
leysa vandamál takmarkaðra gæða
með því að verðleggja þau. Það gerði
Sjálfstæðisflokkurinn ekki, hann gaf
þau vildarvinum sínum og samstarfs-
flokksins. Því verður að breyta og
frjálslynt fólk hefur ærinn starfa eftir
kosningar við að koma á eðlilegum
viðmiðunum markaðsþjóðfélagsins
á ýmsum sviðum eftir langan valda-
feril Sjálfstæðisflokksins.
Við þessar kosningar örlar ekki
á nýrri þjóðfélagssýn eða langtíma-
markmiðssetningu stjórnarflokk-
anna. Eina loforðið þeirra er að
halda áfram á sömu braut. Hvað
þýðir það? Aukin skuldsetning heim-
ilanna í landinu? Aukinn velferðar-
halli gagnvart öldruðum, öryrkjum
og láglaunafólki? Meiri og fleiri
vinargreiðar? Aukin skattheimta?
Aukin ríkisútgjöld? Öllu þessu eru
stjórnarflokkarnir að lofa eða hóta
kjósendum með því að segjast ætla
að halda áfram á sömu braut. Vel-
megun og framþróun í viðskiptum
er ekki vegna stjórnarstefnunnar
þó að stjórnarflokkarnir þakki sér
það heldur þrátt fyrir hana en það á
einna helst að þakka þeim fyrir að
hafa ekki þvælst fyrir á því sviði.
Spurning er hvort þjóðin geti ekki
hugsað sér aðra framtíðarsýn næsta
kjörtímabil. I fyrsta lagi að okrinu á
ney tendum verði hætt. Fólk geti keypt
nauðsynjar fyrir sama verð og fólk í
nágrannalöndunum. I öðru lagi að
lágtekjuskatturinn verði afnuminn
með því að hækka skattleysismörk
í 150 þúsund. I þriðja lagi að íslend-
ingar gæti að tungu sinni, menningu
og þjóðlegum gildum með því að
stjórna því hverjir koma til landsins,
hvenær og með hvaða skilyrðum. I
fjórða lagi að umgjörð velferðar verði
með þeim hætti að þeir sem hennar
njóta og eiga að njóta búi við mann-
sæmandi lífskjör. í fimmta lagi að
allir borgarar séu jafnir gagnvart nýt-
ingu náttúruauðlinda, hvort heldur
er um að ræða fiskinn í sjónum, orku
fallvatnanna eða hollustu vatnsins.
Það þarf frjálslynda umbótastjórn til
að ná þessum markmiðum.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður
Það er ekki aðeins
stjórnarandstaðan
sem kveinkar sér við
skyndilega og gríðarlega gjaf-
og styrktarmildi ríkisstjórnar-
innar þessa síðustu og verstu.
( bloggheimum sýnist sitt hverjum um hvert
útspilið á fætur öðru. f gær var tilkynnt um
lóð til handa Listaháskólanum sem lengi hefur
verið beðið og skömmu síðar barst fjölmiðlum
tilkynning um 30 milljónir króna til handa Hvala-
safninu á Húsavík. Þó vafalítið megi finna ærnar
ástæður fyrir styrkveitingum á ýmsa bóga setja
ýmsir siðferðileg spurningarmerki við slíkt svo
stuttu fyrir kosningar. Ekki síst þar sem næsta
ríkisstjórn mun þurfa að standa skil á loforðum
dagsins í dag og sú stjórn er orðin nokkuð skuld-
settnúþegar.
Ekkert þarf
að fjölyrða
um verð-
lagninguhérlendisá
vörum og þjónustu
sem er i hærri kantinum ef ekki hæsta kant-
inum. Undarlegt þykir gárungum hvað verð á
notuðum bílum er hátt þrátt fyrir ofgnótt slíkra
bíla á markaðnum í kjölfar mesta bílainnflutn-
ings landans nú síðustu árin. Er nú svo komið
að ekki er óalgengt að viðmiðunarverð þau er
Bílgreinasambandið tekur saman til að auð-
velda kaupendum samanburð eru tvö til fjögur
hundruð þúsundum undir ásettu verði notaðra
bíla á bílasölum. Ekki er þó gert ráð fyrir að fólk
prútti bílana mikið niður heldur eru ásett verð
jafnan rétt vegna ýmissa aukahluta sem listi Bíl-
greinasambandsins nærekkiyfir.
Sjóvá slær því
upp í stórri
heilsíðuauglýs-
ingu að félagið sé hástökkvari ársins í nýbirtri
vinnumarkaðskönnun VR. Má þarsjá fríðan hóp
starfsmanna veifa brosandi til lesandans og allir
njóta þeir þess góða anda sem þar er. Segir að
fyrirtækið taki stolt við viðurkenningunni sem
hástökkvari þessa árs og stefnt sé að því að efla
liðsanda og líðan starfsmanna enn frekar. Sann-
arlega er tilefni til því sé könnunin skoðuð í heild
sinni reynist Sjóvá aðeins vera rétt fyrir ofan
meðallag meðal stærstu fyrirtækja landsins og
því erframsetningin nokkuð villandi. Vissulega
hástökkvari ársins sem þó þýðir ekki annað en
að fyrirtækið var nokkuð fyrir neðan meðallag
íkönnun ársins þará undan.
albert@bladid.net