blaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007
blaðið
UTAN ÚR HEIMI
KAMERÚN *
Svarti kassinn fundinn
Björgunarmenn í Kamerún segjast hafa fundið svarta
kassa kenísku flugvélarinnar sem hrapaði i mýrlendi
suður af Douala í Kamerún á laugardaginn. Vonast
er til að upplýsingar úr kassanum varpi Ijósi á tildrög
slyssins, par sem 114 manns af 23 þjóðernum fórust.
Segjast hafa sprengt olíuleiðslur
Uppreisnarmenn segjast hafa sprengt þrjár
stórar olíuleiðslur í suðurhluta Nígeríu. Hóþurinn
þerst fyrir aðskilnaði landsvæðis í Nígeríu sem
auðugt er af olíu og hefur áður gert árásir á olíu-
vinnslustöðvar og rænt erlendum verkamönnum.
RÚSSLAND
Saka Rússa og Kínverja um brot
Amnesty International saka Kínverja og Rússa um
brot á vopnasölubanni Sameinuðu þjóðanna með
því að hafa séð Janjaweed-vígasveitunum í Darfúr-
héraði í Súdan fyrir vopnum. Kínversk og rússnesk
stjórnvöld hafa hafnað ásökunum Amnesty.
Tímamot á Norður-Irlandi
ý heimastjórn tekur við völdum
■ Noröur-írar flýja fjötra fortíöar ■ Fornir fjendur vinna saman
Ný heimastjórn á Norður írlandi
McGuinness, Ahern, Blair, Peter Hain
og Paisley fögnuðu tímamótunum.
KÍ7 j i ]
|J|.
Eftir Atla isleifsson
atlii@bladid.net
Ný heimastjórn tók við völdum
á Norður-írlandi þegar nýir ráð-
herrar sóru embættiseið í Storm-
ont-kastala í höfuðborginni
Belfast í gær. Tony Blair, forsæt-
isráðherra Bretlands, og Bertie
Ahern, forsætisráðherra írlands,
voru báðir viðstaddir athöfnina,
en með nýrri heimastjórn er bupd-
inn endi á fimm ára beina stjórn
breskra stjórnvalda á Norður-Ir-
landi. Blair sagði tímamótin veita
Norður-írum tækifæri til að flýja
fjötra fortíðar og skrifa nýjan
kafla í sögu sinni.
Fjórum flokkum tókst fyrr á
árinu að ná samkomulagi um
samstarf í kjölfar kosninga í
landinu, tveir sambandssinn-
aðir flokkar og tveir flokkar sem
vilja aðskilnað frá Bretlandi. Ný
heimastjórn er undir forsæti Ian
Paisley, leiðtoga DUP, en Martin
McGuinness, framámaður innan
Sinn Fein, mun gegna embætti
aðstoðarforsætisráðherra. Paisley
fagnaði tímamótunum sem hann
sagði vera upphafið að bata og var-
anlegum friði á Norður-Irlandi.
„Ég fagna því sem við höfum heitið
í dag og sem verður grunnur sem
við munum halda áfram að byggja
á.“
SJONA RHOLL
Gleraugnaverslun
565-5970
Reykavíkurvegur 22
220 Hafnarfirði
Nýjar umgjarðir
Ný hönnun glerja !
www.sjonarholl.is
McGuinness sagðist óska Paisley
alls hins besta, nú þegar þeir standa
frammi fyrir mest spennandi og
stærstu áskorun sinni til þessa.
„Við verðum að sigrast á þeim erfið-
leikum sem við stöndum frammi
fyrir til að geta náð markmiðum
okkar og gripið þau tækifæri sem
nú fyrst gefast.“ Bæði McGuinness
og Paisley sögðust vera sannfærðir
um að þeim myndi takast að vinna
vel saman í nýrri stjórn.
Hópur mótmælenda kom saman
við Stormont-kastala til að mót-
mæla stríðsrekstri Breta í Irak og
tókst lögreglu að fjarlægja fólkið
þegar það lagðist á jörðina og
gerði tilraun til að koma í veg fyrir
að Blair kæmist leiðar sinnar.
Tilkynnt var um myndun heima-
stjórnarinnar á sögulegum fundi
í Belfast í lok marsmánaðar. Þar
sátu þeir Paisley og Gerry Adams,
leiðtogi Sinn Fein, hlið við hlið og
kynntu samkomulagið, en Paisley
hafði lengi neitað að eiga fundi með
fulltrúum Sinn Fein vegna tengsla
þeirra við Irska lýðveldisherinn,
IRA. Paisley sagði markmiðið hafa
verið að færa Norður-írum völdin
aftur í hendur, með þeim hætti
að hægt væri að gera raunveru-
legar og mikilvægar umbætur í
þjóðfélaginu fyrir alla þá sem búa
í þessum hluta Stóra-Bretlands.
Flokkur Paisley, DUP, hefur talað
fyrir þvi að vera áfram undir
bresku krúnunni, en Sinn Fein
fyrir sameinuðu írlandi.
Hinn ríflega áttræði Paisley hefur
tekið virkan þátt í stjórnmálum
á Norður-Irlandi í rúma hálfa öld,
en fram að fundinum í mars hafði
hann neitað að eiga í samskiptum
við Sinn Fein. Jafnvel eftir friðar-
samkomulagið árið 1998 og á friðar-
tímum síðustu ára hafði hann ekki
getað hugsað sér að heilsa upp á eða
funda með Gerry Adams, leiðtoga
Sinn Fein. Með friðarsamkomu-
laginu árið 1998 var bundinn endi
á rúmlega þrjátíu ára óróatíma á
Norður-Irlandi sem kostaði rúm-
lega 3.600 mannslíf.
Umhverfisvæn símaskrá
Símaskráin árið 2007 er komin
út. Hún er gefin út af Já og er í
fyrsta sinn með norræna umhverf-
ismerkinu Svaninum. Skráin
er umhverfisvæn og pappírinn
sem notaður er í hana kemur úr
sjálfbærum skógum. Skráin er
hálfu kílói léttari en venjulega
og henni fylgir stækkunargler
fyrir þá sem þykir letrið of smátt.
Forsíðuna prýðir myndverk
eftir Kristin Gunnar Atlason. Já
hefur gert samstarfssamning
við Skógræktarfélag Islands þess
efnis að árlega verði plantað jafn
mörgum trjám og felld eru við
gerð símaskrárinnar.
Samkvæmt könnun Capacent
Gallup frá því í september 2006
nota tæplega 90% landsmanna
ennþá gömlu góðu símaskrána.
Fyrsta eintakið. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæm-
dastjóri Já, afhendir Magnúsi Jóhannessyni, formanni
Skógræktarfélags Islands, fyrsta eintakið af Símaskránni 2007