blaðið - 22.05.2007, Page 11
blaðið
ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2007 11
Verðbréfasala 1 Bretlandi:
Landsbankinn
næststærstur
Landsbankinn hefur gert rúm-
lega 7,5 milljarða króna tilboð í
allt hlutafé breska verðbréfaíyrir-
tækisins og íjárfestingarbankans
Bridgewell. 10 prósent kaupverðs
verða greidd með reiðufé, en 90
prósent með nýju hlutafé. Starf-
semi bankanna verður sameinuð
undir nafninu Landsbanki Secu-
rities UK og verður bankinn næst-
umfangsmesti miðlari verðbréfa
á breskum hlutabréfamarkaði.
Sól ehf. stækkar:
Kaupir
Emmessís
Undirritað hefur verið
samkomulag milli Auðhumlu
svf., móðurfélags Mjólkursam-
sölunnar, og Sólar ehf. um kaup
þess síðarnefnda á Emmessís hf.
Samkomulagið er undirritað með
fyrirvara um áreiðanleikakönnun
og er kaupverðið trúnaðarmál.
Emmessis varð til sem dótturfé-
lag Mjólkursamsölunnar árið
1960 og framleiðir nú um 120
vörur, aðallega ís og önnur frosin
matvæli. Snorri Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Sólar, fagnar
kaupunum. „Vörurnar eru fram-
leiddar úr hreinum, íslenskum
landbúnaðarafurðum sem eiga
góða samleið með þeirri vöru
sem Sól framleiðir í dag,“ segir
Snorri, en hingað til hefur Sól ehf.
einungis framleitt ávaxtasafa.
Reykjanesbraut:
Hálka veldur
slysum
Þrjú umferðarslys urðu á Reyja-
nesbraut í fyrrinótt sem rekja
má til hálku. Um hálfþrjúleytið
rákust saman rúta og fólksbíll
á Reykjanesbraut er billinn
reyndi að taka fram úr rútunni.
Báðar bifreiðarnar lentu utan
vegar og slasaðist þrennt, en
ekki alvarlega að því er talið er.
Níu mínútum seinna var ekið út
af Grindavíkurvegi og ökumað-
urinn hlaut áverka á höfði. Var
hann fluttur á spítala en er ekki
talinn alvarlega slasaður. Klukk-
an rúmlega fimm valt svo bíll á
Reykjanesbraut og hlaut ökumað-
urinn minniháttar ákverka. Allir
bílarnir skemmdust töluvert.
Hótel Akureyri rifiö:
Loka fyrir glugga stéttarfélaga
Rífa á Hótel Akureyri og byggja
stærra húsnæði á lóðinni sem mun
leggjast upp að vesturhlið Skipagötu
14 og loka þannig fyrir glugga sem
eru á hliðinni. Ekki eru allir sáttir
við þessa ákvörðun skipulagsráðs
bæjarins.
„Framkvæmdaaðilar og bæjaryfir-
völd hafa ekki staðið sig í að kynna
þetta fyrir okkur og við teljum hug-
myndina mjög hæpna. Þau hafa
verið að vitna í einhver gömul leyfi
sem við könnumst ekki við,“ segir
Björn Snæbjörnsson, formaður
Einingar-Iðju sem er til húsa að
Skipagötu 14 eins og ýmis önnur
stéttarfélög.
Jón Ingi Cæsarsson, formaður
skipulagsnefndar Akureyrarbæjar,
segir deiliskipulagið gamalt og
að eigendur Skipagötu 14 hafi átt
að vita af því. „Menn eru kannski
búnir að gleyma því, en það var
alltaf gert ráð fyrir að byggt yrði við
þessa hlið. Málið er þó enn í auglýs-
ingaferli og ekki búið að taka endan-
legar ákvarðanir um húsnæðið.“
Hótel Akureyri Rífa á húsið enda
gamalt og illa farið. Stærra hús
verður byggt sem leggst upp að
vesturhlið Skipagötu 14.
HÁSKÓLINN Á AKUREYRl
B.Sc. í VIÐSKIPTAFRÆÐI
í vióskiptafræói við Háskólann á Akureyri er lögð áhersla á aó mennta nemendur til
stjórnunarstarfa, m.a. meó þjálfun í faglegum vinnubrögðum viö stefnumótun,
ákvaröanatöku og stjórnun. Samhliða eru nemendur þjálfaðir í fræðilegum vinnubrögðum
sem nýtast í framhaldsnámi. í grunninn fá allir nemendur sambærilega menntun á sviði
viðskiptafræða, en geta að auki valið að leggja áherslu á eitt af eftirtöldum sviðum:
FERÐAÞJÓNUSTA MARKAÐSFRÆÐI
FJÁRMÁL STJÓRNUN
í boði er bæði staðarnám og fjarnám
Námskrár, kynningarefni og umsóknareyðublöð eru á www.unak.is
Spennandi valkostur
• Persónulegt umhverfi - góð tengsl milli nemenda og kennara.
• Sveigjanleiki - nemendur geta valið um að stunda staðnám eða fjarnám
• Ahugaverð blanda af tengslum við atvinnulíf og fræðilegri umfjöllun
„Ég er mjög ánægöur með viðskiptafræðinámið við Háskófann á Akureyri. Ég tel þetta vera
gott nám þar sem maður fær góðan grunn fyrir framtíðina, hvað svo sem hún ber í skauti
sér. Mér finnst námsálagið passlegt og fögin við hæfi og get mælt með þessu námi."
Einar Hafliðason
2. ár í stjórnun
UMSÓKNARFRESTUR
ERTIL5. JÚNÍ2007
HÁSKÓLINN Á AKUREYRI • v/Norðurslóð • 600 Akureyri • Sími: 460 8000 • www.unak.is