blaðið - 22.05.2007, Qupperneq 26
blaðið
Hönnun til sýnis
Orðlaus mælir eindregið með því að kíkja á hönnunarsýninguna Magma/Kvika
sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Þar kennir ýmissa grasa og allt það nýj-
asta í íslenskri hönnun er til sýnis á safninu.
Staðhættir Kjallaraíbúð á Sólvallagötunni. Hátt er til
lofts og vítt til veggja I íbúðinni og stór garður í kringum
húsið sem íbúarnir nota mikið þegar veðrið er gott.
»Vegvísir að heimili mínu
Hvenær er hentugast að ferðast Á
vorin þegar ferðamannastraumurinn er
ekki byrjaður og allt er ferskt.
Matur og menning Þegar eldað er þá er það
gert stórmannlega og af mikilli ástríðu. Oftast
verður fyrir valinu góður fiskur eða gott lamba
kjöt og þá er nostrað í eldamennskunni.
A tónleikaferðalagi
,Um helgina spilaði ég á nokkrum
tónleikum," segir Sólrún Sumar-
liðadóttir í hljómsveitinni Amiinu.
,Á föstudaginn spiluðum við
í Brighton og á laugardaginn
spiluðum við í Brussel. Pað er
bara búið að vera frábært hjá
okkur, rosalega gaman og góð
stemning. Á sunnudaginn vorum
við í Hanover og fengum smá frí,
fórum út að borða og svoleiðis
en svo erum við á leiðinni til Berl-
ínar. Annars höfum við ekkert
náð að slappa af neitt almenni-
lega, allavega ekki um helgina.
Það er nóg að gera hjá okkur
en við komum heim á miðviku-
daginn. Hérna heima tekur svo
við plötuútgáfa, en platan okkar
kemur út þann 11. júní og við
ætlum að haldatónleika þann 14.
júní hérna heirna."
Dýralíf Engin dýr búa I íbúðinni nema þá
kannski heimilisfólkið sjálft.
Hulda Helgadóttir er hönnuður og hún býr á Sólvallagötunni í gömlu skipstjórahúsi sem byggt var á þriðja áratug síðustu aldar. Hulda lærði conceptual
hönnun í Hollandi og sýnir tvö verk sín á hönnunarsýningunni Magma/Kvika sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum.
[ verkum sínum leggur Hulda áherslu á hugmyndina og hvernig hún þróast í vinnuferlinu og sem dæmi um verk hennar má nefna borð sem stendur á
vélmenna-hestafótum og skartgripir sem tákna eðli kattarins.
Heimili Huldu ber þess merki að þar býr skapandi manneskja og hlutina inn á heimilið sitt velur Hulda af kostgæfni. Hiutina finnur hún víða, meðal
annars í ieikfangaverslunum, á mörkuðum eða í foreldrahúsum og hver hlutur á sína sögu. Þessa dagana er útvarpið sem Hulda keypti í Tiger í miklu
uppáhaldi en það er útvarp í formi eyðieyju þar sem eini ábúandinn er lítill hundur.
Saknar Baktusar
,Þetta var reyndar svolítið skrýtin
helgi, af því að þetta var fyrsta
helgin þar sem ekki var Karíus
og Baktus-sýning í langan tíma,“
segir Guðjón Davíð Karlsson
leikari. „Ég var mjög annars hugar
alla helgina, mér fannst eins og
ég væri að skrópa af því að sýn-
ingin er búin að vera svo fastur
partur af lífinu í vetur. En svo fór
ég í afmælisveislu á föstudaginn
sem var rosa stuð, fullt af fólki,
skemmtilegt frændfólk að hittast
og svoleiðis. Á laugardagskvöldið
heimsótti ég vini í rólegheitunum
og var svo bara að reyna að safna
orku fyrir næstu törn sem byrjar á
morgun, en ég er að fara að æfa
Óvita eftir Guðrúnu Helgadóttur
fyrir norðan. Það verður fyrsta
frumsýning haustsins, 15 börn
að leika og mikið tilstand. En
þetta var góð helgi, þó ég hafi nú
saknað Baktusar en hann kemur
einhvern tímann aftur, en ég er
allavega búinn að vera duglegur
að bursta tennurnar.
Vert að sjá Sófinn í stofunni er mjög fallegur og vert að skoða hann sökum þess hver-
su lítill hann er. Sófann fann húsráðandi í húsgagnaverslun sem selur gömul húsgögn
en það sem heiliaði við hann var fallega bleika áklæðið með kögrinu og sú staðreynd að
hann var nógu lítill til að komast auðveldlega niður þröngar kjallaratröppurnar.
Samfélag og menning (íbúðinni búa þrjár manneskjur og
menninguna sem ríkir á heimilinu má flokka sem ákveðna jaðar-
menningu þar sem mikið er spáð í tísku og nýstárlega hönnun.
Hvað þarf að hafa með Exótískir ávextir eru
alltaf vinsælir og gestum sem koma með allskon
ar girnilega ávexti með sér er vel tekið.
Siðir og venjur Eldhússpjall er mjög vin-
sælt á heimilinu og á sér stað nánast dag-
lega enda er eldhúsið hjarta íbúðarinnar.
Hættur Það er mikið af smáhlutum í íbúðinni og þeir sem
koma í heimsókn eiga það til að festast í að skoða þá þannig að
best er að vera ekki mjög tímabundinn þegar litið er við.
Heilsa íbúðin er orðin svolítið hrukkótt enda hefur hún verið máluð aftur og aftur,
hrukkurnar á veggjum eru vegna veggfóðurs sem er undir mörgum lögum af máln-
ingu. Þrátt fyrir hrukkurnar er íbúðin falleg og með mikinn sjarma.
Hvort sem þig vantar vasavél eöa vél í fullri stærð,
Þá eigum viö réttu verðlaunavélina handa þér!
Sjá nánar á www.ljosmyndavorur.is
; CjÁ rÁ-,rÁ
Æ&m'iwkJ wm'
■¥ * *•
* IUHCWH9I **
PHOIO * rtflfWS ..
-r ttVMDS
7IPA
fCHVCAI IMAEÍ PRItt ASSBCIATIQN
2007
fUJIIILM FllllPll lití
Meiriháttar vélar,
frábært verð.
INEPIX
KjOL> S3shoke
Reducf/on
FUJ.FILIVI
. vii:i'im|TiTTT^ húyhí
Skipholti 31, sími 568-0450 Ij'osmyndavorur.is MYwmm