blaðið


blaðið - 22.05.2007, Qupperneq 29

blaðið - 22.05.2007, Qupperneq 29
\ Keira Knightley hefur þurft að berjast gegn sögusögnum að undanförnu um að hún þjáist af átröskun. Keira þvertekur fyrir alit t-. * saman og segir að grannan líkama sinn megi hún þakka því að hún borði hollan mat og hreyfi sig. Hún vilji ekki borða óhollan mat og henni finnst nauðsynlegt að vera í góðu formi. Hins vegar væri hún alveg til í að vera íturvaxnari og myndi glöð vilja vera .4 •'' ■ , eins vaxin og leikkonan úr Matrix, Monica Bellucci, en maður geti víst ekki fengið allt og hún sé grönn að eðlisfari. HÉGÓMINN... Halda sambandi Það hefur tekið Jennifer Aniston langan tíma að jafna sig á skilnaðinum við Brad Pitt og ekki varð það skárra þegar Jolie greindi frá því í viðtali að Shiloh, dóttir þeirra Pitts, hefði komið undir áður en leikarinn var skilinn við Aniston. Aniston segir hins vegar nýlega frá því í viðtali að það skipti hana engu máli. „Að mínu mati vorum við skilin um leið og Brad flutti út. Það kemur mér ekki við hvað gerðist í lífi hans eftir það.“ Aniston heldur enn sambandi við fyrrverandi tengdamóður sína þrátt fyrir að það fari töluvert fyrir brjóstið á Pitt, þar sem móðir hans hefur ekki enn bundist Jolie sterkum böndum. Leikarinn ku vera hræddur urri að þessi samskiþti komi í veg fyrir almennileg samskiþti móður sinnar og Jolie. Hegðar sér vel Kate Middleton, fyrrum kærasta Vilhjálms prins, ætlar sér ekki að hagn- ast á sambandi sínu við prinsinn og hefur ekki áhuga á því að vera frekar í sviðsljósinu nú þegar sambandið er runnið út í sandinn. Hún hafnaði tilboði uþþ á 130 milljónir fyrir að koma fram í þætti á MTV-sjónvarpsstöðinni sem gengur undir nafninu I am a Celebrity Get Me Out of Here. Ástæðuna fyrir þessu telja sumir vera þá að hún hafi gefið Vilhjálmi loforð þess efnis að hún héldi sig frá sviðsljósinu, á meðan aðrir telja að hún vilji ekki eyðileggja möguleika sína á því að þau byrji aftur saman. Það þykir ekki ólíklegt að Kate vilji taka aftur saman við prinsinn og þykir hún haga sínum málum fullkomlega ef af því verður. Ný mynd með Jfuliu Roberts Leikkonan Julia Roberts sem hefur dregið sig í hlé frá kvikmyndaleik undanfarin ár hefur nú ákveðið að taka að sér hlutverk Joan Root, sem var bresk heimildarmyndagerðarkona sem var skotin til bana í Afríku á síðasta ári. Þetta tilkynnti Roberts á kvikmyndahátíðinni í Cannes en hún mun einnig fram- leiða myndina og hefjast tökur í byrjun næsta árs. Stjörnurnar í Cannes Það er óhætt að segja að glatt sé á hjalla á kvikmyndahátíðinni í Cannes en þar verður ekki þverfótað fyrir stórstjörnum um þessar mundir. Kvikmyndahátíðin stendur yfir dagana 16. til 27. maí og er allt þotuliðið frá Hollywood þar samankomið ásamt flestum þeim sem eitthvað eru í kvikmyndabransanum. Brad Pitt og Angelina Jolie Hjónakornin við komuna til Cannes, en þau kynntu myndina A Mighty Heart sem kvikmyndafyrirtæki Pitts framleiðir og Jolie leikur aðalhlut- verkið í. Mischa Barton Leikkonan er i Cannes og sést hér með vinkonu sinni, fyrirsætunni Lily Cole, á leiðinni i gieðskap. Helen Mirren Á leið á frumsýningu myndarinnar Chacun Son Cinema. **ennt*% Almennar bóklegar greinar eru hluti af námi á öllum brautum skólans. Allt almenna námið er matshæft á milli skóla eftir því sem við á. Einnig er hægt að stunda nám í almennum greinum í eina til fjórar annir. Þeir nemendur sem lokið hafa eða stunda nám á starfsmenntabrautum geta bætt við sig námi sem leiðir til stúdentsprófs af starfsmenntabrautum/ tæknistúdentspróf. Á sérdeildarsviði eru tvær brautir: Starfsdeild • Nýbúabraut. Auk þess er endurhæfingarnám Janusar (rekið í tengslum við skólann). 4L •5> Á hönnunarsviði eru fjórar brautir: Listnámsbraut (almenn hönnun og keramik) • Hársnyrting • Fataiðnabraut (klæðskurður og kjólasaumur) • Gull- og silfursmíði. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. fjölbreytt, nam við allra hæfi Fjamám er áhugaverður kostur fyrir þá sem ekki geta nýtt sér staðbundið nám, t.d. vegna vinnu eða búsetu. I fjarnáminu er boðið upp á fjölbreytt námsúrval í bóklegum og fagbóklegum greinum ásamt ýmsum greinum meistaranámsins. Á rafiðnasviði eru eftirtaldar brautir: Grunnnám rafiðna - NÝTT: Hraðnám í grunnnámi rafiðna. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt • Rafvirkjun • Rafeindavirkjun • Rafvélavirkjun • Rafveituvirkjun • Símsmíði. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. o % Á byggingasviði eru fimm iðnbrautir í framhaldi af grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina: Húsasmíði • Húsgagnasmíði • Múrsmtði • Málun • Veggfóðrun og dúklagningar. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Innritun nemenda sem Ijúka grunnskólaprófi í vor stendur yfir og lýkur 11. júnf n.k. Innritun er rafræn og eru allar upplýsingar á skólavef menntamála- ráðuneytisins, www.menntagatt.is og á vef skólans www.ir.is Aðstoð við innritun fyrir eldri nemendur verður í skólanum 21. og 22. maí n.k. frá kl. 12-16. Einnig geta þessir nemendur sótt um rafrænt og stendur sú innritun yfir. Veflykill og allar nánari upplýsingar eru á skólavefnum www.menntagatt.is og á vef skólans www.ir.is Rafræn innritun (fjarnám og kvöldskólann hefst 21. maf n.k. og eru allar nánari upplýsingar á vef skólans www.ir.is og á skrifstofu í síma 522 6500. C4>5W* S Á upplýsinga- og margmiðlunarsviði eru Ö) þrjár brautir: Upplýsinga- og fjölmiðlabraut O,ts • Tækniteiknun • Margmiðlunarskólinn. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á tölvusviði er ein braut: Tölvubraut sem býður upp á sérhæfingu f forritun og netkerfum. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. AlUSVi^ ★ IÐNSKÓLINN ( REYKJAVlK Skólavörðuholti I 101 Reykjavík Sími 522 6500 I Fax 522 6501 www.ir.is I ir@ir.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.