blaðið - 23.05.2007, Side 2

blaðið - 23.05.2007, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 blaðið VÍÐA UM HEIM ÁMORGUN VEÐRIÐ í DAG Hlýjast austanlands Gengur í norðan 8 til 13 með slyddu norðvestantil undir kvöld. Hiti 2 til 10 stig að deginum, hlýjast austanlands og víða næturfrost á Norðausturlandi. Hlýjast sunnaniands Norðan og norðvestan 8 til 13 m/s og slydda eða rigning, en víða bjartviðri á Suðurlandi. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast sunnanlands. Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt 18 15 24 26 31 17 28 Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Montreal 13 New York 20 Orlando 15 Osló 16 Palma 21 París 23 Stokkhólmur 11 Þórshöfn 14 21 17 21 22 12 7 Á FÖRNUM VEGI ER SUMARIÐ BARA BÚIÐ? Mike Pollock „Nei, sumarið er aldrei búið.‘ Steinunn Haraldsdóttir „Verður maður ekki að vona að svo sé ekki?“ Elí Ingi Ingólfsson „Nei, það er rétt að byrja.‘ Guðrún Ólafsdóttir „Ég held að það komi eftir helg- Björn Geir Másson „Nei, ég neita að trúa því.‘ Vísindi: Viagra við flugþreytu Rannsóknir á hömstrum hafa leitt í ljós að stinning- arlyfið Viagra dragi úr flug- þreytu. Það gerir mönnum auðveldara að jafna sig þegar flogið er yfir mörg tímabelti. Hömstrunum var skipt niður í tvo hópa og var smáum skammti af Viagra sprautað í annan hópinn. Ljósin voru slökkt sex tímum fyrr en venjulega og í ljós kom að hamstrarnir sem fengu Viagra voru 20 til 50 prósentum fyrr að jafna sig heldur en hinir sem ekíci fengu lyfið. Vísinda- mennirnir segja þetta jafngilda því að flogið sé í austur, til dæmis frá Ameríku til Evrópu. Ekki hefur enn verið gerð tilraun með lyfið á mönnum. írak: Blóðugur dag- ur í Bagdad Að minnsta kosti 37 manns létustí þremur árásum í Bagdád í gær. Hátt í 90 manns eru særðir. Margir þeirra sem létust voru konur og börn. Fyrsta sprengingin varð á útimarkaði á háannatíma í Shia Amil-hverfinu í suðvest- urhluta borgarinnar. Mikil ringulreið skapaðist í kjölfarið er fólk leitaði í örvæntingu sinni að vinum og ættingjum. Seinna um daginn var ráðist á rútu fulla af nemendum og voru átta þeirra skotnir til bana, en skömmu áður höíðu fjórir nemendur látist í árás á Bagdad-háskóla. " Fráfarandi ríkisstjórn hefur setið sinn síðasta ríkisstjórn- I fpSSpsp arfund A þelm næsta munu I 'VÁTÍ.vT- samfylkingarliðar setjast í stóta • framsóknarmannanna. Blaðió/FMi L llllll—llíl ll iaMHII IIIMll I IWMIIIl —11111 Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa náð saman: Þingvallastjórnin tekur við völdum ■ Formenn funduðu einslega með þingmönnum ■ Niðurstaðan kynnt stofnunum flokkanna Eftir Þórð Snæ Júliusson thordur@bladid.net Ríkisstjórnarskipti verða á íslandi í dag þegar ný ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar tekur við völdum af ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks sem setið hefur að völdum í 12 ár. Viðræður flokkanna hófust fyrir alvöru á uppstigningardag þegar þau Geir H. Haarde, formaður Sjálf- stæðisflokksins, og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingarinnar, hittust fyrst formlega til að ræða mögulega stjórnarmyndun. Þau funduðu síðan stíft á Þing- völlum um liðna helgi ásamt öðrum þátttakendum í ferlinu. Formlegum viðræðum lauk loks á mánudag eftir tæplega fjögurra tíma langan fund forystumanna flokkanna í Ráð- herrabústaðnum við Tjarnargötu. Formennirnir tveir hófu síðan gærdaginn á því að ræða einslega við hvern og einn þingmann síns flokks og kynntu þeim niðurstöður stjórnarmyndunarviðræðnanna. Geir fundaði með sínum þing- mönnum í Ráðherrabústaðnum og stóðu þau fundarhöld langt fram eftir degi, enda þingmennirnir alls 24 talsins. Á þeim fundum kynnti hann stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Á sama tíma hitti Ingibjörg Sól- rún sína þingmenn á skrifstofu sinni á Alþingi. Ingibjörg ræddi við hvern þingmann í um tuttugu mínútur en greindi ekki frá því á þeim fundum hverjir yrðu ráð- herrar flokksins. Að því loknu þurfti að leita hefð- bundins samþykkis þingflokka verð- andi stjórnarliða og helstu stofnana til að samstarf flokkanna myndi öðlast formlegt gildi. Því var boðað til fundarhalda í gærkvöldi til að ganga frá því umboði. Samfylkingin hélt þingflokks- fund klukkan sjö í Súlnasal Hótels Sögu þar sem farið var yfir málefna- samning og ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar. I kjölfarið var síðan haldinn flokksstjórnarfundur þar sem stjórnarmeðlimum var til- kynnt um niðurstöðurnar. Sjálfstæðismenn hittust á sama tíma í Valhöll þar sem málefna- samningurinn og ráðherralistinn voru kynntir fyrir flokksráði. Þegar þeim fundi lauk fundaði þingflokk- urinn loks allur saman. Strax að þeim fundi loknum var tilkynnt um hverjir myndu sitja í ríkisstjórn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarsáttmálinn verður síðan kynntur formlega á blaðamanna- fundi í dag. ÚTSALA ÚTSALA VEGNA FLUTNINGS Aðeins í tvo daga 23 -24 maí miðvikudag og fimmtudag Allar buxur Peysur Jakkar Bolir Pils ákr 1500 ákr. 990-1500 ákr. 990-1990 ákr 990-1500 ákr 990-1990 Þær gerast ekki betri útsölurnar Ath! ekki vörur úr vorlista 2007 Opið frá kl. 10.00 -18.00 Síðumúla 13 Sími 5682870 Nýir möguleikar á fyrrum varnarsvæði: Tuttugu störf í grænni gagnageymslu í Sandgerði Fyrirtækið Data tslandia, sem sér- hæfir sig í umhverfisvænni gagna- geymsluþjónustu á alþjóðamarkaði, stefnir á að byggja umhverfisvæna gagnageymslu og gagnaþjónustu í Sandgerði á fyrrum varnarsvæði Sandgerðisbæjar. Gert er ráð fyrir að bygging hús- næðisins hefjist síðar á þessu ári og verður lögð áhersla á umhverfissjón- armið. Endurnýjanleg orka mun knýja starfsemina, náttúruleg vind- kæling dregur úr orkuþörf og arki- tektúr verður í sátt við umhverfið. Ekki þarf að virkja sérstaklega til að útvega raforku fyrir starfsemina. Fullbyggt verður húsnæðið um fjögur þúsund fermetrar en fyrsti áfangi er áætlaður um 800 fer- metrar. Eftir að hann hefur verið tekinn í notkun munu um 20 störf skapast við sjálfa gagnageymsluna. „Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir Sandgerðisbæ. Það hefur verið lögð mikil vinna í að nýta fyrrum varnar- svæðið sem var lokað 1 rúma hálfa öld fyrir öllu skipulagi og uppbygg- ingu hjá bænum. Nú hefur það opn- ast og þá skapast nýir möguleikar. Þetta er afrakstur af því verkefni og vonandi upphafið að meiru,“ segir Jón Norðfjörð verkefnisstjóri. Innblástur sóttur í íslensku torf- bæina Arkitekt gagnageymslu Data Islandia, Robert Örn Arnar- son, hannaði byggingarnar.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.