blaðið - 23.05.2007, Síða 13

blaðið - 23.05.2007, Síða 13
blaðið MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 13 Ósvífni vísað til föðurhúsa Einar Guðmundsson bætir gráu ofan á svart í viðtali í Blaðinu síð- astliðinn laugardag, 19. maí. Hann ber blákalt á fólk, sem hefur orðið fyrir stórfelldu tjóni á fellihýsum og hjólhýsi í geymslu hjá honum í Vogum á Vatnsleysuströnd, að það sé að „svindla á sér og trygginga- félögum“. Með öðrum orðum að viðkomandi, þar á meðal ég, stundi tryggingasvik með því að halda því fram að eignir okkar hafi skemmst í geymslunni hans. Hann staðhæfir hins vegar að vagnarnir og hýsin hafi verið skemmd þegar hann tók við þeim síðastliðið haust. Svo langt gengur maðurinn að hann vogar sér að segjast hafa „heyrt að Þórey hafi keypt hjólhýsið tjónað“! Þvæla Ég skal játa að þá setningu þurfti ég að lesa mörgum sinnum til að trúa því að hann hefði látið slíka þvælu út úr sér við blaðamanninn. Hjólhýsið keyptum við í fyrrasumar og skiluðum því í geymslu í Vogum án þess að á því sæist rispa, hvað þá meira. Það veit Einar. Þegar hann hins vegar setti hjólhýsið út á dög- unum (og passaði sig að sjálfsögðu að vera ekki á vettvangi þegar það var sótt) blasti við tjón sem örugg- lega skiptir hundruðum þúsunda króna. Hýsið er sem betur fer ka- skótryggt og það segir sína sögu að tryggingafélagið hefur ákveðið að leysa það til sín. Eftir sitjum við með sjálfsábyrgðina og svo að sjálfsögðu gjaldið sem hirt var af okkur fyrir geymsluna. Ósvífin aðdróttun Einar segist vera tryggður fyrir tjóni sem á sér stað í geymslunni hjá honum. Það er einfaldlega rangt, eins og reyndar flest sem eftir honum er haft. Hann hefur að vísu bent okkur öllum á að sækja skaða- bætur til VÍS en tryggingafélagið hefur algjörlega hafnað bótaábyrgð, bæði munnlega og skriflega. Eitt okkar, sem í þessum hremmingum lenti, rekur þetta dæmalausa mál og viðskiptin við aðstandendur geymsl- unnar í Vogum á bloggsíðu sinni, attilla.blog.is. Ég get staðfest að sú lýsing er sannleikanum samkvæm og mæli með því að eigendur felli- hýsa og hjólhýsa kynni sér þau skrif. Umrœðan Eftirsitjum við • með sjáifs- ábyrgðina. Þórey Gylfadóttir Ósvífinni aðdróttun Einars í minn garð vísa ég hins vegar beint heim til föðurhúsa. Höfundur er hjólhýsaeigandi Hvað á hún að heita? Það er næstum spaugilegt að fylgjast með tilraunum samfylk- ingarmanna og þeirra stuðnings- manna Geirs H. Haarde í Sjálfstæð- isflokknum sem eru fylgjandi stjórnarmyndunarviðræðum hans við Samfylkinguna að koma nafn- giftinni Þingvallastjórn á krógann. Þannig skrifar Björgvin G. Sigurðs- son stórkallalega grein í Blaðið í dag um það sem hann kallar Nýsköpun á Þingvöllum. Þar segir hann „stór- veldin“ í íslenskri pólitík vera að Margir vilja kalla stjómina Bónusstjómina Umrœðan Ögmundur Jónasson semja frið! Vandinn við svona sögu- skýringu er sá að þessir flokkar hafa verið í góðum friði undanfarin ár með örfáum undantekningum. Þannig voru Sjálfstæðisflokkur og Samfylking á einu máli um einka- væðingu bankanna, sölu Landssím- ans, Kárahnjúkavirkjun, innrásina í Afganistan svo nokkur heit átaka- mál frá síðustu árum séu nefnd. Bónusstjórnin Ófriðurinn var á milli meirihlut- ans á þingi annars vegar og VG hins vegar sem stóð lýðræðisvaktina öðrum fremur. Hvað um það, Björg- vin er svolítið óheppinn að hinn bráðsnjalli teiknari Blaðsins, Hall- dór Baldursson, hefur greinilega fengið það verkefni að myndskreyta umrædda Þingvallastjórnargrein Björgvins og viti menn, þar er kom- inn í bakgrunninn heljarinnar Bón- usgrís sem minnir á að margir vilja kalla stjórnina Bónusstjórnina því hún eigi pólitískar ættir að rekja inn í það fyrirtæki. Fjölmörg önnur heiti hafa skotið upp kollinum, þar á meðal Viðey önnur. Davíð Oddssyni og Jóni Baldvin þætti hugsanlega vegið að höfund- arrétti sínum í stjórnmálum með þeirri nafngift en yrðu þeir ekki að bíta í það súra epli ef reyndin er sú, sem allt bendir til, að niðurlæging Alþýðuflokksins sem hófst í Viðey vorið 1991 sé að endurtaka sig hjá Samfylkingunni þessa vordaga anno 2007. T- þegar þú kaupir parket! ________ Þú getur fengið að vita allt um Quick • Step parket HARÐVIÐARVAL hjáHarðviðarvaliehf• Krókhálsi4• Sími5671010 Allir sem kaupa Quick*Step parket fyrir 250.000 eða meira fá glæsilegt Ellingsen gasgrill í kaupbæti Er iistamaður í fjölskyldunni? Engar áhyggjur. Eínn besti eiginleiki Quick • Step (laminat/plast) gólfefnisins er ad þaö heldur náttúrulegu og fallegu yfirbragði sínu í fjölda ára. Yfirborð þess er svo sterkt að við veitum 25 ára ábyrgð á endingu gólfefnisins við eðlileg heimilisnot. Quick • Step er þar að auki búið Uníclic smellukerfinu, sem hefur lífstíðarábyrgó. Farið á heimasiðu okkar, parket.is eða hringið í síma 5671010 til aó fá upplýsingabækling. QUICK STEP QUICK STEP Höfundur er alþingismaður Vinstri grænna Greinin ertekin af www.ogmundur.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.