blaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 18
26 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007
blaðið
neytendur
neytendur@bladid.net
Geymsluþol grænmetis
Þegar grænmeti er skoriö skerðist jafn-
framt geymsluþol þess enda verður það
viðkvæmara fyrir ágangi örvera.
Tvinntaxar
Borgaryfirvöid í New York stefna að því að allir gulu leigubíl-
arnir í þorginni verði tvinnbilar innan nokkurra ára en með því
vilja þau draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.
Örugg netnotkun
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) og
SAFT hafa gert með sér samstarfs-
samning um að vinna sameiginlega
að aukinni vitund almennings um
örugga netnotkun. SAFT er átaks-
verkefni Heimilis
og skóla um
örugga notkun
Netsins og ann-
arra nýrra miðla.
Megintilgangur
samningsins er
skipuleg viðleitni
til að afla, skapa
og varðveita
þekkingu um
Netið og netör-
yggi og miðla henni til netþjónustu-
aðila og almennings.
Meðal sameiginlegra verkefna
verður gerð leiðbeininga um góða
starfshætti netþjónustuaðila og
markviss vinna að því að sam-
ræma upplýsingar sem finnast á
heimasíðu SAFT (saft.is) og upp-
lýsingasíðu PFS um netöryggi fyrir
almenning (netoryggi.is).
Enn fremur er hafinn undirbúningur
að uppsetningu hjálparlínu fyrir
almenning um öryggi á Netinu í
samstarfi SAFT, PFS og Barna-
heilla. Um er að ræða vefsíðu þar
sem almenningur getur sent inn
fyrirspurnir sem svarað verður með
almennum hætti á vefsíðunni.
Orka til framtíðar
Orkuþörf mannkyns er mjög
mikil og er því spáð að hún muni
aukast á næstu áratugum. Orku-
möguleikar framtíðarinnar verða
umfjöllunarefni á fræðslufundi
Landverndar og Sesseljuhúss á
Sólheimum í Grímsnesi á morgun
kl. 17:30. Þetta er síðasti fræðslu-
fundurinn í fundaröð sem hófst í
mars. Sérstaklega verður horft til
samgangna og jarðhita á þessum
fræðslufundi og leitað svara við
spurningum á borð við hvað muni
knýja bílinn okkar í framtíðinni og
hvaða möguleikar liggi í jarðvarma.
Sigurður Ingi Friðleifsson frá Orku-
setri fjallar um vistvænt eldsneyti
og möguleika þess í framtíðinni og
Albert Albertsson frá Hitaveitu Suð-
urnesja fjallar um framtíðarmögu-
leika í jarðvarmavinnslu.
Allir eru velkomnir og er aðgangur
ókeypis. Kaffihúsið Græna kannan
er opið til klukkan 22.
Rannsókn á mögulegri framleiðslu á vistvænu eldsneyti
Etanól hentar best
Samfara aukinni um-
hverfisvitund almenn-
ings og þverrandi
olíulindum hafa augu
heimsbyggðarinn-
ar beinst í auknum
mæli að vistvænni
orkugjöfum. Hér á
landi hafa ýmsar rannsóknir verið
gerðar á þessu sviði og nýlega vann
Gunnur Ýr Stefánsdóttir, nemandi
í orku- og umhverfisfræðum við
Háskólann á Akureyri, lokaverk-
efni um mögulega framleiðslu á
vistvænu eldsneyti úr lífmassa í
Eyjafirði. Nú á dögum fer mikið af
lífrænum úrgangi til spillis og nýt-
ist ekki sem skyldi og vildi hún því
kanna fýsileika þess að nýta þennan
úrgang til framleiðslu etanóls, lífdís-
ils og metans.
„Mín niðurstaða var sú að etan-
ólið myndi henta best miðað við
samsetningu þess lífmassa sem fell-
ur til á svæðinu," segir Gunnur en
áréttar að frekari rannsókna sé þörf
á hagkvæmni slíkrar vinnslu. Með
lífmassa er meðal annars átt við líf-
rænt sorp, úrgangshey frá bændum
og úrgang frá matvælafyrirtækjum.
Enn fremur bendir Gunnur á að
við etanólframleiðslu verði til ýms-
ar nýtanlegar aukaafurðir svo sem
trefjar og prótín sem meðal annars
megi nota í dýrafóður.
„Mér fannst vera svo miklir mögu-
leikar í etanólframleiðslu því að í
hana er til dæmis hægt að nota úr-
gangshey og korn. Eyjafjörður er
svo mikið landbúnaðarhérað og það
er auðvelt fyrir bændur að auka hey-
framleiðsluna. Á undanförnum ár-
um hefur bústofn minnkað og fram-
Gunnur Ýr Stefánsdóttir.
farir orðið í heyvinnslutækni sem
gæti mögulega aukið framleiðslu,"
segir hún.
Ýmsir ókostir við metangas
Hinar tegundirnar tvær eru ekki
eins hentugar að mati hennar. Lifdís-
ill er einkum unninn úr úrgangsfitu
eða korni og lítið fellur til af fitu á
svæðinu.
„Það er reyndar búið að stofna
hlutafélagið ORKEY sem er að spá
í að nota Krossanesverksmiðjuna til
framleiðslu á lífdísli en þeir myndu
þá flytja inn repjufræ. Ég tók það
því ekki inn í rannsóknina en tel
líklegt að það gæti verið hagkvæmt,"
segir Gunnur.
Gunnur segir að metangasið hafi
ýmsa ókosti í för með sér, til dæm-
is þurfi að byggja upp sérstaka inn-
viði og dreifikerfi auk þess sem ekki
sé hægt að nota það nema á þar til
gerða bíla.
„Við getum notað sömu bensíndæl-
ur og við erum með núna fyrir etan-
ólið og lífdísilinn. Þegar kemur að
metangasinu þurfum við að leggja
lagnir og búa til sérstakar metan-
stöðvar,“ segir hún.
Borgar sig til lengri tíma
Gunnur telur að stofnkostnaður
við að koma á framleiðslu á þessum
eldsneytistegundum yrði án efa hár
en hún er engu að síður sannfærð
um að það myndi borga sig þegar til
lengri tíma er litið.
„Þetta er mjög dýrt og mikið mál
en eftir 20-30 ár eigum við eftir að
vera mjög ánægð með að hafa farið
út í þetta. Við erum að flytja inn
óhemjumagn af bensíni og olíu og
erum upp á aðra komin með það,“
segir Gunnur og bendir á að með
því að blanda lífdísli og etanóli út í
bensín og olíu verðum við ekki jafn-
háð innfluttu jarðefnaeldsneyti og
áður. Þar að auki hefur það umhverf-
islegan ávinning i för með sér.
„Ég líkti þessu við hitaveituvæð-
inguna á áttunda áratugnum. Það
var mjög dýrt að fara út í hana enda
allt kynt með olíu en það er enginn
í vafa um það í dag að hún er búin
að margborga sig og það er mikill
ávinningur af henni, bæði umhverf-
islegur og efnahagslegur,“ segir
Gunnur Ýr en bætir jafnframt við
að þessi umskipti komi til með að
taka sinn tíma.
„Þetta verður náttúrlega ekki gert
á einum degi. Við tökum þetta bara
skref fyrir skref,“ segir Gunnur og
bendir á að á meðan fólk sé að venja
sig á að nota umhverfisvænni orku-
gjafa komi tvinnbílar að góðum not-
um en þeir geta bæði gengið fyrir
venjulegu jarðefnaeldsneyti og vist-
vænna eldsneyti.
Leiðbeinendur Gunnar í verk-
efninu voru Ágústa S. Loftsdóttir,
sérfræðingur á Orkustofnun, og
Hrefna Kristmannsdóttir, prófessor
við Háskólann á Akureyri.
Arftaki
NMT-símans
Nýtt langdrægt stafrænt farsíma-
kerfi CDMA-450 leysir NMT-kerfið
af hólmi en því verður lokað í
árslok 2008. Búið er að koma upp
sendum fyrir kerfið á höfuðborgar-
svæðinu og hringja fyrsta símtalið.
Nýja kerfið hefur ýmsa kosti fram
yfir gamla NMT-kerfið og munar
þar mest um
aukinn gagna-
flutningshraða.
Gagnaflutnings-
hraðinn verður
100 sinnum meiri
en í NMT-kerfinu
sem gerir fólki
kleift að tengjast
Internetinu á
mjög hraðvirkan hátt. Mun það
koma sér vel fyrir fjallafólk, sumar-
bústaðaeigendur og aðra sem fjarri
eru GSM- og internetsambandi.
Langdrægni nýja kerfisins verður
svipuð og NMT-kerfisins eða vel
yfir 100 km við góðar aðstæður.
Umhverfið og aurinn
Þrátt fyrir auknar áhyggjur af um-
hverfismálum eru neytendur ekki
enn tilbúnir til að greiða sérstaklega
fyrir „grænar" vörur að mati nokk-
urra framámanna úr hátækniiðnað-
inum sem hittust á ráðstefnu í París
í síðustu viku. Sífellt koma fram nýj-
ar leiðir til að draga úr orkunotkun,
auka endurvinnslu og nota umhverf-
isvænni efni en neytendur verða að
taka á sig hluta af kostnaðinum við
að hrinda þeim í framkvæmd að
mati þeirra.
„Ef einstaklingurinn er ekki reiðu-
búinn að borga aðeins aukalega í
þágu umhverfisins er ekki hægt
að búast við því að fyrirtækin geri
það,“ sagði Russell Ellwanger, fram-
kvæmdastjórihátæknifyrirtækisins
Tower Semiconductor, í viðtali við
Reuters-fréttastofuna.
Áhrif hátæknifyrirtækja á um-
hverfið eru ekki jafnaugljós og til að
mynda áhrif þungaiðnaðar og stór-
iðju en þau eru engu að síður miklir
notendur orku og skaðlegra efna.
Mörg fyrirtækin leggja sitt af
mörkum til umhverfisins meðal
annars með notkun endurvinnan-
legra efna og orkusparnaði.
Stjórnendur hátæknifyrirtækj-
anna finna fyrir auknum þrýstingi
frá almenningi um að huga að um-
hverfismálum í framleiðslu sinni.
Miles Flint, forstjóri farsímafram-
leiðandans Sony-Ericsson, segir að
umhverfismálin séu greinilega of-
arlega í huga fólks nú á tímum en
þó hafi fýrirtækið ekki í hyggju að
setja á markað umhverfisvæna síma
í bráð. Hann sagði enn fremur að þó
að fyrirtækið myndi halda áfram að
draga úr magni varasamra efna í sím-
um og auka endurvinnslu yrði það
«3 ÍAt
Umhverfisvernd og hátækni Þrátt
fyrir aukinn áhuga aimennings á um-
hverfisvernd viröast ekki margir vera
tilbúnir til að greiða aukalega fyrir
umhverfisvænar hátæknivörur að mati j
framámanna í hátækniiðnaöinum.
ekki gert í þágu markaðssetningar.
„Maður verður að fara mjög var-
lega í að lýsa þvi yfir að vara sé góð
fyrir umhverfið nema maður geti
stutt það góðum rökum,“ sagði
hann i viðtali við Reuters.