blaðið - 25.05.2007, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007
blaðið
VEÐRIÐ í DAG
Bjart syðra
Norðan og norðvestan 10 til 15 m/s
og slydda eða él á norðanverðu land-
inu, bjart syðra. Hægara og rofartil
norðvestanlands síðdegis. Hiti 0 til
10 stig að deginum, hlýjast syðst.
ÁMORGUN
El fyrir norðan
og austan
Norðaustan 8 til 13 m/s og él
á Norður- og Austurlandi, en
annars bjart. Hiti 0 til 8 stig,
hlýjast syðst.
VÍÐA UM HEIM 1
Algarve 18
Amsterdam 24
Barcelona 25
Berlín 25
Chicago 20
Dublin 19
Frankfurt 29
Glasgow
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Montreal
13 New York
22 Orlando
14 OslÓ
17 Palma
25 París
13 Stokkhólmur
18 Þórshöfn
18
23
13
22
26
19
Á FÖRNUM VEGI
Heldurðu að samstarf
D og S gangi upp?
Þjóðbjörg Heiða
Þorsteinsdöttir
„Já já, aetli það ekki bara.“
Elfa Gunnarsdóttir
„Ég hef ekki trú á að samstarfið
verði langt."
Benjamin Mark Stacey
„Já, ég held að tveir flokkar sem
eru ekki alveg sammála muni
finna hinn gullna meðalveg."
Hreinn Sverrisson
„Ég held að þetta gangi alveg hjá
þeim.“
Björn Ingi Edvardsson
„Ég hugsa að það endist að
minnsta kosti út kjörtímabilið."
Grímseyjarferjan De/7-
an snýst um kostnað
vegna aukaverka
Samningaviðræður um Grímseyjarferju:
Vinnan aftur
komin í gang
■ Bjartsýni á samkomulag ■ Tölur trúnaðarmál
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
Vinna hófst að nýju um síðustu helgi
við endurbætur á notuðu írsku ferj-
unni sem sigla á milli Grímseyjar
og lands. Verkið hafði verið stöðvað
vegna ágreinings um kostnað. Samn-
ingaviðræður standa nú yfir milli
Vegagerðarinnar og Ríkiskaupa ann-
ars vegar og Vélsmiðju Orms og Víg-
lundar hins vegar. Stefnt er að því
að ljúka samningaviðræðum eigi
síðar en um miðja næstu viku.
„Við fórum í gang með vinnuna
á meðan verið er að reyna að meta
þetta. Það er verið að fára i gegnum
alla hluti og koma endanlegum
kostnaði á hreint,“ segir Eiríkur
Ormur Víglundsson, framkvæmda-
stjóri vélsmiðjunnar.
Hann er nokkuð bjartsýnn á að
samkomulag náist við Vegagerðina og
Ríkiskaup. „Það stefnir í að þetta tak-
ist en það er þó aldrei hægt að segja
til um það fyrr en þetta er komið alla
leið. Það er allt annar hljómgrunnur
en verið hefur. Menn hafa ekki litið
þetta sömu augum og við en ég held
að augu manna séu að opnast.“
Deilan snýst um kostnað vegna
aukaverka fram yfir tilboðið, að því
er Eiríkur greinir frá. Hann neitar
að greina frá upphæðinni sem deilt
er um. „Ég má ekki nefna neinar
tölur. Þær eru trúnaðarmál milli að-
ila en þetta eru miklir peningar. Ef
ekki næst saman er bara dómstóla-
leiðin eftir.“
Vegagerðin hefur birt upplýsingar
um að áætlaður kostnaður við kaup
og endurbætur á notuðu ferjunni
sé um 350 milljónir króna. Fullyrt
hefur verið að kostnaðurinn sé
þegar kominn hátt í 500 milljónir.
„Það fóru tveir fulltrúar frá okkur
utan og sáu hvers kyns var. Kostn-
aðurinn kemur okkur ekki á óvart.
Ætli hann endi ekki í 500 milljónum.
Við bentum á að kostnaðurinn yrði
meiri en að kaúpa nýja ferju. Við
börðumst á móti eins og við gátum
en við eigum þetta náttúrlega ekki,“
segir Brynjólfur Árnason, oddviti
sveitarstjórnar Grimseyjarhrepps.
Ferjan Sæfari, sem siglir milli
Grímseyjar og lands, missir leyfi
sitt til farþegaflutninga 2009 og
vildu Grímseyingar að keypt yrði
ný ferja. „Við höfum alltaf talað
■ Dómstólaleiðin opin
iP—T~ Verið að koma
■ .. . ' * endanlegum
kostnaði á
hreint
Eiríkur OrmurVíglunds- son framkvæmdastjóri
um að ný ferja myndi kosta svipað
og togararnir sem verið er að kaupa
til Vestmannaeyja núna. Það er eitt-
hvað innan við 400 milljónir,“ tekur
Brynjólfur fram.
Hann segir sveitarstjórnina ekki
sammála því mati Vegagerðarinnar
að nýtt skip kosti 700 til 800 millj-
ónir og bendir í því samhengi meðal
annars á mun á kostnaði vegna
afskrifta af nýju og notuðu skipi.
Brynjólfur bendir jafnframt á álit
nefndar á vegum samgönguráðu-
neytisins frá 2004. „Hún skilaði
mjög góðri skýrslu og það var álit
hennar að skoða ætti strax kaup á
nýju skipi sem yrði tilbúið 2009.“
Náist samningar í viðræðunum
sem nú eru i gangi er gert 'ráð fyrir
að notaða skipið, sem keypt var til
landsins í fyrra, verði tilbúið eftir
tvo til þrjá mánuði.
Bandaríkin:
Ótti við eitrað
tannkrem
Heilbrigðisyfirvöld í Banda-
ríkjunum ætla að rannsaka allar
sendingar af tannkremi sem
borist hafa frá Kína af ótta við
að í því leynist eitruð efni. Yf-
irvöld í Panama og Dóminíska
lýðveldinu hafa greint frá því
að efni sem meðal annars eru
notuð í kælivökva hafi fundist í
tannkremi frá Kína.
Óttast er að enn fleiri vörur
frá Kína innihaldi óæskileg
og jafnvel hættuleg efni. Fyrr í
mánuðinum drapst fjöldi hunda
og katta eftir að hafa borðað
gæludýramat frá Kína. Þá létust
yfir 50 manns í Panama eftir að
hafa innbyrt hqstasaft sem inni-
hélt sama efni gg fundist hefur í
tannkreminu.:
| ;
Síbería:
Mikið mannfall
í námyslysi
Að minnst Jkosti 36 eru látnir
og tveggja er saknað eftir spreng-
ingu í kolanáftiu í Síberíu í gær.
Tæplega 180 námuverkamenn
komust lífs af. Ættingjar verka-
mannanna hópuðust að nám-
unni í leit að ástvinum sínum
þrátt fyrir úrhellisrigningu.
Náman er nærri bænum No-
vokuznetsk í Kemerovo-héraði í
Rússlandi, en í mars létust yfir
100 námuverkamenn í annarri
námu í héraðinu. Námuslys
eru mjög tíð í Rússlandi og er
helst um að kenna úreltri tækni,
lélegum öryggisútbúnaði og
lítilli fjárfestingu í kjölfar hruns
Sovétríkjanna.
Mál Öryrkjabandalagsins gegn íslenska ríkinu:
Sýknudómurinn vonbrigði
Ríkið sýknað
Öryrkjabandalagið
tapaði máti sínu
gegn ríkinu fyrir
Hæstarétti ígær.
„Þetta eru vonbrigði,“ segir Sigur-
steinn Másson, formaður Öryrkja-
bandalags íslands, um dóm Hæsta-
réttar í gær þar sem staðfestur var
sýknudómur héraðsdóms í máli
Öryrkjabandalags Islands gegn ís-
lenska ríkinu.
Öryrkjabandalag íslands var ekki
sammála þeim skilningi sem ríkis-
stjórnin lagði í samkomulag sem
kynnt var 25. mars 2003. Öryrkja-
bandalagið taldi meira felast í sam-
komulaginu en ríkisstjórnin gekkst
við og ákvað því að sækja rétt sinn
fyrir dómstólum.
„Það sem vekur athygli við dóms-
niðurstöðuna er að einungis
eru höfð til hliðsjónar tvenns
konar gögn. Annars vegar
fréttatilkynning og hins-
ákveður Hæstiréttur að
hunsa í sinni niður-
stöðu,“ segir Sigur-
steinn en bætir við:
„Þessum kafla er lokið
og það er komin ný rík-
isstjórn. Nú þurfum
við bara að einhenda
okkur í það að bæta lífs-
gæði og framfærslumögu-
leika fatlaðra."
vegar minnisblað heilbrigðis
og tryggingaráðherra til
ríkisstjórnarinnar. En
önnur gögn, sem voru
fjölmörg, sem leiða í
ljós að árið 2003 var
sameiginlegur skiln-
ingur stjórnavalda og
Öryrkjabandalagsins
á því hvað þetta sam-
komulag væri