blaðið - 25.05.2007, Side 6

blaðið - 25.05.2007, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 blaðiö INNLENT ÞINGMAÐUR SJÁLFSTÆÐUR Einar Oddur útiiokar ekki ESB-aðild Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, segist ekki útiloka aðild að Evrópusam- bandinu. Þetta segir hann í viðtali á vefsíðu BB um ástandið á Flateyri. Einar Oddur segir að verði engin ráð fundin á óstjórninni verði að íhuga ESB-aðild. BANDARÍKIN Boðið upp á morgunflug lcelandair býður nú í fyrsta skipti upp á morgunflug til Banda- ríkjanna. Vélarnar lenda um hádegi að staðartíma í stað síðdegis. Þá býður flugfélagið einnig upp á flug frá Bandaríkj- unum með vélum sem lenda um miðnætti í Keflavík, í stað þess að lenda um sexleytið að morgni til eins og áður. EIMSKIP STÆKKAR Afkastageta tvöfaldast Eimskip bætir við sig sex frystiskipum, en nú þegar hefur félagið fengið þrjú skip afhent undanfarið eitt og hálft ár og eru þrjú önnur í smíðum. Heildarfjár- festing vegna skiþanna nemur um 8 milljörðum, en þau munu meira en tvöfalda afkastagetu félagsins. Rúmenía: Forsetinn níðir sígauna Traian Basescu, forseti Rúmen- íu, heíúr verið áminntur eftir að hafa viðhaft niðrandi ummæli um sígauna. Forsetinn reifst við blaðamann og kallaði hann skít- ugan sígauna. Ummælin náðust á upptöku á farsima blaðamanns- ins og voru birt í sjónvarpi. Basescu lét þessi orð falla sama dag og Rúmenar felldu í þjóðaratkvæðagreiðslu tillögu um að víkja honum úr embætti. Ummælin vöktu hörð viðbrögð og hefur forsetinn beðist opinberlega afsökunar. Félag blaðamanna í Rúmeníu hefur fordæmt viðbrögð forsetans og lagt fram kvörtun opinberlega. íran: Stutt í kjarnavopn Mohamed el-Baradei, yfirmað- ur Alþjóðakjarnorkumálastofn- unarinnar, segir að Iranar geti hafið þróun kjarnorkuvopna eítir þrjú til átta ár, verði ekkert að gert. Hann vill að íranar hætti auðgun úrans í stórum stíl og vonast til að það dragi úr spennu milli írans og Vesturveldanna. Bandaríkjamenn hafa farið fram á að refsiaðgerðir gegn íran verði hertar, þar sem Iranar hafa sniðgengið óskir Samein- uðu þjóðanna um að þeir hætti auðgun úrans. Stjórnvöld í Teheran þvertaka fyrir að franar auðgi úran til hernaðarnota. Mahmoud Ahmadinejad, forseti írans, segir að ekkert fái stöðvað kjarnorkuframleiðslu frana. írak: Bush býst við bardögum George Bush Bandaríkjaforseti segist búast við hörðum átökum í írak næstu misseri og að næstu mánuðir skipti sköpum fyrir framtíð landsins. Hann segir að viðbótarherliðið sem sent verður til f raks í júní verði síðasta her- aflaaukningin. Hann lagði jafn- framt áherslu á að liðsforingjar á vígvellinum stjórnuðu aðgerða- áætluninni í stríðinu, en ekki stjórnmálamenn í Washington. Bush fagnaði því að mála- miðlun hefði náðst í þinginu um fjármögnun stríðsins án skilyrða. Tfllaga þess efnis hafði áður verið felld, bæði í efri og neðri deild bandaríska þingsins. Stjórnarskipti fóru fram á Bessastöðum í gær: Ný ríkisstjórn tekin við ■ Þaö gustaöi um nýja ríkisstjórn ■ Ráðherrar kvaddir Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@bladid.net Ráðherrar í fráfarandi ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins gengu til síðasta ríkisráðs- fundar síns að Bessastöðum fyrir há- degi. Á honum leysti forseti íslands þá frá völdum. Ráðherrar fráfarandi rík- isstjórnar snæddu því næst málsverð í boði forsetans ásamt mökum sínum. Að loknum málsverðinum yfir- Þórunn Sveinbjarnardóttir: Með Fagra ísland í farteskinu Þórunn Sveinbjarnardóttir er fjórða konan í röð sem gegnir embætti umhverfisráðherra. í gær tók hún við ráðuneytinu af Jónínu Bjartmarz. „Það sem ég legg upp með er fyrst og fremst það sem stendur í stjórnarsáttmálanum. Auð- vitað hef ég í mínu farteski umhverfisstefnu Samfylking- arinnar og mína reynslu úr þessum mikilvæga málaflokki. Ég ætla bara að gefa mér tíma til að fara yfir þau verkefni sem er verið að vinna í umhverfisráðuneytinu og eru framundan og geri það á næstu dögum. Auk þess mun ég hitta forstöðumenn stofn- ana ráðuneytisins og annað slíkt,“ sagði Þórunn aðspurð um hvað hún hygðist leggja áherslu á í sínu nýja starfi. Guðlaugur Þór Þórðarson: Nóg að gera í sumar „Það verður nóg að gera hjá mér í surnar," sagði Guð- laugur Þór aðspurður um verkefnin framundan. „Það er verið að skilgreina ráðu- neytið upp á nýtt. Það er verið að skilja á milli heilbrigð- ismálanna og lífeyrishlutans sem flyst í annað ráðuneyti. Það er óhjákvæmilega fyrsta verkið að tryggja þannig ein- faldara og betra stjórnkerfi," bætti hann við. „Stjórnarsátt- málinn hvað þetta varðar er að mínu mati mjög góður og ánægjulegt að sjá hversu mikil áhersla er lögð á forvarnir," sagði Guð- laugur Þór að lokum. Guðlaugur Þór varð í gær fyrsti sjálstæðismaður- inn í nær tvo áratugi í sæti heilbrigðisráðherra. gáfu fráfarandi ráðherrar Bessastaði og þeir verðandi gengu í hús, sex frá Samfylkingunni og einn frá Sjáfl- stæðisflokki. I framhaldi af því hélt forsetinn annann ríkisráðsfund þar sem eftirlét nýrri ríkisstjórn völdin. Það gustaði um hina nýju ríkis- stjórn Geirs Hilmars Haarde þegar hún stilti sér upp til myndatöku á tröppunum fyrir utan Bessastaði. Hvort það boðar gæfu eða ekki mun tíminn einn leiða í Ijós. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Valgerður hefur staðið sig vel Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók við lyklunum að utanrík- isráðuneytinu úr hendi Val- gerðar Sverrisdóttur í gær. ,Ég hef fylgst með störfum Valgerðar með ánægju og finnst hún hafa gert marga hluti mjög vel. Það hefur orðið breyting á yfirbragði ráðuneytisins og hún hefur líka fjölgað konum í stjórn- unarstöðum. Þannig að mér hefur þótt ánægjulegt að fylgjast með henni," sagði Ingibjörg Sólrún um störf forvera síns. „Ég hef ekki getað gefið mér neitt ráðrúm til að hugsa um það. Ég vissi ekki að ég yrði utanríkisráð- herra fyrr en í fyrradag," sagði Ingibjörg Sólrún aðspurð um hver yrðu hennar fyrstu verk í embætti Björgvin G. Sigurðsson: Náið samstarf við viðskiptalífið Björgvin G. Sigurðsson tók við viðskiptaráðuneytinu af Jóni Sigurðssyni í gær. HHSSp1 „Fyrstu vikurnar mun ég kappkosta að hitta fólk úr við- skiptalífinu og setja mig inn málaflokkinn," svaraði hann spurður um hver hans fyrstu —H^^ j ' I verkefni yrðu sem viðskipta- JH ráðherra. Hann bætti svo við ■ að hann myndi byrja á því að ‘ HH| smíða öfluga löggjöf þar sem ... það ætti við og styrkja hana tiÆ. annars staðar. „Ég mun til að byrja með leita eftir nánu samstarfi við viðskiptalífið í heild sinni,“ sagði Björgvin að lokum en hann er yngsti ráðherrann í hinni nýju ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og er orðinn ráðherra á aðeins öðru kjörtímabili sínu.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.