blaðið - 25.05.2007, Síða 8

blaðið - 25.05.2007, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 H blaöiö Hver af kosningamálum stjórnarflo Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net Ný ríkisstjórn kynnti nýlega stefnu- yfirlýsingu sína með viðhöfn á Þingvöllum. Flokkarnir lögðu báðir fram stefnu í aðdraganda kosn- inga með sínum áherslum í hinum ýmsu málaflokkum. En hverjar af áherslum stjórnarflokkanna tveggja rötuðu inn í stefnuyfirlýsinguna? f hvaða málum gáfu þeir afslátt og hvar gáfu þeir raunverulega eftir? Blaðið bar saman kosningastefnur þeirra og stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. TRAUST OG ÁBYRG____________________ EFNAHAGSSTJÓRN Samfylking: Samstarf ríkis, aðila vinnu- markaðaríns og sveitarfélaga um aðgerðir til að tryggja þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum. Sjálfstæðisflokkur: Áframhald á sinni efna- hagsstefnu, draga úr hömlum á innflutningi og að ríkið dragi sig alfarið úr verslunar- rekstri. Samkomulag: Áframhald efnahagsstefnu síðustu ára. Settur verður á laggirnar sam- ráðsvettvangur milli ríkis, aðila vinnumarkað- arins og sveitarfélaga. D KRAFTMIKIÐ ATVINNULÍF Samfylking: Hverfa frá miðstýrðum land- búnaði og skapa sátt um nýtingu auðlinda hafsins. Auðvelda aðgang nýliða að útgerð. Sjálfstæðisflokkur: Fjölbreyttur landbún- aður á grundvelli einkaframtaks og að festa eigi aflamarkskerfið enn betur í sessi. Samkomulag: Landbúnaðarkerfið endur- skoðað til að auka þar frelsi, bæta stöðu bænda og lækka verð til neytenda. Tryggja stöðugleika í sjávarútvegi. HVETJANDI SKATTAUMHVERFI Samfylking: Skattleysismörk leiðrétt, stimpilgjöld af lánum vegna húsnæðiskaupa og tollar og vörugjöld afnumin, aukið vægi grænna skatta og gjaldtaka fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar samræmd. Sjálfstæðisflokkur: Skattar á einstaklinga og fyrirtæki lækkaðir, öll stimpilgjöld felld niður. Lagst gegn hækkun fjármagnstekju- skatts og skatts af hagnaði fyrirtækja. Samkomulag: Skattar á einstaklinga lækk- aðir, meðal annars með hækkun persónuaf- sláttar. Reynt að lækka skatta á fyrirtæki. Umhverfisþættir fá aukið vægi í skattastefn- unni. Kerfi óbeinna skatta endurskoðað og stimpilgjöld í fasteignaviðskiptum afnumin. MARKVISS RÍKISREKSTUR Samfylking: Fækka ráðuneytum, að fagleg sjónarmið ráði skipan hæstaréttardómara, endurskoða lög um ráðherraábyrgð, færa ný verkefni til sveitarfélaganna og tryggja þeim nýja tekjustofna. Sjálfstæðisflokkur: Fækka ráðuneytum, styrkja stöðu sveitarfélaga með nýjum tekju- stofnum og flytja verkefni frá hinu opinbera til einkaaðila. Samkomulag: Starfssviði ráðuneyta var breytt en peim ekki fækkað, alþingismönn- um og stjórnsýslu ríkisins verða settar siðareglur og tekju- og verkaskipting ríkis og sveitarfélaga endurskoðuð. BARNVÆNT SAMFÉLAG Samfylking: Móta heildstæða stefnu í málefnum barna og ungmenna, bæta tannvernd, hækka barnabætur, tryggja að öll börn geti tekið þátt í íþrótta-, tómstunda- og félagsstarfi, skólamáltíðir verði ókeypis, for- varnarstarf gegn kynferðisofbeldi verði eflt og fæðingarorlof lengt. Sjálfstæðisflokkur: Bæta tannheilsu barna, taka hart á heimilisofbeldi og leggja áherslu á hlutverk íþrótta- og æskulýðsmála. Lengja fæðingarorlof. Samkomulag: mótuð heildstæð aðgerða- áætlun í málefnum barna og ungmenna, tannvernd barna bætt, forvarnarstarf gegn kynferðislegu ofbeldi eflt og barnabætur hækkaðar til þeirra sem hafa lágar tekjur. BÆTTUR HAGUR_____________________ ALDRAÐRA OG ÖRYRKJA______________ Samfylking: Útrýma biðlistum eftir hjúkrun- arrýmum, afnema þvingað fjötbýli aldraðra, tryggja að lífeyrir mæti framfærslu lífeyris- þega, lækka skatta á lífeyrissjóðsgreiðslum úr 35,72 prósentum í 10 prósent, hækka frítekjumark vegna tekna aldraðra i 100 þúsund krónur á mánuði og tryggja réttindi fatlaðra þannig að þeir búi við sambærileg lífskjör og aðrir þjóðfélagsþegnar. Sjálfstæðisflokkur: Lækka almennar skerðingar í almannatryggingakerfinu úr 40 prósentum í 35 prósent, endurskoða skerðingar vegna lífeyrisgreiðslna, tryggja ellilífeyrisþegum að lágmarki 25.000 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði til viðbótar við greiðsl- ur frá Tryggingastofnun, tryggja að eldri borgarar geti tekið virkan þátt í atvinnulífinu, efla heimaþjónustu við aldraða, fjölga bú- setuúrræðum fyrir fatlaða og að fötluðum sé tryggt jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra þjóðfélagsþegna. Samkomulag: Stefnt að uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða, að fritekjumark þeirra verði hækkað og afnema að fullu tekju- tengingu launatekna 70 ára og eldri. Tryggja ellilífeyrisþegum að lágmarki 25 þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóði, lækka skerðingarhlutfall þeirra í 35 prósent, stór- efla starfsendurhæfingu fatlaðra og setja á laggirnar nýtt matskerfi varðandi örorku og starfsgetu. JAFNRÉTTI f REYND Samfylking: Minnka kynbundinn launamun hjá hinu opinbera um helming, afnema launavernd, gera kaup á vændi refsiverð, samþykkja ný jafnréttislög, koma á sam- vinnuvettvangi aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera til að vinna bug á kynbundn- um launamun og tryggja að samkynhneigðir geti gengið í hjónaband. Sjálfstæðisflokkur: Stórátak í að jafna kyn- bundinn launamun, launavernd sé valkostur HVER NENNIR AÐ HANGA I BÆNUM A SUMRIN?

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.