blaðið - 25.05.2007, Qupperneq 9
blaðiö
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 9
kkanna eru í stjórnarsáttmálanum?
og trúfélögum heimilt aö staðfesta samvist
samkynhneigðra
Samkomulag: Kynbundinn launamunur hjá
ríkinu verði minnkaður um helming, komið
verði á samvinnu aðila vinnumarkaðarins
og hins opinbera til að eyða þeim launamun
á almennum vinnumarkaði, launafólk má
skýra frá launakjörum sínum ef það svo
kýs og trúfélögum verður veitt heimild til að
staðfesta samvist samkynhneigðra.
MENNTAKERFI í FREMSTU RÖÐ
Samfylklng: Stuðla að gjaldfrjálsri menntun
frá leikskóla til og með háskóla, bjóða uþp á
ókeypis námsbaekur íframhaldsskólum, nið-
urfella innritunar- og efnisgjöld og breyta 30
prósentum námslána í styrk að námi loknu.
Sjálfstæðisflokkur: Losa um miðstýrðar
kröfur í menntakerfinu, styðja við mismun-
andi rekstrarform skóla, gera framhalds-
skólum kleift að bjóða upp á fjölbreyttari
námsleiðir, nemendurtaki í auknum mæli
þátt í kostnaði við nám sitt og Lánasjóður
íslenskra námsmanna (LÍN) veiti lán fyrir
skólagjöldum.
Samkomulag: Stefna að auknu faglegu og
rekstrarlegu sjálfstæði skóla, minni miðstýr-
ingu, fjölgun námsleiða og að lög um LÍN
verði endurskoðuð.
!>
OG VÍMUEFNAVARNIR_________________
Samfylking: Einfalda greiðsluþátttöku
sjúklinga, tryggja lágt lyfjaverð, auka vægi
útboða og þjónustusamninga, taka upp
blandaða fjármögnun á heilbrigðisstofn-
unum þar sem fjármagn fylgir sjúklingum,
setja á laggirnar ráð sem fer með yfirumsjón
á öllu sem lýtur að vimuefnum, hætta að
dæma fíkla í fangelsi fyrir fíkniefnaneyslu og
skilgreina hana sem heilbrigðismál.
Sjálfstæöisflokkur: Fella niður virðisauka-
skatt á lyfseðilsskyldum lyfjum til samræmis
við aðra heilbrigðisþjónustu, bjóða út
lyfjakaup, kostir fjölbreyttra rekstrarforma
skoðaðir, sjálfstæðum aðilum gefið færi á að
taka að sér verkefni á sviði heilbrigðismála
og fylgja eftir uppbyggingu fangelsa.
Samkomulag: Leitað leiðatil að lækka
lyfjaverð, einfalda greiðsluþátttöku hins oþ-
inbera, taka uþþ blandaða fjármögnun á heil-
brgiðisstofnunum þar sem fjármagn fylgir
sjúklingum, skapa svigrúm til fjölbreytilegri
rekstrarforma, áhersla lögð á nægjanleg
meðferðarúrræði fyrir vímuefnaneytendur.
Fylgja eftir uppbyggingu fangelsa.
V
LANDIÐ VERÐI EITT__________________
BÚSETU- OG ATVINNUSVÆÐI
Samfylking: Stórátak í samgöngumálum
til að stytta vegalengdir, til dæmis með gerð
jarðganga og endurvekja strandsiglingar.
Sjálfstæðisflokkur: Unnið að gerð jarð-
ganga um landið til að stytta vegalengdir,
fara í samgönguframkvæmdir á höfuðborg-
arsvæðinu og skoðaðar leiðir til að efla
almenningssamgöngur.
Samkomulag: Stórátak i samgöngumálum,
beita sér fyrir úrbótum á samgöngukerfi
höfuðborgarsvæðisins og gera áætiun um
eflingu almenningssamgangna.
í SÁTT VIÐ UMHVERFIÐ
Samfylking: Fresta frekari stóriðjufram-
kvæmdum, úthluta mengunarkvótum til
stóriðju og beita hagrænum hvötum til að
minnka notkun mengandi eldsneytis.
Sjálfstæðisflokkur: Beita efnahagslegum
hvötum til að ýta undir notkun vistvænna
ökutækja, gera verndar- og nýtingaráætlun
varðandi náttúruauðlindir og skoða að færa
eignarhald ríkisins á orkufyrirtækjum til
einkaaðila.
Samkomulag: Stefnt að þvi að Ijúka ramma-
áætlun um verndun náttúru og orkunýtingu
fyrir árslok 2009, að gerð verði skýr áætlun
um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda
og hagrænum hvötum verði beitt til að auka
notkun vistvænna ökutækja.
UMBÆTUR í INNFLYTJENDAMÁLUM
Samfylking: Atvinnuleyfi fólks af eriendum
uppruna bundið við einstaklinga, stuðla að
aukinni viðurkenningu á menntun og námi
innflytjenda, setja á fót miðstöð innflytj-
endamála, tryggja islensku- og samfélags-
kennslu fyrir innflytjendur endurgjaldslaust
og að börn innflytjenda fái sömu þjónustu og
íslensk börn.
Sjálfstæðisflokkur: Átak i íslenskukennslu
fyrir útlendinga, reglur og viðmið á mati á
menntun og námi innflytjenda verði skýrar
og vernda samningsbundinn rétt erlends
starfsfólks.
Samkomulag: Unnin verði heildstæð
framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda,
tryggt verði að útlendingar á vinnumarkaði
njóti sambærilega réttinda og íslenskt
launafólk.
ÖRUGG HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA
FRUMKVÆÐI í ALÞJÓÐAMÁLUM
Samfylking: Taka Island af lista hinna
vígfúsu þjóða og draga formlega til baka
þólitískan stuðning Islands við ólöglega
innrás í Irak.
Sjálfstæðisflokkur: Að hagsmuna Islands
sé gætt af festu á alþjóðavettvangi.
Samkomulag: Ný ríkisstjórn harmar stríðs-
reksturinn í írak.
J
OPINSKÁ UMRÆÐA
UM EVRÓPUMÁL
Samfylkingin: Að Island sæki um aðild að
Evrópusambandinu og hefji aðildarviðræður.
Sjálfstæðisflokkur: Teiur aðild að ESB ekki
þjóna hagsmunum íslensku þjóðarinnar eins
og málum er háttað.
Samkomulag: Settur verði á fót fastur sam-
ráðsvettvangur stjórnmálaflokka á Alþingi til
að fylgjast með þróun mála í Evrópu.
F=OREST£R
SUBARU
200.000 kr. ferðapakki fylgir öllum nýjum Forester.
Innifalicí: Upphækkun, heilsársdekk og dráttarbeisli.
Subaru Forester sameinar þad besta úr
fólksbíl og jeppa. Hann er lipur í akstri
eins og fólksbíll en hefur dráttar- og
drifkraft á vid marga stærri jeppa.
„Mér finnst stundum eins og ég sé á
tveimur bílúm. Ég kemst í þröng stædi
innanbæjar en dríf sídan í torfærum
á landsbyggdinni eins og ekkert sé."
Forester liggur mjög vel á veginum en
er samt med mun meiri veghæd en adrir
jepplingar. Hann er á svipudu verdi og
venjulegur fólksbíll þrátt fyrir ad vera
med 158 hestafla vél, sem er mun meiri
kraftur en í mörgum stærri jeppum.
„Madur er ordinn of gódu vanur á
Forester. Þad er í raun ótrúlegt hvad
madur fær rosalega mikid fyrir lítid."
Subaru hefur verid seldur á íslandi í yfir
30 ár. Reynslan af bílnum vid þær erfidu
og óvenjulegu adstædur sem hér eru
hefur gert Subaru ad samnefnara fyrir
endingu, hörku og úthald. Raunar er
hvergi selt meira af Subaru midad vid
höfdatölu en einmitt á fslandi.
Þad ætti enginn ad kaupa sér bíl án þess
ad koma fyrst og reynsluaka Subaru.
Spyrdu bara Subarueigendur. Þeir vita af
hverju Subaru eru sennilega gáfulegustu
bílakaup sem þú gerir:
„Hey, þetta er ísland!"
Forester 2.590.000,- Forester PLUS 2.890.000,- Forester LUX 3.190.000,-
Ingvar Helgason Sævarhöfða 2 Slmi 525-8000 Opið: Mán. 10-18, þri.-fös. 9 -18, lau. 12 -16.
Umboðsmenn Akureyri Njarðvlk Höfn I Hornafirói —I
um land allt 464-7940 421-8808 478-1990 J