blaðið

Ulloq

blaðið - 25.05.2007, Qupperneq 12

blaðið - 25.05.2007, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 blaðið UTAN ÚR HEIMI KÍNA Greenspan spáir niðursveiflu Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkj- anna, segir að kínverski hlutabréfamarkaðurinn sé ofmetinn. Búast megi við hraðri niðursveiflu. 50 pró- senta hækkun frá ársbyrjun gæti ekki gengið til lengdar. Áhrifa orðanna gætti í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. FRAKKLANO Borga innflytjendum til að fara heim Frönsk yfirvöld hafa boðið innflytjendum greiðslu snúi þeir aftur til heimalandsins. Átakinu er einkum beint að innflytjendum frá Afríku. Svipað átak var gert fyrir tveimur árum og sneru þá 3 þúsund innflytjendur heim. Tvær milljónir afrískra innflytjenda búa í Frakklandi. McDonalds vill breyta orðabókinni Skyndibitarisinn McDonalds vill breyta skilgreiningu Oxford-orðabókarinnar á starfsheitinu McJob sem skilgreinir heitið sem „slævandi láglaunastarf með litlum væntingum". Fyrirtækisins segja skilgreininguna móðg- andi fyrir 67 þúsund starfsmenn McDonalds. Napólí: íbúar að kafna í rusli íbúar í Napólí á Ítalíu eru að kafna í rusli. Einn af ruslahaug- um borgarinnar er yfirfullur og því hafa sorphirðumenn ekki getað safnað rusli svo viðunandi sé. Þetta hefur haft mikil áhrif á mannlíf borgarinnar, því ruslið hefur safnast saman á götum úti svo mikla ólykt leggur af. Ekki bætir úr skák að hitabylgja hefur ríkt að undanförnu sem. magnað hefur upp lyktina. Almenningur hefur tekið upp á því að kveikja í ruslahaugnum og í fyrrinótt loguðu 130 slíkir eldar. Borgarstjórinn hefur farið fram á aðstoð vegna þessa, því óttast er að ferðamannaiðnaður- inn hljóti skaða af og áhyggjur eru af farsóttum. Nokkrum skólum hefur verið lokað vegna músafaraldurs sem fylgir ruslinu. Ttjúklingastaðurinn ★ SuÖurveri ★ Kplheilsa Ikl Uffl -hétöu þéó gott BARNA VÍT Náttúruleg vítamln og steinefni fyrtr born til aö tyggja eöa sjúga 120 töflur Bragögóðar vítamíntöflur fyrir börn og unglinga ■ílflraiioHrn Et under Gríðarlegur eldur í olíubirgðastöð í Noregi: Ástandið minnti á Pearl Harbour ■ Eldurinn náði 60 metra upp í loftið ■ Tíu manns á sjúkrahús Eftir Magnús Geir Eyjóifsson magnus@bladid.net Gríðarlegur eldsvoði varð í olíu- birgðastöð Vest Tank í Slovág í Noregi, skammt frá Bergen í gær. Eldtungurnar náðu 60 metra upp í loftið og varð að rýma stórt svæði. Engan sakaði í eldsvoðanum, en tíu manns voru fluttir á sjúkrahús með reykeitrun. Eldurinn kviknaði eftir gríðar- lega sprengingu rétt eftir klukkan tíu í gærmorgun. Upphaflega var talið að kviknað hefði í báti í höfn- inni, en síðar kom í ljós að spreng- ingin hafði orðið í einum af 14 olíu- birgðatönkum á svæðinu. Rúmlega 60 manns börðust við eldinn sem logaði hátt í sex tíma. Notast var við dæluskip auk þess sem slökkvilið frá Bergen var kallað út. Sjónarvottar segja að eldurinn hafi byrjað á gríðarlega mikilli sprengingu og síðan hafi minni sprengingar fylgt í kjölfarið. „Risa- stór stálbiti eða veggur skaust upp í loftið og svo byrjaði allt að loga,“ sagði einn sjónarvotta á staðnum. Annar sjónarvottur, sem staddur var úti á sjó skammt frá eldsvoð- anum, sagði ástandið einna helst minna á árásina á Pearl Harbour. „Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði sprenginguna var að ein- hver væri að hleypa af skotvopni inni í landi. Ég hef séð myndir frá Pearl Harbour og það sem ég sá í Slovág minnti mig á það. Eftir að ég sá hvað gerðist finnst mér krafta- verk að enginn hafi týnt lífi.“ í fyrstu var óttast að um mikið umhverfisslys væri að ræða en svo var ekki. Reykurinn sem mynd- aðist í eldinum innihélt þó efni eins og saltsýru, en hann er ekki talinn hafa verið hættulegur fólki þótt hann kunni að hafa valdið einhverjum óþægindum. íbúar í nágreninu urðu ekki varir við eldinn, en þegar fréttirnar spurð- ust út höfðu margir samband við fjölmiðla og lögreglu og höfðu þeir áhyggjur af geislavirkum efnum á svæðinu. Sá ótti reyndist ástæðulaus. Svæði olíubirgðastöðvarinnar er það stærsta sem Vest Tank hefur til umráða í Noregi. Tjónið er talið nema 20 milljónum norskra króna, eða sem nemur tæpum 210 milljónum íslenskum krónum. 01- íurisinn Statoil er með olíuhreinsi- stöð ekki langt frá Slovág, en aldrei var talin hætta á að eldurinn bærist þangað. Sturla Böðvarsson: Óljóst hvað tekur þá við Embætti forseta Alþingis mun færast yfir til Samfylk- ingarinnar eftir tvö ár. Á dögunum var tilkynnt að Sturla Böðv- arsson myndi fara úr stóli samgönguráð- herra og verða forseti Alþing- is. Nú hefur komið í ljós að stefnt er að því að Samfylkingin taki við embættinu eftir tvö ár. „Ég hef engin áform um það sem gerist eftir tvö ár. Ég er fyrsti þingmaður Norðvestur- kjördæmis og ég er sannfærður um að ég mun fá þá stöðu til að vinna að þeim verkefnum sem dugar mér best," sagði Sturla aðspurður um hvað tæki við hjá honum eftir tvö ár. „Samgöngumálin eru mjög skemmtileg viðfangsefni og ég sé að sjálfsögðu eftir því að sinna starfi samgönguráðherra." Og hann bætti við: „Ég hef átt mjög góða daga og árangurs- ríka í samgönguráðuneytinu og tel að eftirmaður minn taki þar við mjög góðu búi.“ Kynferöisbrot: Fangelsi í 15 mánuöi Maður var fyrir Hæstarétti í gær dæmdur til 15 mánaða fangelsis og til að greiða stúlku 700 þúsund krónur í miskabætur fyrir að þvinga hana með ofbeldi til annarra kynferðismaka en samræðis. Súlkan var einungis 13 ára er glæpurinn átti sér stað. Maður- inn neitaði sök og hafði áfrýj- að 18 mánaða fangelsisdómi Héraðsdóms Suðurlands. Dómurum Hæstaréttar þótti hins vegar framburður stúlk- unnar trúverðugur, en hann fékk stoð í framburði vitna. DNA-sýni og andlegt ástand stúlkunnar eftir atvikið þótti einnig styðja framburð hennar. Fra Bergen 1 Noregi Sextíu börðust við eld í olíubirgðastöð í sex kluk- kustundir. Hér til hliðar má sjá eldinn á mynd sem birtistá vef Aftenposten. Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Sverrir Einarsson Hermann Jónasson Geir Harðarson Bryndís Valbjamardóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Kistur • Krossar • Sáimaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmióla • Landsbyggðarþjónusta • Lfkflutningar Þingflokkur Frjálslynda flokksins: Kristinn Kristinn H. Gunnarsson var kjörinn formaður nýs þingflokks Frjálslynda flokksins á fundi hans í gær. Kristinn hefur áður verið formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins og varaformaður þingflokks Alþýðubandalagsins og hefur því mikla reynslu í þessu embætti. Á fundinum skipti þing- flokkurinn með sér verkum auk þess að samþykkja ályktun vegna stöðunnar á Flateyri. I henni segir: „Þingflokkur Frjálslynda flokksins krefst þess af nýrri ríkisstjórn að hún láti vanda sjávarþorpanna til formaður á þingi sín taka án tafar og lýsir sig reiðu- niðurstöðu fyrir íbúana og lands- búinn til samstarfs um farsæla menn alla.“

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.