blaðið - 25.05.2007, Síða 14
blaði
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarf ulltrúi:
Árog dagurehf.
Trausti Hafliðason
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Framsókn og
nýfrj álshy ggj an
Ný ríkisstjórn tók við völdum í landinu í gær, stjórn Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar. Eftir úrslit kosninganna kemur það alls ekki á óvart að þessir
flokkar hafi ákveðið að vinna saman. Geir H. Haarde lýsti því reyndar yfir
eftir kosningarnar að góðar líkur væru á áframhaldandi stjórnarsamstarfi
Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Það gerði hann líkast til vegna þess
að hann er kurteis maður. Hann vildi í það minnsta láta hlutina líta þannig
út eins og hann væri í raunverulegum viðræðum við Framsókn. Hann vildi
ekki sparka fastar í flokkinn en kjósendur höfðu þegar gert í kosningunum.
Fljótlega varð ljóst að lítil alvara var í viðræðum Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks enda varla annars að vænta. Það hefði ekki verið skynsamlegt
að mynda hér stjórn með eins þingmanns meirihluta. Stjórn þar sem for-
maður annars flokksins væri utan þings. Stjórn þar sem annar flokkurinn
hefði varla nægilega marga menn til að setjast í ráðherrastólana. Stjórn þar
sem annar flokkurinn hefði sögulega aldrei haft minni stuðning eftir kosn-
ingar. Það hefði varla ríkt þjóðarsátt um slíka stjórn.
Það var því fljótlega ljóst í hvað stefndi. Vinstri grænir fóru á taugum.
Voru nánast komnir á hnén þegar þeir biðluðu til Sjálfstæðisflokks um sam-
starf. Forystumenn Samfylkingarinnar voru aftur á móti óeðlilega rólegir
á þessum tímapunkti. Ástæðan fyrir þeim rólegheitum er ljós. Þeir voru
þegar komnir í óformlegar viðræður við Sjálfstæðisflokkinn. Niðurstaðan
er nú sú að mynduð hefur verið ríkisstjórn sem formenn flokkanna kalla
frjálslynda umbótastjórn.
Framsóknarflokkurinn er í sárum og það endurspeglast í viðbrögðum
forystumanna hans við nýrri stjórn. Þeir segja að nýja stjórnin verði hægri-
sinnuð nýfrjálshyggjustjórn. Þegar Jón Sigurðsson, fráfarandi formaður, og
Guðni Ágústsson, nýr formaður, voru beðnir að útskýra þetta í Blaðinu í gær
var fátt um svör. Slagorðapólitíkin heldur áfram. Guðni sagði: „Það liggur
alltaf fyrir að þegar þessi flokkar ná saman leggjast þeir á hægri hliðina.”
Formaður Framsóknarflokksins veit vel að Samfylkingin hefur aldrei áður
verið í stjórn.
Það er erfitt að átta sig á þessum nýfrjálshyggjustimpli Framsóknarflokks-
ins. Samfylkingin hefur hingað til verið talin vinstra megin við Framsóknar-
flokkinn. Kannski eru framsóknarmenn hér að boða sókn út á vinstri væng
stjórnmálanna.
Framsóknarmenn hafa líka áhyggjur af því að nýja stjórnin verði fjöl-
miðlastjórn. Að fjölmiðlar muni nú setja upp silkihanskana. Þvílík fásinna.
Hlutverk fjölmiðla er meðal annars að halda uppi gagnrýnni umræðu í sam-
félaginu og þá skiptir engu máli hver á í hlut. Það er frekar að framsóknar-
menn eigi að temja sér gagnrýna hugsun. Líta svolítið í eigin barm. Það er
hverjum stjórnmálaflokki hollt að gera. Sérstaklega flokki sem fengið hefur
útreið í kosningum.
Trausti Hafliðason
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Simbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Z>refaldur pottur!
Náöu þér í Lottómiöa á næsta
sölustaö eða á lotto.is
lotto.ls
14
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007
blaöiö
TtkSvCT
BL9© -
|W$TE*f
0A 0> _ ) JH
L r 1 y A
Vinstri-græn festa sig í sessi
Úrslit nýafstaðinna kosninga
eru okkur Vinstri-grænum fagnað-
arefni. Vinstrihreyfingin - grænt
framboð vann glæsilegan sigur í
alþingiskosningunum, bætti við
sig 5,6 prósentum frá seinustu kosn-
ingum, fékk betri útkomu en í sveit-
arstjórnarkosningunum í fyrra og
festi sig í sessi sem þriðji stærsti
flokkur landsins. Þessi sigur er því
mikilvægur áfangi fyrir flokkinn
sem hefur nú endanlega fest sig í
sessi í íslenskum stjórnmálum.
Nútímaleg stefna
Gott gengi Vinstri-grænna stafar
m.a. af því að flokkurinn hefur
borið nýja strauma inn í íslensk
stjórnmál. Hann byggir á sígildum
arfi vinstristefnunnar en hefur
samþætt hana umhverfisstefnu,
femínisma og friðarstefnu. Því má
segja að stefna Vinstri-grænna sé
að berjast gegn kúgun - í hvaða
mynd sem hún birtist og gegn
hverjum. Við berjumst gegn kúgun
þeirra sem standa verst í samfélag-
inu, hafa lægstu launin eða standa
höllum fæti af öðrum orsökum.
Við berjumst gegn kúgun kvenna
sem um aldir hafa verið verr settar
en karlmenn í samfélagi okkar. Við
berjumst gegn kúgun allra þeirra
sem eru undirokaðir í heiminum
með ofbeldi og stríði. Og við berj-
umst gegn kúgun náttúrunnar sem
hingað til hefur þótt sjálfsagt að
maðurinn undiroki og nýti án þess
að hún hafi gildi í sjálfri sér. Þetta
er nútímaleg vinstristefna, byggð
á hugmyndafræði sjálfbærrar þró-
unar, og gerir Vinstri-græn að
framsýnum flokki í íslenskum
stjórnmálum. Við sem höfum tekið
þátt í að byggja upp þessa hreyf-
ingu í mismörg ár gleðjumst því
innilega yfir árangrinum þó að við
vitum að hann er aðeins áfangi á
langri vegferð.
Höfuðandstæðingur horfinn?
Þessi góða útkoma er auðvitað
mikilvæg í ljósiþeirrar nýju stjórnar
sem hér tók við völdum í gær. Þar
Katrín Jakobsdóttir
sitja saman Sjálfstæðisflokkur sem
bætti við sig 2,9 prósent í kosning-
unum en það fylgi er þó minna en
það sem flokkurinn hefur löngum
haft og Samfylkingin sem tapaði
4,2 prósentum í kosningunum og
er með svipað fylgi og 1999. Það
þarf því engan að undra að Sam-
fylkingin hafi gefið upp á bátinn
í bili hlutverk sitt sem „höfuðand-
stæðingur" Sjálfstæðisflokksins og
ákveðið að deila með honum sæng
næstu árin. Þetta ríkisstjórnarsam-
starf virðist hafa verið í pípunum
talsvert lengi, jafnvel fyrir kosn-
ingar, en óljóst er hver verða aðals-
merki nýrrar stjórnar.
Aðhald mikilvægt
Athygli vekur að Samfylkingin
fær í raun færri ráðuneyti en for-
veri hennar Framsóknarflokkur-
inn; Sjálfstæðisflokkurinn fær
gömlu framsóknarráðuneytin um
heilbrigðismál og landbúnaðarmál
en gefur einungis samgönguráðu-
neytið í staðinn. Svo er iðnaðar- og
viðskiptaráðuneyti slitið í sundur
til að ráðuneytaskiptingin virðist
jöfn.
Nýr stjórnarsáttmáli er al-
mennur sem gerir það að verkum
að kjósendur vita ekki alveg hvert
stjórnin stefnir en gefur þá um leið
nýjum ráðherrum svigrúm til von-
andi góðra verka. Hins vegar veldur
það auðvitað vonbrigðum að sjá
stríðsreksturinn í frak harmaðan
almennum orðum en ekki myndast
við að harma eða taka aftur aðild
okkar að því stríði. Og opnað er á
einkarekstur og ávísanakerfi í heil-
brigðiskerfi sem hlýtur að valda
öllum f slendingum áhyggjum - því
eins og ítrekað hefur komið fram í
könnunum vilja f slendingar eitt öfl-
ugt heilbrigðiskerfi fyrir alla.
Það virðist því full þörf á málefna-
legu og öflugu aðhaldi á þingi fyrir
nýja ríkisstjórn. Nýr og öflugur
þingflokkur Vinstri-grænna mun
sinna því af atorku ásamt öðrum í
stjórnarandstöðu.
Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna
Klippt & skorið
Manna á meðal er það víðtæk skoðun
að breytingar verði á ráðherralista
Sjálfstæðisflokksins fyrr en seinna.
Talið er fullvíst að Björn Bjarnason hverfi til
annarra starfa og frændi hans,
Bjarni Benediktsson, taki við
dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
inu. Óheppilegt hefði verið fyrir
Geir að láta Björn róa núna því
þá hefðu einhverjir getað sagt að þar með væri
Jóhannes í Bónus farinn að ráða of miklu um
framgang stjórnmálanna. Mönnum er þó enn
í fersku minni þegar Inga Jóna Þórðardóttir,
eiginkona Geirs Haarde, dró framboð sitt sem
leiðtogi sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosn-
ingunum 2002 til baka til að hleypa að Birni
Bjarnasyni. Honum tókst reyndar ekki að end-
urheimta borgina, eins og allirvita. Jóhannes
hefur því kannski skemmt fyrir breytingum á
ráðherraliðinu með yfirlýsingu sinni.
w
flokksráðsfundi sjálfstæðismanna
á þriðjudagskvöldið eftir að Geir
Haarde forsætisráðherra hafði
kynnt fyrir félögum sínum
stefnuyfirlýsingu flokksins og
Samfylkingarinnar kvaddi séra
Hjálmar Jónsson sér hljóðs.
Hjálmar hafði tekið eftir því
líkt og aðrir að mjög hefði farið vel á með
þeim Ingibjörgu Sólrúnu og Geir f stjórn-
armyndunarviðræðunum. Hann lét því
þessa limru flakka og er haft fyrir satt að
forsætisráðherrann hefði sýnt feimni undir
kveðskapnum.
Þó að oftmegiárangurs vona
og Ingibjörg Sólrún sé kona
ogstjórninséklár
ogkvittnæstuár
þá kysstu' ekki konuna svona.
etta varð öðrum fundargestum hvatn-
ing til að gera enn betur. En hvernig þá?
spurði Hálfdan Armann Björnsson
og fylgdi því eftir með þessari limru:
Hann vildijú varla miss'ana,
og valdiþvi upp að hyss'ana.
Einn úr guðfræðastétt,
sá hann gerði ei rétt,
en hvernig átt'ann að kyss'ana?
Þá skilgreindi Hjálmar sig svolítið betur og
sagði:
Rétt var að gulltryggja grunninn,
Geir fannað björninn var unninn.
En þurfti enn kossa
með þvilíkum blossa
ogþaðsvona beint á munninn?
elin@bladid.net