blaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 blaöiA kolbrun@bladid.net Ef lýöurinn fær að ákveöa hvern á að krossfesta mun hann alltaf bjarga Barabbas. Jean Cocteau Afmælisborn dagsms BEVERLY SILLS ÓPERUSÖNGKONA, 1929 MILES DAVIS DJASSISTI, 1926 IAN MCKELLEN LEIKARI, 1939 JPV á toppnum í apríl og maímánuði frumútgaf JPV útgáfa allnokkrar bækur í kilju. Útgáfustjórinn Jóhann Páll Valdimarsson sagði þá að þarna væri á ferð tilraun til að dreifa bókaútgáfunni en sagði jafnframt að viðtökur yrðu að verða góðar ef dæmið ætti að ganga upp. Jóhann Páll hlýtur að vera ansi kátur þessa dagana því þjóðin hefur tekið tilraun hans fagnandi. Kiljurnar hafa þotið upp metsölulistann og undanfarnar vikur hefur JPV útgáfa átt allt að 7 til 9 bækur á topp tíu metsölulistanum. Sann- arlega glæsilegur árangur sem hlýtur að gefa vísbendingu um áframhaldandi öfluga kiljuúgáfu hjá JPV. Valgarður Egilsson „Mérsýnist aö ég veröi að fara að sinna skriftum meira. Ég er búinn Mynd/Eyþór A mörkum tveggja heima Biblían á hljóðbók Metsölubókin Biblían á 100 mínútum er komin út á hljóðbók. Allir þekkja Biblíuna, bók bók- anna. En alltof Biblían fáir hafa lesið í henni, hvað loomínúmm þá lesið hana spjaldanna á . milli. Biblían á 100 mín- útum geymir frásagnir Biblfunnar í hnotskurn - frá Mósebókunum til Opinber- unarbókarinnar. í formála kemst biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, meðal annars svo að orði: „Ég fagna útkomu Biblíunnar á 100 mínútum. [Hún] er skemmtilegt og handhægt yfirlit. .. [og] gefur giögga innsýn í meginstef Biblíunnar og handhægan leiðarþráð til að rata gegnum hana.“ Biblían á 100 mínútum er á tveimur geisladiskum. Lesari er Sigurður Skúlason leikari. jóðin endurspegla nokk- uð mikið lífshaup mitt. Þarna er sitthvað af mynd- um frá byrjun ævi minn- ar og svo frá starfsævinni sem læknir og rannsakandi því ég hef verið að rannsaka krabbamein frá 1972 og hef verið að gramsa í orkustöðvum frumunnar," segir Valgarður Egilsson læknir sem hef- ur sent frá sér ljóðabókina Á mörk- um. Fólk tengir krabbamein gjarnan við dauðann. Kemur dauðinn við sögu i Ijóðunum? „Það glittir í dauðann í flestöllum ljóðunum enda er hann einhvers staðar þarna úti við sjóndeildar- hringinn. í þessum ljóðum er mik- ið af stemningum en söguljóð hafa einnig ætíð heillað mig og ég yrki þannig ljóð. Ég held líka að nátt- úran sé þarna víða að baki. Saga mannkyns er mér mjög ofarlega í huga, allt aftur til forfeðra okkar fyrir þremur milljónum ára í Afr- íku. I bókinni er sérstakt kvæði til Lucy, sem er elsta formóðir okkar mannanna. Kúpan af henni er varð- veitt og ég veit að ef ég myndi horfa í tómar augntóftir hennar myndi ég horfa undan því ég veit að Lucy hef- ur átt sína drauma og væntingar." Maðurinn sem efnisvera Þú hefurskrifað leikrit, skáldsögu og ort Ijóð. Hvernær fórstu að sinna skáldskapnum? „Þegar ég var yngri hélt ég að það myndi liggja fyrir mér að verða teiknari að atvinnu og ég hef haldið áfram að teikna. í menntaskóla var ég orðinn hneigður fyrir bókmennt- ir og heimspeki en komst að þeirri niðurstöðu að ég yrði að þekkja manninn sem efnisveru og vél. Þess vegna fór ég í læknisfræði. Upp úr tvítugu fór ég að leyfa skáldskapnum að þróast. Ég byrjaði á því að skrifa leikrit. Leikritaform- ið er líkt mannlífinu því mannlífið er gjarnan land, fólk og atburðir. Leikrit fór ég að skrifa mestmegnis vegna þess að mér fannst svo heill- andi að heyra mannsrödd uppi á sviði. Ég man vel eftir rödd Lárus- ar Pálssonar sem var dásamleg og hafði mikil áhrif á mig. Þegar ég er alvarlegur skrifa ég prósa og þegar ég er að leika mér þá teikna ég. Ég held að leikritaformið heilli mig allra mest því það er svo margslungið." Titillþessarar nýju Ijóðabókar, Á mörkum, hvað merkirhann? „Allt líf er ævinlega á mörkum tveggja heima. Það þarf ekki að taka fram þetta með líf og dauða en ef við lítum til dæmis til veður- fars þá erum við alltaf á mörkum plús/mínus celsíus. Og í lífi frumu gerast allir hlutir á mörkum fitu- fasans og vatnsfasans. Það er hægt að taka hundrað dæmi í viðbót." Hefur aldrei verið togstreita á milli læknisins og listamannsins í þínu lífi? „Lengi vel var þetta ósköp eðli- leg skipting en ég finn alvarlega fyrir því núna að hvort um sig krefst meiri tíma og mér sýnist að ég verði að fara að sinna skriftum meira. Ég er búinn að vera of lengi í hléi.“ Sveitamarkaður !!! Við / Laxá í Hvalfjarðarsveit Opið laugardag 26 mai og mánudag 28 mai og allar helgar í sumar Sími 5510783 - 8943153 menningarmolinn Thomas Mann verður fyrir ahrifum Á þessum degi árið 1911 heim- sótti Thomas Mann Lido í Feneyj- um og fékk þar hugmyndina að skáldsögunni Dauðinn í Feneyjum. Bókin kom út árið 1912 og þar seg- ir frá þekktum þýskum rithöfundi, Gustav von Aschenbach, sem vegna hrifningar sinnar á ungum dreng kýs að dvelja í Feneyjum þar sem kólera geisar. Bókin hefur kom- ið út í íslenskri þýðingu. Italski kvikmyndaleikstjórinn Luchino Visconti gerði rómaða mynd eftir bókinni árið 1971 þar sem Dirk Bog- arde fór með aðalhlutverkið. Mann hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1929. Þegar Hitl- er komst til valda flutti Mann til Sviss og síðan til Bandaríkjanna. Hann lést árið 1955. Meðal fræg- ustu verka hans eru Buddenbrooks, Töfrafjallið og Doktor Fástus.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.