blaðið

Ulloq

blaðið - 25.05.2007, Qupperneq 24

blaðið - 25.05.2007, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 blaðið Guölaugur Þór Þóröarson er nýr heilbrigöisráöherra Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti heilbrigð- isráðherra í gær og sest þar með í ráð- herrastól í fyrsta sinn. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Guðlaugur lengi verið viðloðandi stjórnmál enda segir hann að það eigi vel við sig. í samtali við Svanhvíti Ljósbjörgu Guðmundsdóttur viðurkennir hann að hann hafi verið að vonast eftir að setjast í stól ráðherra í nýrri ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingar. „Ég held að flestir sem eru í stjórnmálum hafi mikinn áhuga á því að verða ráðherrar. Eftir samtal við Geir H. Haarde fyrr um daginn áttaði ég mig á að það var möguleiki á að ég fengi stól heilbrigðisráðherra. Hann tók það hins vegar skýrt fram að hann væri ekki búinn að taka ákvörðun um það og væri ekki að lofa mér neinu. Ég beið því rólegur eftir niðurstöðunni og vissi ekkert meira en aðrir, það hefði alveg eins getað verið á hinn veginn.“ Óhræddur við mikla vinnu Guðlaugur er fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt starf. „Starfið leggst vel í mig og ég held að allir séu meðvitaðir um að þetta er krefj- andi verkefni. Það er núbara þannig í lífinu að maður þarf að takast á við erfið verkefni líka. Það er ekki þannig að maður geti farið beina og einfalda braut. Það er alveg ljóst að þetta er málaflokkur sem skiptir miklu máli og hefur alltaf gert það en er kannski meira áberandi í um- ræðunni nú en oft áður. Það er góð samstaða um það í ríkisstjórn og á milli ríkisstjórnarflokkanna að taka vel á málum en þetta snýst nú að sjálfsögðu ekki bara um mig einan. Heilbrigðiskerfið veltur ekki á einum manni. Gæði þess byggja á samstarfi fólksins sem þar starfar, stjórnmálanna og í raun og veru þjóðarinnar allrar. Ég mun beita mér fyrir því að samstarfið verði gott og að það náist þokkaleg samstaða um þá hluti sem þarf að fara í,“ segir Guð- laugur sem er hvergi smeykur. „Ég er ekki vanur að hræðast verkefni og vinnu. Það er lykilatriði í þessu, sem og í öðru sem maður tekur sér fyrir hendur, að sjá tækifærin og nálgast þetta af yfirvegun. Það liggur alveg fyrir að þetta verður mikil vinna en ég hef aldrei hræðst að vinna mikið og ég hef unnið mikið alla ævi, hvort sem það er í stjórnmálum eða ann- ars staðar.“ Árás á Sjálfstæðisflokkinn Aðspurður hvað Guðlaugi finnist um viðurnefnið Baugsstjórnina seg- ist hann hvorki skilja upp né niður í þeim málflutningi. „Ef ég skil þessa samsæriskenningu Guðna Agústssonar þá gengur hún út á það að það kemur aukablað í DV um alþingiskosningarnar. Samkvæmt túlkun Guðna átti blaðið að hjálpa Sjálfstæðisflokknum og Samfylking- unni að komast í stjórn. Ég vona að það verði aldrei aftur gefið út sam- bærilegt blað til að hjálpa Sjálfstæð- isflokknum því ef þetta hjálpaði flokknum þá kann ég ekkert fyrir mér í kosningabaráttu. Við skulum ekki nota stór orð en ég get alveg sagt það að það var ekki mikil gleði í herbúðum sjálfstæðismanna þegar við fengum blaðið. Þetta eru hrein- lega árásir á Sjálfstæðisflokkinn, við vorum mjög ósáttir og töldum að það væri mjög ómaklega að flokknum og ríkisstjórninni vegið í þessu blaði. Flestir þeirra sem skrifuðu í blaðið voru svarnir andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins og þeir voru með mjög sérstakar útleggingar á efna- hagsmálum og ýmsu öðru. Það er al- gjörlega öruggt að þetta varð ekki til að hjálpa Sjálfstæðisflokknum og ég veit ekki hvernig þetta átti að verða til þess að búa til stjórn Sjálfstæðis- flokksins og Samfylkingar en það er annað mál.“ Eigum að gera háar kröfur Heilbrigðiskerfið var töluvert gagnrýnt fyrir kosningar og sérstak- lega var fólki tíðrætt um manneklu og biðlista. Guðlaugur segir að þrátt fyrir það séu flestir sammála um að heilbrigðiskerfið sé gott. „Við höfum afbragðs gott starfsfólk og heilbrigð- iskerfi okkar stenst fyllilega saman- burð við þau lönd sem við berum okkur saman við. Það er ekki þar með sagt að við getum ekki eða eigum ekki að leitast við að gera betur. Við eigum að setja markið hátt. Það er hins vegar varhugavert að nálgast mál með þeim hætti að það sé hægt að leysa allan vanda alltaf. Sem betur fer er eðli heilbrigð- ismála þannig að eftirspurnin er endalaus og hún mun bara aukast. Margt af því sem við gátum ekki læknað í gær getum við læknað i dag eða á morgun. Það liggur fyrir að það er endalaust verkefni að vinna að betri heilbrigðisþjónustu svo við höfum sem skilvirkast og best kerfi. Það er á sama hátt gríðarlegt verk- efni sem lýtur að forvörnum því við viljum líka byggja upp þjóðfélag sem kemur í veg fyrir að við þurfum að leita aðstoðar heilbrigðiskerfisins." Almenn sátt um markmið I stjórnarsáttmálanum kemur fram að skapa eigi svigrúm til fjöl- breytilegra rekstrarforma í heil- brigðisþjónustu, meðal annars með útboðum og þjónustusamningum. Guðlaugur segir að í þessu felist ekki stórvægilegar breytingar. „Þetta snýst um það eitt að nýta kosti einka- reksturs til að bæta og efla þjónust- una. Það eru ekki deilur um það að hið opinbera beri langstærstan hluta af þessum kostnaði og það er enginn að tala um að breyta því. Ég veit ekki til þess að neinn stjórn- málamaður hafi áhuga á að byggja hér upp kerfi þar sem menn geti ekki notað þjónustu óháð efnahag. Ég tel að það hafi verið góð reynsla af því að semja við frjáls félagasam- tök og einstaklinga til að sinna þess- ari þjónustu. Ástæðan fyrir því að þetta er gert er fyrst og fremst til að veita áfram góða þjónustu og fá eins mikið fyrir fjármunina og mögulegt er. Ég held að það sé almenn sátt um markmiðin og svo er bara spurning um hvernig má ná þeim með sem bestum hætti.“ Forvarnarmál mikilvæg Guðlaugur segist vera með margar hugmyndir um hvernig megi ná þessum tilteknu markmiðum. „Hins vegar hef ég það fyrir reglu að mér finnst betra að láta verkin Guolaugur Þór Þórðarson: „Það er góð samstaða um það irikisstjórn og á milli rikisstjómarflokkanna að taka vel á málum en þetta snýst nú að sjálfsögðu ekki bara um mig einan. “ Hræðist ekki verkefnið

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.