blaðið - 25.05.2007, Side 25

blaðið - 25.05.2007, Side 25
blaðið FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 25 tala. Ég held að það sé betra að móta fyrst stefnu og framfylgja henni en að vera með stórar yfirlýsingar. Það liggur fyrir að það er mitt hlutverk að framfylgja stjórnarsáttmálanum og ég er mjög ánægður með það sem þar kemur fram. Einn þáttur sem mér finnst vera gríðarlega mikil- vægur eru forvarnarmálin. Ef okkur tekst vel til með forvarnir þá þarf fólk minna á þessari þjónustu að halda og það er vel. Þjóðin er að eld- ast og það hefur gerst hægar en hjá öðrum þjóðfélögum sem við berum okkur saman við. Sú staðreynd mun kalla á aukna eftirspurn eftirþessari þjónustu,“ segir Guðlaugur sem stað- hæfir að hingað til hafi verið velferð- arstjórn við völd. „Sjálfstæðisflokk- urinn væri ekki það sem hann er og hefur verið síðan 1929 ef hann legði ekki áherslu á velferð. Hann hefur sýnt það hvað eftir annað í nútíð, fortíð og mun sýna það í framtíð að hann hefur áhuga á velferðarmálum. Hins vegar liggur það alveg fyrir að allt kostar þetta fjármuni og sem betur fer erum við í þeirri stöðu að við höfum úr fjármunum að moða. Ég man þær kosningar að enginn tal- aði um hvað ætti að gera við pening- ana heldur hvernig ætti að afla pen- inga og sjá til þess að fólkið í landinu væri með vinnu. Við megum aldrei gleyma því að það er forsendan. Ef við gleymum því þá er mjög stutt í það að við séum ekki með þær að- stæður að geta skapað hér gott örygg- isnet og velferðarkerfi." „Ég hefmörg og fjölbreytt áhugamál en þau eiga það öll sameiginlegt að ég næ að sinna þeim mjög lítið. Það mun ekki breytast núna." Kunni ekki að bregðast við Guðlaugur hefur sjálfur reynslu af spítalavist því hann brenndist illa á baki í desember síðastliðnum. Hann fór í mikla aðgerð og lá á spítala í nokkrar vikur, einmitt yfir jólin. „Ég finn fyrir örlitlum óþægindum en það er ekkert sem tekur að minnast á. Við þetta tæki- færi fékk ég að kynnast því hvað heilbrigðiskerfið getur verið gott. Ég var í höndum frábærs fólks sem gerði allt til að gera mér lífið sem allra þægilegast. Ég lærði ým- islegt af þessu og ég setti mér það sem markmið að koma í veg fyrir að aðrir lendi í þessu. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta, er á besta aldri til að lenda í svona en þetta er sérstaklega alvarlegt þegar ung börn og eldra fólk brennir sig illa. Ég kunni ekki að bregðast við en ég hefði sloppið betur ef ég hefði gert það sem maður á að gera, sem er að leggjast í gólfið strax og slökkva eld- inn. Þetta er hluti af forvörnum sem er mikilvægt fyrir okkur að kenna, sérstaklega í gegnum skólakerfið. Að beita mér fyrir forvörnum á þessu sviði og mörgum öðrum er eitt af því sem ég fæ tækifæri til í þessu ráðuneyti. Oft er hægt að koma í veg fyrir slys og það er það sem við eigum að gera.“ Með börnin að láni Guðlaugur segist vera hepp- inn því hann hefur alltaf verið í skemmtilegum störfum. „Ég hef reynt að hafa þá reglu og það hefur nýst mér ágætlega að reyna að starfa að því sem ég hef gaman af. Ég held það sé mjög erfitt að ná árangri í því sem maður hefur ekki gaman af. Ef maður hefur ekki gaman af starfi sínu þá á maður að finna sér eitthvað annað. Ég hef unnið við ýmis störf, til að mynda í fjármálageiranum, sem mér þótti mjög skemmtilegt. Niðurstaðan var hins vegar sú að mig langaði að helga mig stjórnmálum. Ég hef verið lánsamur og mér hafa verið falin skemmtileg og krefjandi störf. Ég er búinn að læra afskaplega mikið og hef vonandi látið gott af mér leiða á ýmsum sviðum. Þegar ég skoða hvað ég hef gert á vett- vangi stjórnmála þá er það mjög fjölbreytt enda er það þannig að ég hef áhuga á fjölmörgum málum. Ég hef mörg og fjölbreytt áhugamál en þau eiga það öll sameiginlegt að ég næ að sinna þeim mjög lítið. Það mun ekki breytast núna,“ segir Guð- laugur og hlær. „Það er ekkert nýtt fyrir mig að vinna mikið og það er afskaplega íslenskt. Það skiptir hins vegar máli að hafa eitthvert jafn- vægi. Ég á stóra fjölskyldu og það er mikil ábyrgð að fá börn að láni, en þegar maður er uppalandi er maður í raun með börnin að láni í 15-20 ár og svo verður maður að vona það besta. Ég ætla að skipuleggja tíma minn þannig að ég standi þá skyldu sem er auðvitað mjög ánægjuleg. Hins vegar veit ég alveg að embætti heilbrigðisráðherra er mikið starf og stjórnmál eru það líka ef maður ætlar að sinna þeim vel.“ Gott skipulag Aðspurður hvernig Guðlaugur og kona hans, Ágústa Johnson, nýta frítímann með börnunum segir Guð- laugur að það skipti miklu máli að skipuleggja þann tíma. Saman eiga Guðlaugur og Ágústa 5 ára tvíbura auk þess sem Ágústa á tvö börn frá fyrra hjónabandi. „Við reynum að skipuleggja okkur eins vel og við getum og gerum ráð fyrir þessum tíma með fjölskyldunni. Það er mjög auðvelt að gleyma sér, tíminn líður hratt og maður getur staðið sjálfan sig að því að hitta varla börnin sín nema á matmálstímum, á morgnana og kannski á kvöldin. Við reynum því að koma á ákveðnum reglum og hefðum eins og að borða alltaf fjölskyldumat á sunnudagskvöldum. Sömuleiðis reynum við að koma því við að fara reglulega með allri fjöl- skyldunni í frí innanlands eða utan, þannig að hún sé öll saman. Þegar það er farið að róast hjá okkur og við höfum meiri tíma þýðir lítið að fara að reyna að kynnast börnunum ef maður gerði það ekki á meðan tæki- færi var til og manni bar í raun og veru skylda til þess að sinna þeim.“ Lánsamur „Ég er ennþá ástfanginn,“ segir Guðlaugur feimnislega. „Ég var afskaplega lánsamur að eignast Ágústu fyrir konu og furða mig oft á því af hverju hún gekkst við því en ég kvarta ekki undan þeirri ákvörðun hennar. Síðan erum við svo lánsöm að eiga mikið af börnum, afskaplega góða fjölskyldu, foreldra og tengdaforeldra og mikið af vinum og kunningjum. Ég er afskaplega hamingjusamur enda eru það fjölskyldan og vinir sem gefa lífinu gildi. Það eru mikil verð- mæti sem maður þarf að muna eftir og hafa í huga. Maður getur dottið í það að vera upptekinn af hlutum sem í heildina skipta litlu máli. Það er auðvelt að átta sig ekki á því hvað maður hefur en vera frekar að svekkja sig á því sem maður hefur ekki. Það veit enginn sína ævina fyrr en öll er og það skiptir máli að maður kunni að meta það sem maður á, gefi því tíma og leyfi fólki að finna fyrir því. Þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir það mestu máli.“ svanhvit@bladid.net Nú verður líf og fjör á Sinfóníutónleikum því flytja á tónleikauppfærslu Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar á hinum geysivinsæla söngleik Avaxtakörfunni. Sannkallaðir fjölskyldutónleikar sem enginn má missa af! Miðasala er hafin. SINFÓNÍA ÚR ÁVAXTAKÖRFUNNI f HÁSKÓLABÍÓI LAUGARDAGINN 2. JÚNÍ KL 14.00 LAUGARDAGINN 2. JÚNÍ KL. 17.00 MIÐAVERÐ ::: I.ÓOO / 1.200 KR. FYRIR 16 ÁRA OG YNGRI SINFONIUHLJOMSVEIT ÍSLANDS SÍMI545 2500::: W%/V.SINFONIA.IS

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.