blaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 blaðiö INNLENT LÖGREGLA Vinnuvél veltur á hringtorg Vinnuvél valt af bíl þegar verið var að ferja hana milli staða. Atburðurinn átti sér stað rétt fyrir tvöleytið í gærdag á horni Lönguhlíðar og Flókagötu. Vinnuvélin valt á umferðareyju og varð fyrir talsverðum skemmdum. Vegfarendum brá að vonum en engin meiðsli urðu á fólki. REYKJAVÍK Komin til meðvitundar Unga konan sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Suðurlandsvegi í lok maí er komin til með- vitundar, en henni hafði verið haldið sofandi í öndunarvél. Búið er að útskrifa karlmanninn sem var með henni í bílnum af sjúkrahúsi. RÍKISSAKSÓKNARI Ákærður fyrir nauðgun Ríkissaksóknari hefur ákært nítján ára pilt fyrir nauðgun en málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mið- vikudag. Er pilturinn grunaður um að hafa ráðist á nítján ára stúlku og nauðgað henni á kvennasalerni í kjallara Radisson SAS Hótel Sögu við Hagatorg 18. mars. Kærir umfjöllun Mannlífs og ísafoldar: Vill að þeir borgi „Ég ætla að láta þá borga. Það er það eina sem þetta fólk skilur,“ segir Gunnar I. Birgisson bæjar- stjóri í Kópavogi. Hann hyggst höfða mál á hendur tímaritunum Mannlífi og ísafold vegna umfjöll- unar þeirra um sig. Gunnar segir að hann muni fara fram á háar skaðabætur. „Mér finnst ekki hægt að einhverjir óforskammaðir blaðamenn geti tekið æruna af fólki og þurfi ekki standa frammi fyrir því. Svo er spurning hvort það er eitthvað af þeim að hafa. Ég hef mestar áhyggjur af því.“ Isafold birti grein um Gunnar og tengsl hans við súlustaðinn Goldfingar og í gær birti Mannlíf grein um Gunnar þar sem tengslin KÓNGURIÍ iíí KÓPAVOGi eru ítrekuð, hann sagður eiga við áfengisvandamál að stríða og fjallað ítarlega um viðskiptahætti hans. „Það er fullt af óhróðri og öðru sem er ekki góðum blaða- mönnum sæmandi. Það er vegið að minni persónu og æru. Menn eiga ekki að komast upp með slíkt," segir Gunnar. Sumarskór Stærö 36-41 - Verö 5.995 Litir: svart, silfur, gylltir og brons ‘VénM Skóverslun Kringlunni 8 -12 • S: 553 2888 ÚTSALA Friendtex 2007 www.friendtex.is Sími 568 2870 Opnunartími mánudaga-föstudaga 10.00- 18.00 laugardaga 10.00-14.00 Áður 8800 6500 5200 3400 5400 5900 3900 Nú 5000 3990 3200 1990 3800 2900 1500 Erum flutt í nýtt húsnæði að Faxafeni 10 merkt Miró innrömmun 1 Þú færð 17. júní dressið hjá okkur og útskriftarfötin, einnig mikið úrval af fatnaði fyrir þá sem eru á leið í fríið. mm gallabuxur Draktarjakki Dömubuxur Hlýrabolur Kjóll Skór Toppur Burns á íslandi Hér er hann með sendiherra Bandarík- janna, Carol Van Voorst. Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna: írak er ekki stórmál ■ Ratsjárstöðvarnar áfram ■ Fagnar framboðinu til öryggisráðsins Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net Nicholas Burns, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sat hring- borðsumræður með íslenskum fjölmiðla- og stjórnmálamönnum í sendiráðsbústað Bandarikjanna í gær. Þar gafst íslenskum fjölmiðlum einstakt tækifæri til að spyrja hann út í alls kyns málefni. Eftirfarandi mál sem snúa beint að íslandi bar helst á góma. Nýting íslenskrar flughelgi Miklar umræður áttu sér stað á ný- liðnu sumarþingi um hvort að Banda- ríkjaher hefði enn heimild til að nýta sér íslenska lofthelgi og flugvelli í að- gerðir sínar í írak. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur sagt að þetta hafi verið tímabundin heimild sem sé ekki lengur í gildi en Valgerður Sverr- isdóttir, fyrrum utanríksiráðherra, hefur vefengt þá skoðun. Nicholas Burns hvatti fundarmenn til að hugsa um írak sem tvo mismunandi áfanga, annars vegar innrásina sem sé lokið og hins vegar uppbyggingu Iraks að henni lokinni. „Við erum nú á allt öðru stigi. Við erum ekki í stríði við írak heldur erum við þarna í boði ríkisstjórnar íraks til að hjálpa þjóðinni að komast af í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum.“ (rak I stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar íslands segir að hún harmi stríðs- reksturinn í Irak. Burns var spurður um það hvort hann túlki þessa yf- irlýsingu þannig að Island styðji ekki aðgerðir Bandaríkjanna í Irak. Hann svaraði því til að öll ríki ættu rétt á sinni skoðun og að Banda- ríkin virði þær skoðanir. „Það er of mikið af jákvæðum hlutum og of mikið traust í samskiptum Banda- ríkjanna og Islands til að þetta verði stórmál í okkar samskiptum. Þetta er ekki stórmál. Þvert á móti virðist þetta vera yfirlýsing sem snýr að því sem gerðist í írak fyrir fjórum árum mun fremur en það sem er að gerast þar núna.“ Ratsjárstöðvar á íslandi Þegar Bandaríkjaher lokaði her- stöðinni á Miðnesheiði þá var gert samkomulag um að herinn myndi áfram reka ratsjárstöðvar hér á landi fram til 15. ágúst næstkom- andi. Burns segist telja það nauðsyn- legt að viðhalda ratsjárstöðvunum. ,Við erum að semja um þetta við íslensk stjórnvöld. En ratsjár eru nauðsynlegar í nútímaheimi. Við vonumst því til þess að samkomu- lag náist á milli ríkisstjórna Islands og Bandaríkjanna fyrir 15 .ágúst um að viðhalda ratsjárstöðvunum.“ Umsókn íslands til öryggisráðs SÞ Burns vildi ekki gefa út afdráttar- lausan stuðning við umsókn íslend- inga til öryggisráðs Sameinuðuþjóð- anna. „Það er bandarísk hefð að ræða aldrei opinberlega hverja við kjósum í stöður innan Sameinuðu þjóðanna. En við fögnum framboði Islands og óskum ykkur velfarn- aðar með framboðið. Við höfum ekki tekið ákvörðun um hvern við munum kjósa.“ Varnarsamningurinn og brotthvarf hersins Burns sagði skuldbindingu Bandarikjanna við að viðhalda ör- yggi á Islandi afdráttarlausa. „Varnarsamningurinn frá 1951 er í gildi og við höfum skuldbundið okkar við hann. Við erum líka í bandalagi í gegnum fjórðu og fimmtu grein NATO-samkomu- lagsins sem segir að ef íslandi er nokkurn timann hótað árás eða ráðist sé á landið þá skuldbindum við okkur til að bregðast við. Þetta virðist ólíklegt á tuttugustu og fyrstu öldinni en maður veit aldrei. Þess vegna erum við með bandalag á borð við NATO.“ Varðandi brotthvarf hersins síðasta haust sagði hann að það hefði einfaldlega verið þörf fyrir að hugsa um varnir á annan hátt eftir lok kalda stríðsins. „Ég held að Island tryggi öryggi sitt best með þvi að vera með heilbrigt efna- hagslíf, taka þátt í alþjóðavæddum heimi, flytja út hugvit sitt og til- heyra NATO. Ég held að það sé nútímalegasti hugsunarhátturinn um varnir. Ég sé því ekki eftir þess- ari ákvöðrun. Ég held að hún hafi verið nauðsynleg.“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna í heimsókn: ísland einn bandamanna Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra áttu fund með Nicolas Burns, aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, í Ráðherra- bústaðnum í gær. Áfundinum ræddu þau meðal annars fram- boð Islands tll öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. „Við tökum þeirri staðreynd að íslendingar vilji taka sæti ráðinu að sjálfsögðu fagnandi," sagði Burns og tók fram að islendingar væri einn þeirra helsti bandamaður. Hann benti þó á að Banda- ríkin hafa ávallt haft þá reglu að gefa ekki upp hverjum þau greiði atkvæði í kosningu um sæti í öryggisráðinu. Þá var einnig rætt um aukið samstarf við þróun á endurvinnanlegum orkugjöf- um. „Það er Ijóst að í Bandaríkjunum eru miklir mögleikar á að nýta jarðhita," sagði gæti komið Bandaríkjamönnum að góðu Ingibjöru Sólrún og benti á að (slendingar og því mikill áhugi af beggja hálfu fyrir hefðu yfir mikilli þekkingu að búa sem samstarfi. Á blaðamannafundi Ge/'r og Ingi- björg Sólrún funduðu með aöstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.