blaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 15

blaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 15
blaðið FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 15 Rúna Gísladóttir heldur sýninguna Brúöubörn: Brúður fylla bílskúrinn Rúna Gísladóttir hefur í nokkur ár safnað að sér brúðum í öllum stærðum og gerðum. Hún segist eiga um 400 stykki en fyrir sýning- una hefur hún valið um 150 brúður sem hún heldur mest upp á. „Ég byrjaði á þessu í kringum 1996 en þetta hefur ekki verið stöðugt síðan. Ég tók tveggja ára pásu og er nýbyrjuð aftur. Eg fann bara að þegar ég var búin með tvær til þrjár dúkkur í fyrstu, að ég gat ekki hætt! Ætlunin var aldrei að fylla húsið af þessu aukadóti en mér fannst ég þurfa að bæta við vissum tegundum og frá vissum tímabilum." Rúna segir hverja dúkku taka fjölmarga klukkutíma í vinnslu. Hún fær postulinsmót af dúkkum frá Bandaríkjunum sem hún síðan málar í nokkrum umferðum og hitar á milli. „Það þarf að brenna hverja umferð til að skemma ekki fyrstu drættina. Þetta er mjög vandmeðfarið því það er notuð vatnsuppleysanleg málning við þetta. Ég reyni að vanda til verka og hafa þær sem raunverulegastar, en það má annars sjá mismunandi stílbrot eftir hverju tímabili," segir Rúna, sem segir slíkar dúkkur mjög verðmætar. „Miðað við þá vinnu og kostnað á efni sem notað er við þessa dúkku- gerð eru þær sumar metnar á yfir 100.000 krónur. Það eru svo til dúkkur erlendis sem geta kostað vel á þriðju milljón. En ég hef nú ekki verið að selja þær, enda ekki á færi nema efnuðustu safnara að standa í svoleiðis. En ég bið fólk vinsam- legast um að gefa mér dúkkurnar í stað þess að henda þeim, því það eru því miður margar sem enda á öskuhaugunum!" Sýning Rúnu mun halda áfram dag- ana '18. og 19. júní að heimili hennar, Látraströnd 7, Seltjarnarnesi. BLOGGARINN... Einkaviðtöl „Erlendis eralgengt aö fiölmiöill kaupi einkarétt á frásögn fólks af tilteknum atburðum. Þá skuldbind- ur fólkið sig til að ræða ekki við aðra fjölmiðla um atburðinn. Aðrir fjölmiðlar geta einungis sagt frá atburðinum með því að vitna í þann sem keypti einkaréttinn. Ávinningur fjölmiðilsins sem kaupir einkarétt- inn er tvíþættur. Annars vegar situr hann fyrstur að frásögn. Hins vegar er nafni fjöimiðiisins haldið á lofti þegar aðrir fjölmiðlar fara að vitna í hann. Þetta erþað sem kallast einkaviðtöl. Hérlendis er ekki hefð fyrir einkaviðtöium afþessu tagi. íslenskir fjölmiðlar hafa ekki fetað út á þá braut að borga fyrir viðtöt. Það vantar þó ekki að fjölmiðlar, einkum tímarit, auglýsi einkaviðtöi við hinn og þennan. Án þess að um einkaviðtal sé að ræða.“ Jens Kr. Guðmundsson jensgud.blog.is Sinfónían „Sem áhugatónlistarmaður hefur mér alltaf gramist að Islendingar haldi úti og greiði hundruð milljóna til að halda úti sinfóníuhljómsveitinni. Þarna eru 45 manns á launum við að saga fiðlur, 10 cellóleikarar og 7 bassaleikarar. Þá er þarna að finna 25 manns sem blása í lúðra og rör, 7 trommarar og 1 einmana píanóleik- ari. Hljóðfæraleikararnir eru 97, þar af eru 23 útlendingar eða 25% af mannskapnum. Auk 97 hljóðfæraleik- ara eru 11 starfsmenn til að þjóna þeim, þar á meðal eru tveir til að halda á nótun- um og svo kona til að færa þeim kaffið. Að stærstum hluta er þessi hljómsveit að spila í sífellu sömu gömlu tónverkin eft- ir Bach, Beethoven og Brahms og margbúið að setja þetta dót á ptötur. Ég skil ekki hvers vegna ekki er búið að einkavæða þessa hljómsveit." Haukur Nikulásson haukurn.blog.is Vonbrigði „Góðu fréttirnar: I gær varsagt frá þvi að til standi að rifa Morgunblaðshöll- ina.Vondu fréttirnar: Þetta reyndist vera Morgunblaðshöllin í Kringlunni - ekki þeirri við Aðalstrætið, sem er hiklaust eitt af fimm verstu bygging- arslysum Reykjavíkur. Megi Mogga- bloggið lenda undirýtunum ... “ Stefán Pálsson kaninka.net Nefhjól 200 kg 461 S494063 TILBOÐ 3*690,- 5.614,- Ferðakanna 093 RPK16TM TILBOÐ 490,- 677,- 9 Þráðlaus bakk- myndavél og skjár 875 CCD 570FP Framlengingar- snúra 12v 093 RP203EC TILBOÐ 1.090,- -1-652;-• TILBOÐ 39.900,- 44.900;- Framlengingar- spegill 908 3000 TILBOÐ 10.900,- -42.900;- Sjúkrakassi/fyrsta hjálp 708 M30104 TILBOÐ 8*900,- -10:068,- ERTU KLAR í FERÐALAGIÐ? Tilboð á aukahlutum fyrir húsbíla og ferðavagna í verslun N1 Bíldshöfða m/sogskálum 909 35196 TILBOÐ fjoftehgi jfv 'y ,;: í kveíkjara . 095422754 TILBOÐ 1 /j’ '• >/.’ .—____ Neyslurafgeymir 110 Ah 580 813010000 TILBOÐ -II7.990, 20:859,- ;,:írí?t3m3slir 909 35312 TILBOÐ rí- flUþfc / / *.... - GILOAIJUNÍ N1 VERSLUN BILDSHÖFÐA 9 • SIMI 440 1200 WWW.N1.IS OPIÐ VIRKA DAGA 8-18 OPIÐ LAUGARDAGA10-14 Wtfl lilB —i; 48»! 11T—111M) —li.i ———T

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.