blaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 folk@bladid.net rHVAÐ Hafa getnaðarvarnir selst FlísjNST upp sökum NATO sjóliðanna? ÞER? HEYRST HEFUR „Em sjóliðar héma? Nei, ég hef ekki orðið vör við aukn- ingu í sölu, því miður. Ragnhildur Magnúsdóttir er útvarpskona á Bylgjunni: blaöiö Unntir Björgvinsdóttir, lyfjafræðingur í Lyfju Lágmúla Um 700 sjóliðar á vegum Nato komu tii landsins I gær frá Banda- ríkjunum, Spáni og Þýskaiandi. Hafa sumir karimenn áhyggjur af fslensku kvenþjóðinni, sem eflaust má rekja til afbrýðisemi. ÞAÐ STEFNIR í að Island verði milljónaþjóð innan skamms segja sumir, en hingað eru komnir 700 vaskir sjóliðar á vegum Atlantshafs- bandalagsins frá Bandaríkjunum, Spáni og Þýskalandi. Gárungar hafa talað um að nýtt „ástand" geti skapast enda eru til nýleg fordæmi fyrir áhuga kvenþjóðar- innar á útlendum sjóliðum og því ótti íslenska karlpeningsins ekki ástæðulaus. Hins vegar, samanber Hvað finnst þér-dálkinn hér að ofanverðu, verðum við að vona að sala á getnaðar- vörnum fari samt að aukast, því ekki stoppa sjóliðarnir i einangrunar- stöðinni í Reykja- nesbæjar- höfnum... ÞAÐ varð uppi fótur og fit í þjóðfé- laginu fyrir nokkrum árum þegar forsiðumynd birtist af blökkukonu í skautbúningi íslands. Það er vonandi að þjóðin hafi þroskast örlítið síðan þá, því fjallkonan í Hafnarfirði í ár heitir Beata Anna Janczak og er af pólsku bergi brotin. Gaman væri að heyra hvað Frjálslynda flokknum þykir um málið, en líklegast verður það eitthvað lítið, enda langt í næstu kosningar... NÚ ER GOTT að búa í Kópavogi því Gunnar Birgisson og félagar stefna á að gefa íbúum bæjarins frítt í strætó. Verður eflaust mikil ánægja með framtakið enda gefist vel t.d. á Akureyri og víst að meiri- hlutinn mun stæra sig af þessari ákvörðun í næstu kosningum, ef af henni verður. Hins vegar má minna á það, að Samfylkingin og Vinstri græn voru með málið á stefnuskrá sinni og Sjálfstæðis- flokkur hugmyndinni andvígur fyrir síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar og virðist því nokkur hugar- farsbreyting vera að eiga sér stað í Kópavoginum, hljóti tillagan samþykkt meirihluta... Gerir heimildarmynd um hipphopp Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Ragnhildi Magnúsdóttur þekkja margir sem útvarpskonu á Bylgj- unni. Henni er þó fleira til lista lagt því hún hefur gert heimildarmynd um bróður sinn, Illuga, sem lifir og hrærist í heimi hipphoppsins undir nafninu DJ Platurn. En hver átti hugmyndina að verkefninu? „Þetta er hugmynd sem ég fékk fyrir nokkru síðan. Mig hafði lengi langað til að gera heimildarmynd um eitthvað en það varð aldrei neitt úr því.“ Ragnhildur fékk hipphoppið beint í æð þegar hún var yngri. „Þessi tónlist er ættuð úr gettó- inu í Bandaríkjunum og hefur náð mikilli útbreiðslu. Sjálf ólst ég upp við þessa tónlist þegar ég bjó í Kali- forniu, en Illugi bróðir gaf mér einmitt fyrsta hipphopp-diskinn með Public Enemy þegar ég var 15 ára! Þessi menning er því mjög stór partur af mínum annars breiða tónlistarsmekk," segir Ragnhildur sem var á tíma hálfgerður umboðs- maður fyrir bróður sinn. „Já, ég bókaði fyrir hann 15 gigg á þremur vikum og fékk inni á Airwaves fyrir hann í fyrra. Hann hafði einfaldlega nóg annað að gera úti í Bandaríkjunum og því sá ég um þetta fyrir hann. Hann er til dæmis nýbúinn að spila á hinni virtu South by southwest tónlist- arhátíð sem segir svolítið um orð- spor hans. Því fannst mér tilvalið að gera heimildarmynd um hann og þessa hipphopp-menningu hérna heima. Hipphoppið breidd- ist út eins og eldur í sinu um allan heim á sínum tíma og hérna á Fróni líka, með miklum krafti. Svo smám saman færðist hún meira og meira neðanjarðar. En það er þó samt mikill eldmóður í þess- ari tónlist hérna heima og mikill metnaður. Það kemur fram í mynd- inni fjöldinn allur af frábærum hipphopp-listamönnum sem allir eru einhvern veginn að springa! ís- lendingar eru eitthvað svo sköpun- arbrjálaðir. Þeir eru að springa úr ákafa og metnaði. En þetta er bara svo lítill markaður hérna heima. Þeir mættu til dæmis heim til mín og voru að beatboxa fyrir mig og sýna sig svolítið því allir vildu vera með. Þetta var frábærlega Ragnhildur Magnús- dóttir Ólst upp meö hipp- hoppinu í Kaliforníu. Blaöið/Eyþór gaman og allir vildu leggja sitt af mörkum.“ Myndin, sem mun heita FROM OAKLAND TO ICELAND: HIP HOP HOMECOMING, er rúmur klukkutími að lengd og er öll á ensku, fyrir utan íslenska hipp- hopp-texta og rímur. Ragnhildur segir eftirvinnslu í gangi og sýning geti hafist um mitt næsta ár. „Við erum ekkert að stressa okkur neitt. Við viljum vinna þetta vel og ,Það koma fram í myndinni fjöldinn allur af frábærum hipphopp-listamönnum sem allir eru einhvem veginn að springa! íslendingar em eitt- hvað svo sköpunarbijálaðir. Þeir eru að sprínga úr ákafa og metnaði." örugglega og stefnum á sumar eða haust 2008. Þetta er búið að vera tals- verð vinna og langt ferli, en mjög gaman og gefandi samt sem áður,“ segir Ragnhildur sem útilokar ekki að gera fleiri heimildarmyndir. „Það er svo sem ekkert á dagskrá en ef maður fær góða hugmynd á maður auðvitað að fylgja henni eftir. Mér fannst þetta áhugavert og kýldi bara á það,“ sagði Ragnhildur að lokum. 0 Bluetooth FINNDU UT HVAÐ BLUETOOTH GETUR GERT FYRIR ÞIG Su doku 1 9 4 5 8 3 4 6 6 7 8 9 3 5 8 9 1 5 6 4 7 8 9 2 9 6 4 1 4 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1 -9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 8-14____________________C LaughingStock Intemational Inc /dlsl. by Uníted Media, 2004 Svona nú Atli, hresstu þig við. Við opnum eftir fimm mínútur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.