blaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 21

blaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 21
blaðiö FðSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2007 29 Skólahljómsveit Kópavogs aka um bæinn og óska bæjarbúum gleðilegrar hátíðar. Þá verður skrúðganga farin frá Mennta- skólanum í Kópavogikl. 13:30 og lýkur henni á Rútstúni þar sem við tekur hátíðar- og skemmti- dagskrá. Hafnfirðingar halda í skrúð- göngu að lokinni helgistund í Hellisgerði kl. 13:45, fjölskyldu- skemmtun verður á Víðistaða- túni og um kvöldið skemmtun á Thorsplani. Lúðrasveit Akureyrar ekur um bæinn og vekur bæjarbúa á 17. júní. Hátíðardagskrá hefst í Lystigarðinum kl. 13 og hálf- tíma síðar fer skrúðganga það- an niður í bæ þar sem fjölskyldu- skemmtun hefst kl. 14. Um kvöldið verður síðan skemmt- un á Ráðhústorginu. Nánari dagskrá má sjá á Víkingahátíð Víkingahátíð í Hafnarfirði heldur áfram um helgina eftir stutt hlé og verður fjölbreytt dagskrá ( boði báða dagana. Víkingamark- aður verður opnaður kl. 13 á morgun og rekur síðan hver dag- skrárliðurinn ahnan. Meðal ann- ars verða bardagasýningar, bog- fimikeppni, leikir og víkingaskóli fyrir börn. i kvöld verður síðan slegið upp veislu í Fjörukránni og síðan verður dansleikur þar sem Michael Black, Hilmar Sverrisson og Helga Möller leika oq syngia. „ E DO IJ8ey Konur á hlaupum Kvennahlaup íþróttasamband íslands verður haldið á um 90 stöð- um um land allt og á nokkrum stöð- um erlendis á morgun, laugardag. Stærstu hlaupin fara fram í Garða- bæ þar sem ræst verður kl. 14 og í Mosfellsbæ og Akureyri þar sem ræst verður kl. 11. 1 Mosfellsbæ verður hlaupið frá íþróttavellinum að Varmá en á Akur- eyri verður hlaupið frá Ráðhústorgi. Nánari upplýsingar um hlaupastaði og leiðir má nálgast á heimasíðu Sjó- vár sjova.is. Þetta er í 18. sinn sem Kvenna- hlaupið er haldið en það er útbreidd- asti og fjölmennasti íþróttaviðburð- ur sem haldinn er hér á landi á ári hverju en um 18.000 konur taka þátt í því árlega. Að þessu sinni er Kvennahlaupið í samstarfi við Hjartavernd og er yf- irskrift hlaupsins „Hreyfing er hjart- ans mál“. Markmið samstarfsins er að vekja athygli á starfi Hjartavernd- ar og beina kastljósinu að konum og kransæðasjúkdómum, einkennum og áhættu. Konur á öllum aldri geta tekið þátt í hlaupinu og er markmiðið ekki að vinna heldur að fá konur til að hreyfa sig meira og taka virkan þátt í íþróttum. Samhliða Kvennahlaupinu er efnt til sérstaks leiks sem allir þátttak- endur í hlaupinu geta tekið þátt í. Þeir eru hvattir til að taka upp mynd- ir eða myndskeið af sér eða hlaupa- hópnum sínum í aðdraganda hlaups- ins og senda það á kvennahlaup@ sjova.is. Síðan verður dregið úr inn- sendum myndum og myndskeiðum og hlýtur sú heppna dekurdag fyrir allt að átta manns í Baðhúsinu. Markmið leiksins er að hita upp fyrir Kvennahlaupið með því að gefa innsýn í undirbúning og að- stæður hvers og eins. Fjölmennt hlaup Um 18.000 konur taka þátt í Kvenna- hlaupinu á ári hverju en það er útbreiddasti og fjölmenn- asti íþróttaviðburður sem haldinn er hér á landi árlega. • Skynsöm leið til að hætta því þú hættir á eigin hraða. • NicoBloc hindrar allt að 99% af nikótíni og tjöru í filternum. • Þú venur þig af nikótíni áður en þú drepur í. "elpsred *n® nicollnt <# ftUered HÆTTU IALVÖRU MED NICOBLOC Þú setur NicoBloc í filter sígarettanna sem þú reykir. Það hindrar nikótíniö og tjöruna i filternum og þú byrjar að venjast af nikótininu. Um leið minnkar þú reykingar þínar smám saman, eftir sex vlkur drepur þú f sígarettunni og sleppur við venjulegu fráhvarfseinkennin. Flestir sem nota.Nicobloc til að hætta, byrja ekki aftur að reykja.* Nicobloc er gert úr 100% náttúrulegum efnum, það er ekki lyf og Inniheldur ekki nikótln, þannig skiptir þú ekki sígarettufíkn út fyrir aðra fíkn. *Skv. rannsóknum sem skoða má á Iff Fæst í næsta apóteki

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.