blaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007
blaðiö
INNLENT
Minni afli í maí en i fyrra
Heildarafli íslenskra skipa í maí var 11 prósentum
minni en í maí í fyrra og það sem af er árinu hefur
hann dregist saman um þrjú prósent miðað við sama
tímabil 2006, sé hann metinn á föstu verði. Aflinn
var 142.064 tonn í maí en 180.631 tonn í maí í fyrra.
ATVINNA
Atvinnulausum fækkar
Skráð atvinnuleysi í maí var 1,1 prósent sem jafngildir því
að 1.759 manns hafi að jafnaði verið atvinnulausir í mánuð-
inum. Hefur atvinnulausum fækkað um 107 að jafnaði frá
því í apríl. Atvinnuleysið var 0,8 prósent meðal karla, bæði
á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.
KYNNINGARVERÐLAUN
Reykjavík fær viðurkenningu
Höfuðborgarstofa hlaut evrópska viðurkenningu
fyrir markaðsstarf og kynningu á Reykjavík.
Verðlaunin voru veitt af samtökunum European
City Marketing sem samanstanda af 130 borgum í
Evrópu. Viðurkenningin er veitt í fyrsta skípti.
Vatíkanið:
Amnesty sett
út í kuldann
Páfagarður hefur hvatt kaþól-
ikka heimsins til að stöðva allar
styrkgreiðslur sínar til mann-
réttindasamtakanna Amnesty
International, vegna jákvæðrar
afstöðu samtakanna til fóstur-
eyðinga. Amnesty segjast þó
ekki hvetja til fóstureyðinga,
heldur styðja rétt kvenna til að
geta staðið frammi fyrir vali í
þessum efnum, sér í lagi fórnar-
lömb sifjaspella og nauðgunar.
Samkvæmt upplýsingum frá
Alþjóðaheilbrigðismálastofnun-
inni WHO er um 45 milljónum
fóstra eytt árlega og um 70 þús-
und konur látast af völdum óör-
uggra fóstureyðinga á ári hverju.
LÍFRÆNIR SAFAR
Fæst í heilsubúðum og helstu
matvörumörkuðum landsins
Dreifing: Yggdrasill, S5444270,Suðurhraum12b,(jarðabæ
Lokaverkefni unnin í samráði við stórfyrirtæki:
Boðin vinna eftir
verkefnavinnuna
■ Starfsferill nemenda athugaður ■ Sérvaldir fyrir verkefnið
Eftir Björgu Magnúsdóttur
bjorg@bladid.net
„Talsvert er um að fyrirtæki leiti til
nemenda og öfugt þegar kemur að
vali á lokaverkefni úr grunn- eða
framhaldsnámi,“ segir Ingjaldur
Hannibalsson formaður viðskipta-
skorar Háskóla íslands.
„Dæmi eru um að fyrirtæki leiti til
kennara og biðji þá um að benda sér
á nemendur sem gætu unnið tiltekin
lokaverkefni fyrir þau. Eins athuga ég
hvar nemandi hefur unnið og hvort
hann hafi einhver persónuleg sam-
bönd þegar velja skal lokaverkefni.“
Fyrirtækin leita til skólanna
Fjölmargir háskólanemar hafa
starfað í atvinnulífinu ýmist fyrir
eða með námi og hafa þannig ágæt
tengsl inn í fyrirtæki landsins. Það
virðist þó bera meira á því að nem-
endur í viðskiptatengdum fögum
svo sem hagfræði, viðskipta- og verk-
fræði vinni lokaverkefni sín annað-
hvort fyrir tilstilli fyrirtækja eða að
þeirra eigin frumkvæði. Helst eru
það fjármálafyrirtæki sem fá nem-
endur til að vinna fyrirframákveðin
verkefni fyrir sig og ráði þá einstak-
linga jafnvel í ffamtíðarstörf að þeim
loknum.
Heiðrún skoðaði ímynd Magasin
Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir vann
mastersverkefni við viðskipta- og
hagfræðideild á sviði markaðsfræða
og alþjóðaviðskipta í tengslum við
stórfyrirtæki.
„Ég gerði rannsókn á ímynd Mag-
asin búðarinnar í Kaupmannahöfn
í samráði við Baug. Ég hafði unnið
eitt sumar hjá fyrirtækinu og hafði
í kjölfarið áhuga á að skrifa eitthvað
í tengslum við það.“ Heiðrúnu var
bent á að skrifa um Magasin þar
sem verslunin hafði nýlega fengið
slæma útreið í könnunum. „Ég fór
til Kaupmannahafnar, gerði mikla
rannsókn og sendi meðal annars
spurningalista á 3.000 manns."
Heiðrún telur að nemendur vinni
lokaverkefni ýmist úr grunn- eða
framhaldsnámi í samstarfi við fyr-
irtæki frekar ef þeir þekkja áður til
innan þeirra eða er með hugmyndir
að rannsóknarefnum.
Ingi inn sem sumarstarfsmaður
Ingi Þór Wium er einn þeirra
háskólanema sem vinnur að BS-rit-
gerð sinni fyrir fjármálastofnun í
bænum. „Ég réð mig sem sumar-
starfsmann inn á ákveðið sérsvið
fyrirtækisins og fékk síðar það verk-
efni að skrifa um ákveðinn hlut sem
vantaði. Ég er að klára hagfræði-
nám þannig að það liggur beinast
við að samnýta nám og starf. Einnig
þekkti ég til yfirmannsins og vissi
að hverju var verið að leita.“ Þannig
má samnýta lokaverkefni vinnunni.
„Það eru líka til dæmi um það
Magasin Heiðrún kannaði ímynd
Magasin í Kaupmannahöfn fyrir
Baug.
að fyrirtæki séu með fyrir fram
tilbúin verkefni og óski eftir út-
skriftarnemum til þess að vinna
þau.“ Aðspurður hvort þetta gæti
verið framtíðarvinnustaður sinn
segir Ingi að það gæti vel verið. „Ég
myndi allavega skjóta á það í dag.“
Ingi nefnir að talsvert algengt sé að
nemendur vinni lokaverkefni sitt
í samvinnu við vinnustað, en það
fari þó talsvert eftir því að hverju
námið snýr.
Hæstiréttur:
Tvö ár fyrir
Krónu-rán
Hæstiréttur hefur dæmt tæp-
lega tvítugan karlmann, Arthur
Geir Ball, í tveggja ára fangelsi
fyrir rán í verslun Krónunnar í
Mosfellsbæ síðasta sumar. Með
dómnum mildaði Hæstiréttur
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur,
sem var þriggja ára fangelsi.
Með brotinu rauf Arthur Geir
skilorð, en hann gerðist sekur
um að hafa farið inn í verslunina
með hulið andlit, ógnað af-
greiðslustúlku með löngum fjað-
urhníf, skipað henni að afhenda
sér peninga úr sjóðsvél versl-
unarinnar og halt á brott með
sér tæpar 100 þúsund krónur.
Dæmdir fyrir
fíkniefnabrot
Karlmaður á sextugsaldri,
Arnar Theódórsson, var í
gær dæmdur í Hæstarétti í
átján mánaða fangelsi fyrir
stórfellt fíkniefnabrot.
Arnar faldi 700 grömm af
kókaíni í fíkniefnum í tölvu sem
hann flutti frá Orlando í Banda-
ríkjunum sem flugfarþegi, en
efnin fundust við leit í farangri
hans á Keflavíkurflugvelli.
Þá staðfesti Hæstiréttur
fimmtán mánaða fangelsisdóm
yfir hinum þrítuga Elimari
Tómasi Reynissyni fyrir þjófn-
aði og fíkniefnabrot. Hann
missir ökuréttindin í fimm ár.
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Sverrir Einarsson Hermann Jónasson Geir Harðarson Bryndís Valbjamardóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftkcr • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar (fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Ltkflutningar
Hæstiréttur dæmir mann fyrir fjölda brota:
Dæmdur í þriggja ára fangelsi
í;
v !'?:/■ I i !' i
I n
: ’ %|
Tm f." ú t m - % t i' 1
Hæstiréttur Dæmir
j mann í þriggja ára fang-
elsi fyrir fjölda brota.
Hæstiréttur dæmdi í gær ívar
Smára Guðmundsson í þriggja ára
fangelsi.
ívar Smári var sakfelldur fyrir
fjölda brota sem hann framdi á ár-
inu 2006. Hann var sakfelldur fyrir
tvö ránsbrot, líkamsárás, fjársvik,
þjófnað, húsbrot, eignaspjölí, fíkni-
efnalaga- og umferðarlagabrot. Með
dómi sínum staðfesti Hæstiréttur
dóm héraðsdóms en mildaði refsing-
una um eitt ár.
ívar Smári réðst meðal annars
á þrjár konur og sló þær í andlitið
með krepptum hnefa þegar hann
framdi ránsbrot sín. Jafnframt lagði
hann hendur á talsverð verðmæti
í öðru ráninu og svo var einnig
er hann braust inn í söluskála á
Fáskrúðsfirði.
ívar Smári hefur tvívegis áður
verið dæmdur fyrir auðgunarbrot
og var refsing hans var í bæði skiptin
skilorðsbundin og stóðst hann skil-
orð fyrri dómsins. Þá hefur hann
tvívegis gengist undir sátt og einu
sinni verið sviptur ökuréttindum.