blaðið - 05.07.2007, Page 2

blaðið - 05.07.2007, Page 2
2 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 blaðið Bent gefur þrjátíu milljónir til LSH Bent Scheving Thorsteinsson hefur gefið Landspítala-háskóla- sjúkrahúsi þrjátíu milljónir að gjöf sem stofnfé í styrktar- og verðlauna- sjóð sem stofnaður hefur verið í hans nafni. Sjóðurinn var formlega stofnaður í gær en markmið og hlutverk hans er að veita verðlaun og styrki fyrir vísindaleg afrek, ritgerðir, rann- sóknir og skylda starfsemi á sviði hjarta- og lungnalækninga. I fyrstu stjórn sjóðsins sitja Magnús Pétursson, forstjóri LSH, Uggi Agnarsson hjartalæknir og Þórarinn Arnórsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir. Bent Scheving fæddist 12. janúar 1922 í Árósum í Danmörku en for- eldrar hans voru Þorsteinn Sche- ving Thorsteinsson, lyfsali í Reykja- vík, og Guðrún Sveinsdóttir. Bamaníðingar ágimast sumarfrísmyndir á Netinu Barnafjölskyldur varaðar við Lögregla í Svíþjóð hefur varað barnafjölskyldur við að birta ljós- myndir úr sumarfríi sínu á Netinu, vegna hættu á að barnaníðingar dreifi myndunum. „Foreldrar verða að vera meðvitaðir um möguleikann á að myndir af börnum þeirra geti lent í röngum höndum, ef þær eru birtar á Netinu,“ segir Jenny Sones- son sem starfar hjá Ecpat, alþjóðlegri stofnun sem vinnur gegn hvers kyns barnamisnotkun. 1 Svíþjóð er áætlað að áttunda hver fjölskylda birti ljós- myndir úr sumarfríi sínu á Netinu, í þeim tilgangi að fjölskylda og vinir geti notið þeirra. Per-Áke Wecksell hjá sænska rík- islögreglustjóraembættinu segir í Dagens Nyheter að barnaklám á Netinu hafi aukist gríðarlega að undanförnu og að nýjar myndir séu forsenda þess að barnaníðingar fari inn á slíkar heimasíður. „Barnaníð- ingar skiptast á myndum og hættan er sú að þeir nýti sumarfrísmyndir annarra í þeim tilgangi. Þar að auki bendir margt til þess að myndir af berum börnum séu skoðaðar oftar en myndir af fullklæddum börnum. Ég myndi aldrei mæla með að for- eldrar birti myndir af berum börnum sínum á Netinu.“ atlii@bladid.net Fleiri vélar þótt herinn sé farinn Lendingum herfiugvéla á Kefla- víkurflugvelli fækkaði um 45 prósent í febrúar miðað við sama tíma í fyrra. Samkvæmt flugmála- stjórn á Keflavíkurflugvelli skýr- ist hluti samdráttarins af brottför varnarliðsins. Millilandaflug um Keflavíkur- flugvöll jókst samt um 7,2 prósent á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Flugvélum í almennu flugi fjöigaði um 13 pró- sent. Farþegum fjölgaði á sama tíma um 8,5 prósent eða úr 240 þúsund í 257 þúsund. gag Gæsluvarðhald staðfest Hæstiréttur hefur staðfest að karl- maður sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps í Hnífsdal þann 8. júní, verði í gæsluvarðhald þar til dómur fellur í máli hans, þó ekki lengur en til 14. ágúst. Aðalmeðferð í málinu fer fram fyrir Héraðs- dómi Vestfjarða á miðvikudag í næstu viku. aí Sjóvá vill aðgang að ökuferilsskrám ■ Veitt samþykki fyrir notkun skránna skal vera frjálst og óháð ■ Vafi leikur á um að aðferðin standist lög um persónuvernd Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net Hugmyndir Sjóvár-Almennra tryggingafélags um að notfæra sér upplýsingar úr ökuferilsskrám tryggingahafa til að ákvarða upp- hæð þeirra iðgjalda sem þeir borga af ökutækjatryggingum sínum gætu stangast á við lög um persónu- vernd. Þetta segir Þórður Sveinsson, lögfræðingur Persónuverndar. Hugmynd Sjóvár er að bjóða trygg- ingahöfum að veita samþykki fyrir aðgangi að ökuleyfisskrám og greiða lægri iðgjöld ef punktar vegna um- ferðarlagabrota eru fáir. Vafi leikur þó á hvort slíkt samþykki sé í raun frjálst. „Þegar kemur að samþykki um öflun eða veitingu persónulegra upp- lýsinga er spurningin hvort veitt sam- þykki hafi verið frjálst og óþvingað. Samþykki er til dæmis ekki frjálst og óþvingað ef það að veita ekki sam- þykki hefur ákveðnar afleiðingar í för með sér,“ segir Þórður. Sjóvá reynir við bakdyrnar I árslok 2006 kom mál inn á borð Persónuverndar þar sem Sjóvá hafði óskað eftir aðgangi að ökufer- ilsskrám til að kanna punktastöðu ökumanna vegna ákvörðunar um upphæð iðgjalda vegna ökutækja- trygginga. Ibyrjun þessa árs komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að það stangist á við þau lög sem gilda um meðferð lögregluskráa. Nú hyggst Sjóvá hins vegar bjóða Ökumaður stöðvaður Sjóvá-Almennar vilja nota upplýsingar úr ökuferilsskrám til að ákvarða UDDhæð iðalalda. AÐGANGUR AÐ ÖKUFERLI í árslok 2006 bað Sjóvá um aðgang að ökuferilsskrám. ► í byrjun þessa árs komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að það stangist á við þau lög sem gilda um meðferð lögregluskráa. Nú hyggst Sjóvá bjóða trygg- ingahöfum að veita aðgang að ökuferilsskrám sínum. tryggingahöfum að veita aðgang að ökuleyfisskráningum sínum, gegn því að fá iðgjöld lækkuð reynist punktar vegna umferðarlagabrota fáir. Ökuníðingar borgi meira Þóra Hallgrímsdóttir, fram- kvæmdastjóri tjónasviðs Sjóvár, segir óljóst hvort iðgjöld hækki neiti einstaklingur að veita aðgang að ökuferilsskrám. „Þá fá menn ekki tækifæri til að tryggja sér sömu kjör og þeir sem geta sýnt fram á flekk- lausan ökuferil.“ Einar Magnús Magnússon, upp- lýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir ekki sanngjarnt að ökumaður sem hagar akstri samkvæmt aðstæðum borgi jafn há iðgjöld og sá sem hagar sér eins og hann sé einn í heiminum. ÞEKKIRÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net ■■■■■ vírkjum ORKUSTÖÐVARNAR Hefurðu hugleitt hvar þú færð ódýrasta eldsneytið? VEÐRIÐ í DAG Rignir austanlands Skýjað með köflum vestan- og suðvest- anlands og úrkomulaust. Upp úr hádegi er spáð nokkuð eindreginni rigningu um austanvert landið. Hiti 11 til 19 stig, en 7 til 9 á annesjum norðantil. ÁMORGUN Hlýjast á Vesturlandi Fremur hæg austlæg átt og rigning með köflum suðaustanlands og á Austfjörðum, en úrkomulítið eða úrkomulaust í öðrum landshlutum. Fer að rigna norðan- og norð- austanlands undir kvöldið. Hiti 9 til 18 stig, einna hlýjast á Vesturlandi og Vestfjörðum. VIÐA UM HEIM Algarve 30 Amsterdam 17 Ankara 38 Barcelona 24 Berlín 14 Chicago 32 Dublin 17 Frankfurt 19 Glasgow 17 Halifax 16 Hamborg 18 Helsinki 25 Kaupmannahöfn 18 London 17 Madríd 31 Milanó 23 Montreal 20 Munchen 18 New York 22 Nuuk Orlando 24 Osló 18 Palma 24 París 19 Prag 20 Stokkhólmur 19 Þórshöfn 11 Njálsgata 74 Átta í stað tíu heimilismanna Velferðarráð Reykjavíkur- borgar hefur ákveðið að hefja rekstur heimilis fyrir átta heim- ilislausa karlmenn við Njáls- götu 74 ekki síðar en 1. október næstkomandi. Tillagan var samþykkt samhljóða á fundi ráðsins í gær. Skiptar skoðanir hafa verið um staðsetningu heimilisins meðal íbúa í nágrenninu, en í tilkynn- ingu frá velferðarráði segir að ákveðið hafi verið að koma til móts við gagnrýnisraddir með því að hafa heimilismenn átta í stað tíu, eins og áður var gert ráð fyrir. ai STUTT • Flóttamenn Ákveðið hefur verið að taka á móti hópi flótta- fólks frá Kólumbíu á þessu ári. Alls koma 10 konur og 20 börn þeirra en konurnar hafa verið skilgreindar sem konur í áhættu samkvæmt mati Flóttamanna- stofnunar Sameinuðu þjóðanna. Reykjavíkuborg hefur samþykkt að taka á móti flóttafólkinu, sem kemur til landsins í september. • Samráðsvettvangur Fyrsti fundur á samráðsvettvangi ríkisins, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins verður l dag. Fjallað verður um að- gerðir og langtímamarkmið á sviði efnhags-, atvinnu- og félagsmála. Vettvangurinn er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. • Fíkniefnafundur Fíkni- efnahundar fundu lítilræði af amfetamíni og hassi í fjórum bifreiðum um helgina á höf- uðborgarsvæðinu. Að sögn lögreglu voru efnin vel falin í bifreiðunum en þau höfðu ekki fundist eftir hefðbundna leit lögreglumanna. • Húsleit Tveir karlmenn og ein kona voru handtekin í vesturborginni síðdegis á þriðjudag eftir að 100 grömm af ætluðu hassi og rúmlega 2 grömm af ætluðu amfetamíni fundust við húsleit. Fólkið er allt á fimmtugsaldri en því var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Málið telst upplýst. Leiðrétt Ritstjórn Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.