blaðið - 05.07.2007, Qupperneq 4
FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007
blaðiö
Mikil átök hafa átt sér stað imdanfama daga um eignarhald í orkufyrirtækinu Hitaveitu Suðumesja
Hvað er svona eftirsóknarvert við hitaveituna?
1
Hitaveita Suðurnesja (HS) hefur
verið hlutskörpust í flokki
rafveitufyrirtækja í mælingum
íslensku ánægjuvogarinnar í
fimm ár. Fyrirtækið hefur í tím-
ans rás þróast í alhliða orkufyrir-
tæki. Það annast framleiðslu og
sölu á heitu vatni og raforku til
notenda, ferskvatnsöflun fyrir
Suðurnesjabúa og Vestmanna-
eyjar auk þess sem það selur
jarðgufu til iðnaðar.
Hitaveitan vinnur hreina orku
á hagkvæman hátt. Talið er að
orkuþörf manna gæti nánast tvö-
faldast á næstu 50 árum á sama
tíma og háværar kröfur eru uppi
um minnkandi notkun mengandi
orkugjafa. Því er helst horft til
sjálfbærrar orkuframleiðslu. Evr-
ópusambandið stefnir til dæmis
að því að auka slíka framleiðslu
um helming fyrir árið 2020.
2
HS fékk nýverið rannsóknarleyfi
til að kanna orkunýtingarmögu-
leika á Krýsuvíkurvæðinu. Fyr-
irtækið hefur enn ekki fengið
nein vinnsluleyfi á þessu svæði
en vonir eru bundnar við að þar
gætu leynst miklar orkuupp-
sprettur. Auk þess er HS aðili að
djúpborunarverkefninu svokall-
aða, en vonast er til að með
djúpborun sé hægt að ná allt að
fimmfalt meiri orku úr jarðhita-
svæðum en nú er mögulegt.
Sú þekking sem er til innan
HS skiptir miklu máli því fyrir-
tækið hefur gífurlega reynslu
af rekstri virkjana við erfiðar
aðstæður. Auk þess býr HS að yf-
irgripsmikilli þekkingu í nýtingu
jarðhitasvæða til orkuvinnslu.
Margar aðferðir til slíkrar nýt-
ingar hafa verið þróaðar innan
HS og aldrei framkvæmdar
annars staðar. Því er fyrirtækið
talið leiðandi í greininni.
Ný tegund gangbrautarljósa
Fyrstu gangbrautarljósin
á Álftanesi verða tekin í
notkun í dag. Ljósunum,
sem eru við Suðurnesveg,
fylgir skynjari þannig
að græna ljósið logar á
meðan gengið er yfir
götuna.
„ Annað sem er nýtt
varðandi þessi ljós er að
hnappurinn er á sama stað og
græni og rauði karlinn," segir
Bjarni S. Einarsson, bæjar-
tæknifræðingur Álftaness.
Hljóð heyrist á meðan
græna ljósið logar, sem
auðveldar blindum að nota
ljósið. Vaka Rún Þórsdóttir,
sem sést prófa ljósin á
myndinni hér að ofan, mun
eflaust nota ljósin mikið,
enda þarf hún að fara yfir
Suðurnesveg á hverjum degi til
að komast í skólann. hos
Piparscsa...
... þeqár vimdur (ivín!
Tilv\in köld út á kjötiö, í fiskrétti, með reyktum silungi og
sjáv&fangi. Góð meö köldum, steiktum lunda og sem ídýfa.
Frábær köld úr dósinni eða hituð upp, með lambakjöti,
nautakjöti, fiski eða kjúklingaréttum í ofni.
VOGABÆR
lefur setið inni i 7 ár
ergþóra Guðmundsdóttir afplánar
2 ára fangelsisdóm í Kópavogs-
rngelsinu. Hún hetði viljað
omast a opnari deild eftir tveggja
I þriggja ára vist. Blaöið/Ásdis
Oll fangelsi
geti hýst konur
■ Nýtt fangelsi rís mögulega eftir fjögur ár ■ Ekki hefur tekist
nógu vel að taka tillit til þarfa kvenfanga
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
„Aðstaðan fyrir kvenfanga sem
þurfa að sitja lengi inni verður að
verabetri. I nýju fangelsiskerfiverða
minni einingar þar sem hægt verður
að hafa konur. Eins og aðstaðan er í
fangelsunum í dag er ekki hægt að
hafa konur sér. Þær eru ekki það
margar í afplánun," segir Erlendur
Baldursson, afbrotafræðingur hjá
Fangelsismálastofnun.
Kvenfangar vist-
ast nú eingöngu
í Kópavogsfang-
elsinu ásamt
sérvöldum karl-
föngum. Aðstaðan
í Kópavogsfangels-
inu, þar sem rými er
fyrir 12 fanga, þykir
óviðunandi fyrir
konur sem þurfa
að dvelja þar lengi. Karlar geta flust
milli fangelsa þegar líður á vistina
en það geta konur ekki.
Að sögn afbrotafræðingsins er
unnið á fullu við þarfagreiningu
og hönnun nýs fangelsis sem mögu-
lega verður risið eftir fjögur ár. Rætt
hefur verið um að það verði á Hólms-
heiði en ekki hefur þó verið tekin
ákvörðun um endanlega staðsetn-
Erlendur S.
Baldursson
KÓPAVOGSFANGELSIÐ
► Fangelsið, sem áður var
Unglingaheimili ríkisins, var
opnað 1989. Þar eru allir
kvenfangar, nú 7 talsins,
vistaðir. Rýmin í fangelsinu
eru 12 og fá sérvaldir karl-
fangar líka vist þar.
►
Á veturna er einn klefi notað
ur sem skólastofa. Kennar-
ar koma frá Menntaskólan-
um í Kópavogi.
►
Eigi kona ungbarn við upp-
haf afplánunar, eða fæði
hún í afplánun, má hún í
samráði við barnavernd-
arnefnd hafa það hjá sér í
fangelsinu.
ingu þess á höfuðborgarsvæðinu.
„Nýja fangelsið verður móttöku-
og gæsluvarðhaldsfangelsi og þar
verður afplánun fyrir skammtíma-
fanga. Þar verður meðferðardeild
fyrir þá sem koma inn í tómu rugli
auk siúkradeildar," greinir Erlendur
frá. I nýja fangelsinu verður rými
fyrir á sjötta tug fanga. Hann telur
fullvíst að þegar nýtt fangelsi rís
muni Kópavogsfangelsinu og Hegn-
ingarhúsinu á Skólavörðustíg verða
lokað.
Stefnt er að því að aðstaða verði í
öllum fangelsum fyrir konur. Verið
er að fjölga rýmum á Kvíabryggju
úr 14 í 22 og fangelsið á Akureyri
er verið að endurbyggja. Þar verða
10 rými í stað 8 og á framkvæmdum
að vera lokið um næstu áramót.
Fangelsið á Litla-Hrauni, þar sem
eru 87 pláss, á að endurbæta til
muna samkvæmt stefnumótun
dóms- og kirkjumálaráðuneytis og
Fangelsismálastofnunar.
Brýnast í málefnum kvenfanga er
að taka tillit til sérþarfa þeirra, að
því er Erlendur segir. „Það verður að
taka tillit til þess að þær eru konur.
Þær lyfta ekki lóðum í fangelsum.
Þær vilja gera eitthvað annað og við
verðum að taka tillit til þess. Það
hefur ekki tekist nógu vel hingað til
að mínu mati. Aðstaðan í Kópavogi
er reyndar ágæt að ýmsu leyti miðað
við skammtímaafplánun. Erlendu
konurnar sem koma þangað og hafa
reynslu af öðrum tukthúsum brosa
út undir bæði eyru. Aðstaðan fyrir
langtímakvenfanga þarf hins vegar
að batna og það er markmiðið með
áætlunum okkar.“
ÞEKKIR ÞÚ TIL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á bladid@bladid.net