blaðið - 05.07.2007, Page 17

blaðið - 05.07.2007, Page 17
blaóið FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 25 LÍFSSTÍLL48K 48k@bladid.net Að sögn Steingríms Árnasonar, þróunar- stjóra Apple á íslandi, er stefnt að því að koma upp iPhone-sýningareintaki í verslun Apple í Kringlunni, strax í næstu viku. KÍLÓBÆT • Krossleggið fingurna Þeir sem bíða í ofvæni eftir Heavenly Sword á PlaySt- ation 3 geta nú farið að setja sig í stellingar því innan tíðar er væntanlegt demó af leiknum í PSN búðina. Mat Hart, framleiðandi leiksins, segir að Ninja Theory hafi unnið að demó- inu um tíma og það sé væntanlegt í mjög nálægri framtíð. • Xbox360 óáreiðanlegust? Samkvæmt könnunum DailyTech þá er bilanatíðni á Xbox3óo hæst af þriðju kynslóðar leikjatölvunum. Þar er hlutur hins svokallaða rauða hrings dauðans mikill en samkvæmt könnunum síðunnar þá kemur sá kvilli upp í um 33 prósentum allra Xbox3óo-tölva. Þess ber þó að geta að könnun Da- ilyTech var síður en svo vísindaleg. • Það er fylgst með þér Sony og markaðsfyrirtækið Nielsen hafa gert með sér samning þess efnis að Nielsen muni fylgjast með venjum netspilenda á PlayStation3. Hugsunin er sú að hægt verði að setja auglýsingar í net- leiki semhöfða sér- staklega til hvers og eins spilara. Til að byrja með fer þetta aðeins fram í Bandaríkjunum og lofa bæði fyrir- tækin að engar persónuupplýsingar verði notaðar. • Mannkyninu eytt í þriðja sinn Fyrsti Destroy all Humans-leikur- inn var einfaldur 0 vel gerður en ótrúlega skemmti- legur vegna þess að hann tók sig ekki alvarlega. Seinni leikurinn tók allt sem gerði þann fyrri góðan og gerði það betra. Nú er þriðji De- stroy all Humans-leikurinn væntan- legur á allar leikjatölvurnar ásamt því að útgáfur af honum verða gefnar út á PSP og Nintendo DS. • Mortal Kombat á DS Midway- fyrirtækið mun koma til með að gefa út Ultimate Mortal Kombat á Nintendo DS- tölvuna. Leikur- inn mun vera í tvívídd eins og klassísku Mortal Kombat-leikirnir og bjóða upp á alla þekktustu ka- rakterana. Þá mun leikurinn styðja Nintendo Wi-Fi, sem býður fólki upp á að keppa hvað á móti öðru í DS-tölvunum sínum. Leikurinn er væntanlegur í nóvember. • Besti leikur allra tíma? Breska tölvutímaritið Edge gerði könnun meðal lesenda sinna um hvað væri besti tölvuleikur allra tíma. Þar mega Nintendo- menn vera ánægðir þar sem Zelda: The Ocarina of Time barhöfuð og herðar yfir aðra leiki. Einnig átti Nintendo 5 af 10 bestu leikjunum. Aðrir leikir sem náðu á topp tíu voru meðal annars Final Fantasy XII, Halo og Half Life 2. MEGABÆT Nördaflóð til íslands Hcimasíðan Infoworld.com birti nýverið topp tíu lista yfir þá staði sem henta vel fyrir hið fullkomna nördafrí. Það sem vekur athygli er að á þessum lista er ísland nefnt sérstaklega til sögunnar sem hinn kjörni dvalarstaður fyrir nörda og er það þá einvörðungu vegna fjölda háhraðainternettenginga. í pistli Infoworld er sagt að ís- lensk menning sé ein sú einangr- aðasta í heimi en þó sé ísland það land í heiminum sem skarti hvað flestum háhraðainternet- tengingum miðað við höfðatölu. Þeir félagar segja ennfremur að internettengingarnar hér á landi séu í jafnmiklu magni og ís. iPhone-síminn kominn í sölu í Bandaríkjunum Bylting eða ekki? iPhone-síminn frá Apple kom út í Bandaríkjunum föstudaginn 29. júní. Síðan síminn var fyrst kynntur í byrjun janúar hefur hans verið beðið með óþreyju, enda að mati margra um byltingu að ræða í símaheiminum. Eftir Elías R. Ragnarsson elli@bladid.net Fólk var byrjað að blða fyrir utan Apple-verslanir mörgum dögum áður en síminn fór í sölu, enda vildu allir vera vissir um að þeir fengju síma. Þessir sem biðu hefðu þó getað beðið heima hjá sér í meiri þægindum því síminn seldist ekki upp. Miðað við þá umfjöllun sem síminn hefur fengið um heim allan undanfarna mánuði þótti nokkuð líklegt að hann myndi seljast upp. En þó seldist nóg af honum, meira en Apple spáði, rúmlega 500.000 eintök fyrstu helgina í sölu. Erfitt að rispa Síminn þykir mjög traustlega byggður, þunnur og þyngri en hann lítur út fyrir að vera. Líkt og iPod-spil- ararnir verður hann fljótt kámugur en þökk sé hágæðagleri á skjánum þykir mjög erfitt að rispa hann. Það er ekkert lyklaborð á iPhone heldur aðeins stór snertiskjár. En notenda- viðmót símans má einfaldlega kalla byltingarkennt. Símanum er öllum stjórnað með fingrunum og það er hægt að nota fleiri en einn putta til að stjórna hlutum, til dæmis að stækka og minnka myndir með því að klemma puttana saman. Kosturog galli Skjárinn er stærsti kostur símans en einnig stærsti galli. Þar sem ekkert lyklaborð er á símanum þarf að nota skjá- inn. Flestir virðast sammála um að lyklaborð símans sé mun betra en búast mátti við, en það sé samt erfið- ara að venjast þvi að skrifa á skjáinn heldur en að nota takka. Sem sími stendur iPhone sig vel, en ekki frábærlega. Hljómgæðin eru mjög góð þegar sambandið er gott en fer hratt versnandi í minna sam- bandi. Það þarf þó að hafa í huga að þetta á ekki endilega við um Evrópu þar sem símakerfin í Bandaríkj- unum eru talsvert frábrugðin því sem við þekkjum. iPhone ber af þegar skoða þarf vefinn. Þar sem síðurnar eru sýndar eins og þær koma fram á venju- J legri borðtölvu og notandinn notar fingurna til að skoða þær þykir sú aðferð betri en á nokkrum öðrum síma. Hægt er að nota Wi-Fi-teng- ingu símans til að tengjast Netinu eða notast við EDGE-tæknina þegar ekkert þráðlaust net er til staðar. Síminn hefur verið harðlega gagn- rýndur fýrir að styðja ekki þriðju kynslóð farsímakerfa. Síminn virðist hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum og hefur staðist væntingar flestra. Eina vafamálið fyrir okkur Islendinga er hvenær síminn lendir í Evrópu. Enn sem komið er segir Apple aðeins að hann sé væntanlegur fyrir árslok. Markaðurá íslandi Að sögn Steingríms Árnasonar.þró- unarstjóra Apple á íslandi, er stefnt að því að koma upp iPhone-sýninga reintaki í verslun Apple í Kringlunni strax næstu viku. Steingrímur segir að gríðarlegur áhugi sé fyrir iPhone símanum hér á Islandi og að fjöldi fólks hafi skráð sig á pöntunarlista, þrátt fyrir að vita hvorki útgáfudag né verð á símans. GIGABÆT Atvinnublaðid alla

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.