blaðið


blaðið - 05.07.2007, Qupperneq 18

blaðið - 05.07.2007, Qupperneq 18
26 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 blaóió LÍFSSTÍLL MATUR matur@bladid.net Það er alltof mikið um það ^ að fólk sé að kaupa hráefni erlendis og jafnvel frá öðrum heimsálfum. Það kemur ekki vel út. Hrefna Sætran Kokkur sem lætur drauma sína rætast. I 1 Hrefna Sætran opnar eigin veitingastað Ahersla á íslenskt hráefni Einfalt pasta með laxi Lax er ákaflega hollur en hann er hægt að matreiða á ýmsan hátt. Hér er einföld uppskrift sem tekur ekki nema um 15 mínútur að út- búa. Uppskriftin miðast við tvo fullorðna. 150 g tagliatelle, eða aðrar pastategundir 2 dl rjómi Vi dl eplacider 1 hvítlauksrif 150 g laxaflak 1 msk. ferskt basil 4 msk. rifinn ostur salt og pipar Sjóðið pasta eftir leiðbein- ingum á pakkanum. Búið til sósu á meðan pastað sýður. Sjóðið upp rjóma og eplaci- der. Pressið eitt hvítlauksrif út í og látið sósuna þykkna lítið eitt. Skerið laxinn í bita, setjið hann út í heita sósuna og bragðbætið með salti og pipar. Setjið loks basil út i sósuna. Þegar pastað er soðið er vatninu hellt af. Blandið saman pastanu og sósunni með iaxinum og stráið rifnum osti yfir. Mangó Mangóávöxturinn hefur náð vinsældum hér á landi sem annars staðar. Hann kemur upphaflega frá Indlandi þar sem hann er mikið notaður í matargerð, t.d. í mango chutney, en einnig vex hann og dafnar í öllum trópískum, suðrænum löndum. Mangó er núna einhver vinsælasti ávöxturinn um allan heim á eftir banönum. Þroskað mangó á að vera örlítið mjúkt viðkomu og kjötið hefur sætan keim. Geyma skal mangó við i8-20°C hita ef það þarf að þroskast meira. Hrefna Sætran matreiðslu- meistari á fast sæti í lands- liði matreiðslumanna. Hún er að opna nýjan veit- ingastað sem ber nafnið Fiskmarkaðurinn. Eftir Lovísa Hilmarsdóttir lovisa@bladid.net Hrefna Sætran er fyrsta konan hérlendis til að ávinna sér þann heiður að vera í landsliðinu. Hrefna byrjaði að læra kokkinn árið 2000 í Apótekinu en hún tók síðan við starfi aðstoðaryfirkokks í Sjávar- kjallaranum. Hrefna hefur lengi gengið með þann draum að opna eigin veitingastað. „Ég ætlaði mér alltaf að stofna minn eigin veitinga- stað með mínum áherslum; ég fékk tækifæri og greip gæsina. Ég er með mjög góða fjárfesta á bak við mig sem er lykilatriði, svo hef ég ráðið til starfa færa kokka,” segir Hrefna. Aðspurð hvort staðurinn muni hafa einhverja sérstöðu segir Hrefna að þau ætli að vinna með íslenskt hrá- efni og leggja áherslu á sjávarrétti. „Veitingastaðurinn verður með ís- lenskt þema og íslenska hönnun KONAN Hrefna Sætran er fyrsta konan til að vinna sér sæti í landsliði matreiðslumanna. Hún er að opna eigin veitingastað. Hrefna hefur þjálfað kokka- nema fyrir norræna nema- keppni. Staðurinn ber nafnið Fiskmarkaðurinn. úr náttúrunni en með áherslum til austurs. Staðurinn mun bera nafnið Fiskmarkaðurinn. Við ætlum að vinna með íslenskan fisk en útfæra hann á asískan máta. Allt útlit stað- arins mun vera í stíl við þetta þema,” segir Hrefna. Aðaláhersla staðarins verður lögð á íslenskt sjávarfang en þó verður margt annað í boði. „Ég mun hafa eitthvað fyrir alla, bæði kjöt og græn- metisrétti. Það verður með sömu áherslum og fiskurinn, íslenskt hrá- efni með asísku yfirbragði. Einnig munum við bjóða upp á fjölbreyttan vín- og drykkjaseðil sem mun fara vel með matnum." Þeir sem eru miklir matgæðingar þurfa kannski ekki hjálp til að skilja matarorðabókina en það eru þó alltaf nýir sem bætast í hópinn og vilja vita meira. Þeim til hjálpar og öðrum til upplýsingar birtum við hér nokkur algeng orð úr matarorða- bókinni. Gott að vita af henni þegar fólk fer út að borða, bæði hér á landi og í öðrum löndum. Hér koma að- eins nokkur dæmi. A la carte - Matseðill sem gestir geta valið eftir hvað þeir vilja borða. Stundum er enginn matseðill, heldur einungis það sem kokkurinn hefur valið, eða réttur dagsins. Aioli - Hvítlauksmajónes, upp- runnið frá Provence-héraði í Frakklandi. A1 dente - Pasta sem er soðið hárrétt Að mati Hrefnu er alltof mikið um að fólk kaupi hráefni til matargerðar erlendis frá. „Það er alltof mikið um það að fólk sé að kaupa hrá- efni erlendis og jafnvel frá öðrum heimsálfum. Það kemur ekki vel út. Það tekur oft marga daga, jafn- vel vikur að komast á áfangastað. Þessi hráefni eru bara alls ekki eins f;óð og við eigum hérna á íslandi. slendingar geta státað af frábæru hráefni til matargerðar og ég ætla að nýta mér það og útfæra á asískan máta. Þetta verður algjör sérstaða hérlendis og það er gaman að gera eitthvað nýtt.“ Hrefna segir að hún reikni með að opna staðinn í byrjun ágúst. „Það er mjög mikið að gera núna, ég er á fullu að kaupa inn græjur fyrir eldhúsið. Einnig er ég að vinna með nýja matseðilinn ásamt kokkunum sem hafa verið ráðnir til vinnu. Grunnhugmyndirnar eru mínar, svo hjálpumst við að með út- færsluna á þeim,“ segir Hrefna og bætir við að hún gæti þetta ekki án fjölskyldunnar. „Eg á góða að, fjöl- skyldan hjálpar mér mikið við að koma þessu af stað, það flýtir fyrir öllu ferlinu.“ þannig að það sé hægt að tyggja það. A1 forno - er ítalska og þýðir að mat- urinn sé bakaður eða steiktur. Americano - Espresso-kaffi fyllt með heitu vatni. Antipasti - ítalskur forréttur sem samanstendur af köldum smáréttum, kryddlegnu grænmeti, pylsum, ólífum og þess háttar. Au lait - Kaffi með mikilli mjólk, gjarnan kallað kaffi latte hér á landi. Beurre blanc - Klassísk frönsk vín- sósa með skalottlauk og smjöri. Blinis - Litlar rússneskar pönnu- kökur úr bókhveiti sem bornar eru fram með kavíar. Meðlæti með grillmatnum Hrefna Sætran mælir með góðu meðlæti fyrir grillmat- inn. „Þetta er frábært meðlæti með grillmatnum. Hægt er að útfæra þetta með allskonar teg- undum af grænmeti en ég hef kosið að nota strengjabaunir sem eru hollar og auðvelt er að grilla þær.“ Grillaðar strengjabaunir 1 pakki strengjabaunir 2 hvítlauksrif 2 límónur (bara börkurinn) smá garðablóðberg ólífuolía gróft sjávarsalt og pipar Aðferð: Setjið baunirnar í skál ásamt rifnum hvítlauknum, garðablóðberginu og ólífu- olíunni. Rífið börkinn af límónunni með rifjárni (bara græna hlutann). Marinerið í að minnsta kosti 1 klst. í kæli. Grillið baunirnar og kryddið með salti og pipar. Buffalo - Grillaðir kjúklinga- vængir, penslaðir með sterkri sósu og bornir fram með gráðaostadress- ingu. Nafnið er komið frá bar í New York, Buffalo, sem sérhæfði sig í slíkum rétti. Burrito - Fyllt mexíkósk tortillu- pönnukaka sem fyllt er með nauta- hakki, baunum, salati, osti, tóm- ötum og sýrðum rjóma. Matarorðabókin

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.