blaðið - 05.07.2007, Side 20

blaðið - 05.07.2007, Side 20
FIMMTUDAGUR 5. JULI 2007 blaöió LÍFSSTÍLLKONAN konan@bladid.net Stjórnvöld í Evrópu hafa almennt forð- ast að grípa til róttækra aðgerða eins og kynjakvóta til að brjóta þetta glerþak Nafn: Katrín Júlíusdóttir Aldur: 32ára Starf: Alþingiskona, formaður iðnaðar- nefndar Alþingis og nýskipaður formaður þingmannanefndar EFTAog EES. Blaöið/SteinarH Hvað œtlaðirþú að verða þegarþú varst lítil? Ég ætlaði að verða ýmislegt, allt frá því að verða spretthlaupari og skóhönnuður og upp í það að verða framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna. Efekki hér, þá hvar? Eg bý í Kópavogi en er stödd núna fyrir norðan, í Þverárdal í Axar- firði og ég hef það ansi fínt þar og líka á Húsavík. Hvað er kvenlegt? Bara allt. Allt í okkar samfélagi er kvenlegt, konur koma að öllu. Er munur á körlum og konum, og ef svo er, hver er hann? Já, auðvitað er munur á körlum og konum. Bæði er kvennamenn- ing öðruvísi en karlamenning, af sögulegum ástæðum, og svo er náttúrlega munur á stöðu karla Mikill raki, kælir húöina og djúpnærir. Ekkert klístur. Gott eftlr sólbruna og rakstur. www.Misus.ia Fæst í apótekum og kvenna í samfélaginu, því miður. Margt sem á eftir að laga þar, bæði hvað varðar launajafn- rétti og stöðu kvenna í atvinnu- lífinu í stjórnunarstöðum og í pólitíkinni. Erjafnrétti náð? Nei, langt frá því. Það er svo margt sem við eigum eftir að gera og mörg stór skref sem við eigum eftir að stíga. Hvað skiptir þig mestu máli í lífinu? Sonur minn. Helstu fyrirmyndir? Þær eru mjög margar. Ég á fyr- irmyndir úti um allt í samfélag- inu, bæði þekktar persónur og líka fólk í minni fjölskyldu og úr vinahópnum. í samskiptum við fólk er maður alltaf að eignast fyrirmyndir. Ráð eða speki sem hefur reynst þér vel? Það sem takmarkar mig mest er ég sjálf. Út frá þessari speki hef ég reynt að nálgast aðra fordómalaust. Uppáhaldshók? Ég á nokkrar uppáhaldsbækur og held til dæmis mikið upp á Flugdrekahlauparann, sem ég er nýbúin að lesa. Svo er önnur bók sem hefur setið í mér alveg frá því að ég las hanaíyrir svona 10 árum. Og það er Konan sem gekk á hurðir eftir Roddy Doyle. Eg mæli með þeirri bók fyrir alla. Draumurinn þinn? Mig dreymir um frið og umburðarlyndi. Prófessor á Bifröst rannsakar þróun jafnréttis í Evrópu Jákvæðar breytingar og neikvæðar Dr. Lilja Mósesdóttir, prófessor við viðskipta- deild Háskólans á Bifröst, tók þátt í ráðstefnu sem fór fram í Manchester í júnílok. Þar kynnti hún niðurstöður rannsóknar sinnar á því hvers vegna framþróun þekkingarsam- félagsins í Evrópu tryggir ekki kynjajöfnuð, eins og ESB stefnir að. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net „Markmið Evrópusambandsins er að tryggja framgang þekkingar- samfélagsins ásamt því að ná fram kynjajöfnuði. Mælingar okkar sýna hins vegar að framþróun þekking- arsamfélagsins í aðildarlöndum ESB auk Islands hefur verið mun hraðari en þróun kynjajafnréttis," segir Lilja. „Ástæður fyrir því að hægt miðar tengjast meðal annars framþróun þekkingarsamfélags- ins. Þjónustugeirinn hefur vaxið og menntuðum konum fjölgar á vinnu- markaði. í þjónustugeiranum hafa skapast mörg ný atvinnutækifæri fyrir konur. Atvinnuþátttaka kvenna hefur því aukist í Evrópu og konum í stjórnunarstöðum fjölgað. Þessi jákvæða þróun hefur þó ekki aukið mikið á kynjajafnréttið í Evrópu, þar sem launamunur kynjanna hefur lítið breyst undanfarin 10 ár. Samt fer munurinn á atvinnuþátttöku og menntun kynjanna stöðugt minnk- andi. Láglaunakonum hefur fjölgað á vinnumarkaði og í sumum löndum hefur dregið verulega í sundur með þeim sem eru neðst (konur) og efst (karlar) í launadreifingunni. Með aukinni menntun kvenna fjölgar þeim hlutfallslega í stjórnunar- stöðum. Launadreifing meðal stjórn- enda er mun meiri en í stéttum sem krefjast minni menntunar. Launa- munur kynjanna eykst því við það að konum fjölgi meðal stjórnenda, þar sem konur fá frekar störf neðarlega í launadreifingunni. Auk þess hefur einstaklingssamningum fjölgað, en Lilja Mósesdóttir „Það er einfalt aö auka atvinnuþátttöku kvenna en erfið- ara aö taka á kynbundnum launamun. KONAN Lilja Mósesdóttir, prófessor á Bifröst, hefur gert rann- sóknir á þróun þekkingar- samfélagsins í Evrópu og þróun kynjajafnréttis. Menntun og atvinnuþátt- taka kvenna hefur aukist en svokallað „glerþak" í stjórnunarstöðum viðheldur kynbundnum launamun. Aðildarríki Evrópusam- bandsins eru almennt treg til að grípa til róttækra aðgerða. launamunur kynjanna er meiri þar sem slíkt launaákvörðunarferli er ríkjandi. Mér finnst einkennilegt að slíkum samningum fjölgi á sama tíma og þjónustustörfum fjölgar. Rökin fyrir einstaklingssamningum eru þau að þeir leyfi atvinnurek- endum að verðlauna starfsfólk með mikla framleiðni. Það er þó miklum erfiðleikum bundið að mæla fram- leiðni starfsfólks í þjónustustörfum, þar sem þjónusta snýst um mannleg samskipti." Glerþakið skýrir margt En hver er skýringin á launamun- inum í stjórnunarstöðum? „Það er hið svokallaða glerþak. Þegar konur fara upp í stjórnun- arstöður hafna þær í meira mæli en karlar í stjórnunarstöðum sem eru neðst í launadreifingunni og komast oft ekki upp í hinar betur launuðu. Stjórnvöld i Evrópu hafa al- mennt forðast að grípa til róttækra aðgerða eins og kynjakvóta til að brjóta þetta glerþak. Ástæðan er meðal annars sú að slíkar aðgerðir miða að því að fá karla til að láta konum eftir hluta af sinum völdum og góðu störfum,“ útskýrir Lilja. Erfitt að taka á kynbundnum launamun Ertu vongóð um sýnilegan ár- angur í jafnréttismálum í Evrópu á næstu árum? „Nei, í rauninni ekki,“ segir Lilja. „Mér finnst stjórnvöld í aðildar- löndum ESB og á íslandi draga lapp- irnar, sérstaklega þau lönd þar sem atvinnuþátttaka kvenna er þegar mikil. Það er einfalt að auka atvinnu- þátttöku kvenna en erfiðara að taka á kynbundnum launamun, enda er þá farið að naga svolítið í völd karla. Þetta er að mínu mati skýringin á þvi hvers vegna Norðurlöndin ná ekki meiri árangri í þekkingarsamfé- laginu. Ungar konur innan ESB eru almennt meira menntaðar en ungir karlar og það hefur verið notað sem rök fyrir því að konur verði sigurvegarar þekkingarsamfélags- ins. Það lítur þó ekki út fyrir að svo verði, nema karlar séu tilbúnir að gefa eitthvað eftir af forréttindum sínum í samfélaginu, en það hafa þeir hingað til ekki þurft að gera,“ segir Lilja að lokum. bt hjúlpm inBQt 1 TDi'iiil miiL Dzifíum Timimig, - Jutki llxiÍjÉrris - sSíswö - Dpniit 'WíuiiBy

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.