blaðið - 05.07.2007, Síða 30

blaðið - 05.07.2007, Síða 30
38 FIMMTUDAGUR 5. JÚLl' 2007 blaöió FÓLK folk@bladid.net „Það er enginn verri þótt hann vökni aðeins og ætli sumir verði ekki vætunni fegnir í þessum þurrki." Lauk sumrinu formlega í gær? Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur segir veðurspár benda til þess að þurrum góðviðriskafla sé lokið. Von sé á vætusöm- um dögum, sérstaklega á Suðaustur- og Suðvesturlandi. HEYRST HEFUR Fjallageitin Sigurður G. Guð- jónsson fór í svakalega svaðilför um daginn þegar hann reyndi að klífa Mont Blanc í Frakk- landi ásamt fríðu föruneyti. Fjallið, sem er 4,808 metra hátt, hafði þó betur að þessu sinni, því hópurinn átti einungis 400 metra eftir á toppinn þegar hætta þurfti við vegna veðurs. Náðu vindar allt að 60 kíló- metra hraða á klukkustund sem jafnan getur skapað snjóflóða- hættu. Sigurður hyggst þó reyna aftur að ári, því eins og hann sagði sjálfur: „Ég læt þetta fjall ekki sigra mig...“ Landsmót UMFf verður haldið í Kópavogi um helgina. Þar er jafnan margt um manninn og mikið um að vera. Þar keppa konur og menn í ýmsum iþótta- greinum og skondnum viðburðum, einsog pönnu- kökubakstri, dráttarvéla- akstri,beitn- ingu, staf- setningu, jurtagreiningu og línudansi. Hafa gárungar gert því skóna að við hæfi væri að fyrrverandi utanríkisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, myndi skrá sig til leiks, enda alvön frá því hér um árið ... í því blíðviðri sem ríkt hefur á landinu undanfarið hafa margir tekið fram veiðistangirnar og freistað gæfunnar í okkar rán- dýru laxveiðiám. Þeirra á meðal er íslandsvinurinn Eric Clapton sem jafnan ver hluta af sum- arfríi sinu hér á landi í þeim erindagjörðum. Er hann nú við Vatnsdalsá, en laxveiðiár hafa flestar gefið illa það sem af er sumri. Spurn- ing hvort Clapton sleppi ekki stöng- inni og grípi frekar í gítarinn, það hefur gefist honum ágætlega fram til þessa... Jean Antoine Posocco Segist gefa út blaöið af hugsjón Myndasögublaðið Neo-Blek kemur út í tólfta sinn í þessu af hugsjón Jean Antoine Posocco er franskur myndlistar- maður og auglýsinga- teiknari sem heldur úti eina reglulega teiknimyndasögublaðinu á íslandi. Blaðið kemur út einu sinni á ári og heitir Neo-Blek. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Jean Antoine Posocco hefur staðið að útgáfu teiknimyndasögublaðsins Neo-Bleks undanfarin tólf ár af ein- skærum áhuga og hugsjón. Hann hefur búið hér á landi síðan 1983 og segist hvergi annars staðar vilja vera. „Allar aðstæður eru frábærar hér á landi, nema helst veðrið. Reyndar hefur það verið óvenjugott undan- farið, það var ekki svona gott fyrir 25 árum,“ segir Jean sem kynntist konu sinni, Hildi Bjarnason, forðum daga í Frakklandi. „Það lenda allir í ástinni sem koma til Frakklands, ekki satt? Hún var að læra frönsku í heimabæ mínum og ég kynntist henni þar. Ég var ný- skriðinn úr skóla og í atvinnuleit. Þannig að í stað þess að bora í nefið í Frakklandi áfram ákvað ég að slá MAÐURINN Jean kom hingað til lands árið 1983 Jean er lærður auglýsinga- teiknari Hann hefur komið að útgáfu Neo-Bleks frá upphafi, 1996 til og elta hana til íslands, enda mjög ástfanginn. Mér leist síðan mjög vel á aðstæður og hef verið hér síðan. Ég lít á ísland sem land tækifæranna. I Frakklandi gæti ég ekki staðið einn í útgáfu myndasögublaðs til dæmis. Hér getur maður gert það sem maður vill. I Frakklandi eru fleiri hindranir á vegi manns og erfitt að komast áfram í bransanum nema maður komi sér í mjúkinn hjá stóru útgáfu- fyrirtækjunum. Að vísu mættu þau vera duglegri hérna líka að styðja við teiknimyndasögur, því það er frekar erfitt að standa einn í þessu." Neo-Blek hefur komið út einu sinni á ári síðan 1996 og er eina ís- lenska myndasögublaðið sem kemur út með reglulegu millibili. Því má að stærstum hluta þakka Jean Antoine. „Hefðin fyrir myndasögum er mjög sterk í Frakklandi. Mig hafði alltaf langað til að teikna og voru mynda- sögur í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Þegar ég hafði verið hér á landi í næstum tvö ár ákvað ég að fara í Myndlistaskólann og ég útskrifaðist aðan 1989 sem auglýsingateiknari. g vann sem slíkur í nokkur ár en smám saman fór sá bransi dalandi. Þá tók við það starf sem ég hef unnið að síðastliðin 15 ár, að myndskreyta. Ég hef myndskreytt fjölda barnabóka í gegnum tíðina ásamt því að sinna öðrum verkefnum með. Eitt slíkt verkefni er útgáfa Neo-Bleks, sem byrjaði árið 1996. Þá hafði Hitt Húsið fengið styrk frá Reykjavíkurborg til þess að virkja unga myndasöguhöf- unda og gefa út myndasögublað. I fyrstu mættu yfir 20 manns og voru allir mjög áhugasamir. Siðan fóru menn að gera sér grein fyrir umfangi vinnunnar sem er á bak við svona út- gáfu og smám saman fækkaði alltaf í hópnum. Brátt höfðum við teikn- ararnir tekið blaðið yfir og sáum alfarið um útgáfu þess. Loks vorum við aðeins tveir eftir í fyrra og nú er ég einn eftir! Þetta er auðvitað áhuga- mál mitt og því hef ég enst í þessu. Eg gef alla mína vinnu og allur ágóði, ef einhver er, rennur beint í næsta blað. Annars bendi ég áhugasömum teikn- urum á að hafa samband við mig á neo-blek@hive.is ef þeir vilja leggja mér lið,“ sagði Jean að endingu. Blaðið er selt í mekka myndasögu- áhugamanna á íslandi, Nexus. BLOGGARINN... Steypt af stóli „Bill Gate s hefur drottnaö yfir viðskipta- heiminum sem ríkasti maður heims í ára- raðir. Enginn hefur komist nærri honum. Nú bendir flest til þess að hinn mexikóski Carlos Slim sé orðinn ríkari. Það eru auðvitað stórfréttir. Siðan að stóra tölvu- bylgjan varð að veruleika, með nýjum timum tölvuheimsins, með tæknivæð- ingu Microsoft undir leiðsögn hans fyrir rúmum áratug hefur hann verið sem Guð ibransanum. Hann hefur drottnað. Áhrif hans eru óumdeild, hann hefur markað mikil spor á sínum vettvangi. “ Stefán Friðrik Stefánsson stebbifr.blog.is Björn Willis „Kvikmyndin Die Hard með Bruce Willis er talin magnaðasta spennu- og átaka- mynd kvikmyndasögunnar samkvæmt mælingum. Nú höfum við tækifæri til að sjá Die Hard 04 og veldur hún ekki von- brigðum. Sögusviðið dregur athygli að hættum, sem steðja að hátæknivæddum þjóðfélögum okkar. “ Bjöm Bjarnason bjorn.is Silfur hafsins „Þingmenn eiga það til, eins og við flest, að mismæla sig, eins og gengur. Það gerði til að mynda Guðmundur Árni Stef- ánsson, fyrrverandi krataþingmaður, er hann sagði eitt sinn iumræðum á Alþingi að silfurhafsins væri... þorskur. Orðrétt sagði hann: „Við viljum að silfur hafs- ins þorskurinn isjónum, verði sameign allrar þjóðarinnar en ekki örfárra útvaldra. “ Svo mörg voru þau orð.“ Arna Schram ama.eyjan.is Opið virka daga: 10-18, lau: 11-16 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Su doku 1 4 5 7 9 4 2 9 1 3 6 8 3 5 3 2 7 6 7 4 5 1 3 6 2 9 8 1 7 2 4 5 1 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nemá einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 9-4 e LaughingStock Inlemational Inc./disl. by Unltad Madla. 2004 Hann Atli er ekki við, get ég tekið skilaboð?

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.