blaðið - 10.07.2007, Page 10

blaðið - 10.07.2007, Page 10
 ÞRIÐJUDAGUR 10. JULI 2007 blaöió blaði Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. Ólafur Þ. Stephensen Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Ekki í minni götu? Mikill styr hefur staðið um heimili fyrir heimilislausa óreglumenn, sem Reykjavíkurborg hyggst opna á Njálsgötu í haust. Um 130 nágrannar heimil- isins hafa andmælt því að það komi í götuna og m.a. krafizt lögbanns á starf- semina. Þá hafa andstæðingar heimilisins gagnrýnt að borgin hafi ekki haft nægilegt samráð við íbúa áður en staðsetningin var ákveðin og ekki komið til þeirra nægilegum upplýsingum. Reyndar eru skiptar skoðanir meðal ná- grannanna um tilverurétt heimilisins, en andstæðingarnir hafa verið meira áberandi en hinir. Það er út af fyrir sig alveg skiljanlegt að nágrannarnir hafi efasemdir um að opnað sé heimili fyrir menn, sem sumir hverjir að minnsta kosti eru enn ( áfengis- og vímuefnaneyzlu. Vímuefnaneytendur eru almennt og yfirleitt ekki álitnir góðir grannar. Um þetta heimili gegnir hins vegar allt öðru máli en um dópgrenin, sem því miður eru allnokkur í Reykjavík, ekki sízt í miðborginni. Á heimilinu verður gæzla allan sólarhringinn. Heimilismenn fá félags- og heilbrigðisþjónustu og reynt verður að hjálpa þeim að ná tökum á lífi sínu á ný. Fíkniefnaneyzla verður ekki leyfð innan veggja heimilisins. Og brjóti menn af sér, missa þeir plássið. Reynslan af sambærilegum heimilum er yfirleitt góð. Nágrannar gistiskýl- isins í gamla Farsóttarhúsinu við Spítalastíg hafa almennt góða reynslu af því nábýli. Enda vita þeir, sem þar eiga athvarf að ef þeir valda ónæði í nágrenn- inu fá þeir ekki að vera. f Blaðinu á laugardag var rætt við nokkra nágranna stuðningsheimilis fyrir fíkla á Miklubraut. Þeir bera nábýlinu vel söguna og segja engin vandamál hafa komið upp. Flestir segjast hlynntir því að heimili á borð við það, sem nú á að opna á Njálsgötu, séu til. Flestir átta sig á mikilvægi þess að fólki, sem jafnvel sefur f húsasundum eða undir bátum í misjöfnum veðrum, standi athvarf til boða. En þegar kemur að því að opna slíkt heimili í næsta nágrenni fólks verða við- brögðin stundum eins og raun ber nú vitni á Njálsgötunni. Væri ekki rétt af íbúum Njálsgötu að gefa ógæfumönnunum átta tækifæri áður en þeir fordæma þá? Ættu þeir ekki að horfa til reynslu annarra og dæma út frá henni? íbúar á Njálsgötu hafa sitthvað til síns máls þegar þeir gagnrýna ónógt samráð og upplýsingagjöf borgarinnar. Skortur á samráði og upplýsingum takmarkast ekki við þetta mál, heldur ótal ákvarðanir, sem yfirvöld í sveitar- félögum taka og mætti vinna miklu betur. Ef Reykjavíkurborg hefði strax í upphafi veitt ýtarlegar upplýsingar um eðli heimilisins og reynslu annarra af sambærilegri starfsemi, hefði vafalaust mátt eyða fordómum og misskilningi og tryggja betri móttökur. Auðvitað skiptir máli að ná sem beztri sátt um Njálsgötuheimilið og önnur slík. Það hjálpar til að beina heimilislausu ógæfufólki á rétta braut ef nágrann- arnir taka þannig á móti því að þvf finnist það vera velkomið. Ólafur Þ. Stephensen Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 5103711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Snúningsdiskur Háþrýstidælur Þegar gerðar eru hámarkskröfur Ymsir aukahlutir K 5.80 M Plus ■ Vinnuþrýstingur 20-125 bör ■ Vatnsmagn: 450 Itr/klst ■ Lengd slöngu: 7,5 m ■ Stillanlegur úði ■ Túrbóstútur + 50% - ■ Sápuskammtari " 0 K 6.80 M Plus ■ Vinnuþrýstingur: 20-135 bör ■ Vatnsmagn: 530 Itr/klst ■ Túrbóstútur + 50% ■ Lengd slöngu: 9 m ■ Sápuskammtari ■ Stillanlegur úöi K 7.80 M Plus ■ Vinnuþrýstingur ■ Vatnsmagn: 550 Itr/klst 20-150 bör ■ Túrbóstútur + 50% ■ Stillanlegur úði ■ Lengd slöngu: 9 m ■ Sápuskammtari K 7.85 M Plus ■ Vinnuþrýstingur: 20-150 bör ■ Vatnsmagn: 550 Itr/klst ■ Stillanlegur úöi ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% ■ 12 m slönguhjól SKEIFAN 3E-F ■ SÍMI 581-2333 ■ FAX 568-0215 • WWW.RAFVER.IS \fE§TVZpfchlUM. Lög sem kalla á að vera þverbrotin Margir ráku upp stór augu þegar upplýst var að Hafrannsókna- stofnun hefði alltaf gert ráð fyrir því í útreikningum sfnum að brottkastið væri einungis 2% af afla. Sérstaklega mun sú tala hafa staðið í þeim sem eitthvað þekkja til í íslenskum sjáv- arútvegi. Einn þekktasti aflaskip- stjóri Islands lýsti því yfir fyrir um það bil tveimur áratugum að óhætt væri að gera ráð fyrir að brottkast afla næmi 200.000 tonnum á ári. Til að hafa allan vara á skulum við áætla að brottkast nemi helmingi af því sem aflaskipstjórinn fullyrti, og gera þar með ráð fyrir að það nemi 100.000 tonnum af þorski árlega. Þá má reikna með að drepin hafi verið til sjós upp undir 300.000 tonn af þorski á sama tíma og lög mæltu fyrir að veiða mætti innan við 200.000 tonn, eins og verið hefur undafarin ár. Halda menn svo virki- lega að reiknilíkan Hafró standist, sem gerir ráð fyrir 2% brottkasti? Svindl og brask Og þá á eftir að taka með í reikn- inginn allt svindlið og braskið í landi, sem Agnes Bragadóttir blaða- maður upplýsti svo rækilega um í Morgunblaðinu í síðustu viku. Þær upplýsingar þurfa ekki að koma neinum á óvart. Rammvitlaus lög eins og lögin um stjórn fiskveiða og framkvæmd þeirra, kalla á að vera þverbrotin. í því sambandi er nægi- legt að nefna kvótaleiguna, sem veltir mörgum milljörðum árlega. Enginn, sem leigir þorskkíló á 200 krónur, getur komið með að landi nema verðmesta fiskinn, nema hann vilji fara lóðbeint á hausinn. Dauðblóðgaður fiskur hríðfellur í verði og er þess vegna fleygt fyrir borð. Það þarf ekki gæftaleysi til að fiskur drepist í netum. Talið er að í nælonnetum drepist 40% á fyrstu Margrét Sverrisdóttir nóttu. Og það þarf heldur ekki hug- myndaríkt fólk til að gera sér í hug- arlund hvað verður um smáfiskinn, sem kemur f veiðarfæri togaranna. Mogginn síðastur með fréttirnar? Allt frá upphafi kvótakerfisins hefur sá orðrómur gengið fjöllunum hærra um allt land, að í hverri höfn hafi kvótasvindl og kvótabrask verið stundað af miklum móð og er furðulegt ef hinn öflugi fréttamiðill, Morgunblaðið, er núna fyrst að fá fréttir af því. Líklegra er að blaðið hafi sem minnst viljað af því vita, því það hefur alla tíð gengið undir sægreifum og samtökum þeirra, LlU. Og það er ekki furða þótt kvóta- kerfið hafi ekki eflt þorsksstofninn við landið, vegna þess að það var aldrei meginmarkmið fiskveiði- stjórnarkerfisins. Eðli þess var frá upphafi að færa auðlindir sjávarút- vegarins á hendur þeirra fáu, stóru. Og sífellt er klifað á því að um sé að ræða „hagræðingu” f sjávarútvegi. Þegar upp er staðið er hætt við að sú hagræðing snúist í andhverfu sína, enn þá verri en þegar er orðið. Áfall fyrir landsbyggðina Nú situr mestöll landsbyggðin eftir með sárt ennið, eftir að sjáv- arútvegsráðherra tilkynnti um nið- urskurð þorskafla sem felur í sér aflasamdrátt um þriðjung frá fyrra ári. Menn vonuðu að ný stjórnvöld tækju upp ný og gerbreytt vinnu- brögð í sjávarútvegsmálum eftir reynsluna af kvótakerfinu í aldar- fjórðung. Svo virðist ekki vera og ætla má að menn muni halda áfram að „hagræða til helvítis” eins og sagt hefur verið. Höfundur er varaforrriaður (slandshreyfingarinnar. KLIPPT 0G SK0RID Niðurskurður á þorskveiði- heimildum er mikið áfall fyrir Vesturland og Vest- firði. I staðarblaðinu BB á ísafirði er sagt frá því að óvenjumörg skip séu þar bundin við bryggju. Guðmundur M. Kristjáns- son, hafnarstjóri ísafjarðarbæjar, segir að þetta séu mestallt bátar sem búið er að leggja og nú sé farið að þrengjast á lang- legudeildinni, eins og hann orðar það. „Flest þeirra fara lítið á sjó ef þá eitthvað og sum hafa legið lengi bundin, kvóta- eða verkefnalaus," segir hafnarstjórinn. Bæði Eyjan.is og Orðið á götunni greina frá því með mikilli hneykslun að í fréttum á báðum sjónvarpsstöðvum hafi forsetinn ekið nýja forsetabílnum án þess að spenna örygeisbelti. Þar fari Olafur Ragnar Grímsson ekki fram með góðu fordæmi, eins og hann taldi sig þó gera með því að kaupa svokallaðan tvinnbíl, eða umhverfisvænan bíl, af flottustu gerð. Fréttamaður á rúv bendir þó á að ökutúrinn hafi verið stuttur. En það verður alltaf að spenna beltin, líka í tólf millj- óna króna Lexus, herra forseti. Margir urðu undrandi þegar sett voru bráðabirgðalög vegna amer- íska rafmagnskerfisins á Keflavík- urvelli en Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, segir á heim- síðu sinni: „Að sjálfsögðu verður skipt um kerfi og evrópskt rafmagns- kerfi tekið upp á næstu mánuðum og misserum en hér eru mikil verðmæti undir og brýnt að öflug starfsemi hefjist á vallarsvæðinu á Miðnesheiði." Raf- iðnaðarsambandið er ósammála ráðherra og telur öryggi ábótavant á svæðinu. elin@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.