blaðið - 10.07.2007, Page 14
ÞRIÐJUDAGUR 10, JÚLÍ 2007
blaöiö
ÍÞRÓTTIR
ihrottir@bladid.net
Ég held að það muni slá á allar
vangaveltur um þetta mál ef leik-
urinn verður spilaður upp á nýtt"
tekur við Real Madrid
Sameinar árangur og skemmtun
Þjóðverjinn Bernd Schuster tók
í gær við þjálfarastöðunni hjá Real
Madrid, starfi sem margir telja það
erfiðasta innan knattspyrnuheims-
ins. Hann tekur við afFabio Capello,
sem var rekinn einungis n dögum
eftir að hafa landað fyrsta Spánar-
meistaratitli félagsins í fjögur ár.
Schuster hefur undanfarin tvö ár
þjálfað smálið Getafe með góðum
árangri. Hann kom liðinu í úrslita-
leik spánska konungsbikarsins
og tryggði félaginu þátttökurétt í
Evrópukeppni í fyrsta sinn í sögu
þess. Getafe hafnaði í 7. sæti deild-
arinnar í vor. Danska goðsögnin Mi-
chael Laudrup hefur þegar verið til-
nefndur í stað Schuster hjá Getafe.
Ljóst er að Schuster bíður mikið
og erfitt verk. Þolinmæði forsetans,
Ramon Calderon, er ekki mikil og
líftími þjálfara hjá félaginu er ekki
langur. Eins og dæmið með Capello
sannar, þá er ekki endilega nóg að
skila inn deildarmeistaratitli ef ár-
angur á öðrum vígstöðvum er ekki
viðunandi. Fótboltinn þarf heldur
ekki einungis að vera árangurs-
ríkur, hann þarf líka að vera mikið
fyrir augað. Calderon hefur trú á að
Schuster nái að sameina árangur og
skemmtun. „Lið hans spila góðan
og skemmtilegan fótbolta. Hann
þekkir félagið og þarf að kljást
við búningsherbergi fullt af stór-
stjörnum,“ segir forsetinn.
Hápunktarnir í ár
að mati íþróttadeildar Blaðsins
BESTIR:
FH. Líkt og fyrri
ár hefur FH haft
nokkra yfirburði í
deildinni. Þótt bilið
sé ekki jafnbreitt og
í fyrra eru fá lið sem hafa yfir
jafnmiklum stöðugleika að
ráða.
SPÚTNIK:
ÍA. Hópurinn
er þunnur og
margir óreyndir
kjúklingar eru inn-
anborðs innan um
reyndari leikmenn. Eftir slaka
byrjun hefur Guðjón Þórðar-
son sýnt að hann kann að gera
drengi að mönnum og liðið er í
fjórða sæti.
VONBRIGÐIN:
KR. Óumdeilan-
legt og KR-ingar
vita það best
sjálfir. Fjögur
stig í síðustu
tveimur leikjum gefa
tilefni til bjartsýni, en héðan í
frá taka Vesturbæingar 9. sæti
og ofar fagnandi.
BESTUR:
Helgi Sigurðsson.
Hefur fundið skot-
skóna á ný og er í
hörkuformi. Hver
veit nema hann
hljóti náð fyrir augum
landsliðsþjálfarans á ný.
MARKIÐ:
Bjarni Guðjóns-
son gegn Kefla-
vík. Hvort sem
Bjarni skoraði
viljandi eða ekki,
þá er markið stórglæsilegt og
ekki á hvers manns færi. Fáir
geta leikið þetta eftir.
UPPÁKOMAN:
Sirkusinn
eftir leik í A
og Keflavíkur
hefur virki-
lega kveikti
svo um munar í íslandsmótinu.
Alvöru íslenskt sápudrama, en
ekki til eftirbreytni.
JÁKVÆTT:
Umgjörðin. Hvert
sem litið er hefur
umgjörðin í
kringum mótið
aldrei verið betri.
Áhorfendur hafa
aldrei verið fleiri og stemn-
ingin á pöllunum eftir því. Þá
eru dómarar í sínu besta formi
og dómgæslan mun betri nú
en fyrri ár.
Góðir leikir
fleiri en slæmir
I íslandsmótið í knattspyrnu hálfnað Annar leikur íA og
Keflavíkur það besta í stöðunni, segir Logi Ólafsson
Eftir Magnús Geir Eyjólfsson
magnus@bladid.net
íslandsmótið í knattspyrnu er
hálfnað og línur teknar að skýrast.
Valur og Keflavík eru einu liðin
sem koma til með að veita FH sam-
keppni um titilinn. Botnbaráttan
er ekki síður spennandi. KR, Fram,
Víkingur, Breiðablik og HK heyja
harða baráttu um sæti í deildinni.
Ekki má mikið út af bregða hjá
Fylki til að liðið sogist niður í botn-
baráttuna. Blaðið leitaði til Loga Ól-
afssonar, fyrrum landsliðsþjálfara,
til að fara yfir fyrri umferð Lands-
bankadeildar karla.
Sér KR ekki falla
„Mér finnst fótboltinn að mörgu
leyti hafa verið ágætur. Við höfum
séð marga skemmtilega og spenn-
andi leiki. Meðan góðir leikir eru
fleiri en slæmir er maður tiltölulega
ánægður. Mér finnst bilið milli efstu
liðanna og þeirra í neðri hlutanum
minna en ég bjóst við,“ segir Logi.
Hann er nokkuð viss um að FH
standi uppi sem sigurvegari í haust,
fjórða árið í röð. „Þeir eru með af-
skaplega góðan og fjölskipaðan leik-
mannahóp. Það er komin svo mikil
rútína á liðið að það er sama hver
kemur inn, hann smellpassar.“
Logi er ekki í nokkrum vafa um
að KR sé það lið sem valdið hefur
hvað mestum vonbrigðum í sumar.
Þrátt fyrir það sér hann það ekki
fyrir sér að liðið falli. „Menn hafa
alltaf verið að bíða eftir því að flóð-
gáttirnar opnist. Þeir hafa hins
vegar tekið þann kostinn að leika
öðruvísi, svipað og Skagamenn hafa
gert. Þeir fara aftar á völlinn og
freista þess að loka eigin marki og
beita skyndisóknum. Eg tel að þetta
verði barátta milli þessara liða sem
eru við botninn núna. Eins og
staðan er í dag er KR meðal
þeirra og það væri fásinna að
halda öðru fram en að liðið
væri í fallbaráttu."
Helgi Sigurðsson hefur verið
mjög heitur í framlínu Vals í
sumar og segir Logi hann
hafa verið einn besta leik-
mann mótsins. Hann
segir þó að fáir ungir
og efnilegir hafi
stigið fram á sjón-
arsviðið í ár. „Við
erum ekki að sjá
það sem alltaf er
verið að bíða eftir,
að einhver ungur
leikmaður komi og
slái í gegn. Sá sem helst hefur vakið
athygli mína er Sverrir Garðarsson.
Hann hefur verið meiddur í tvö ár
en tók af sér 20 kíló og hefur komið
frábærlega út á þessu sumri.“
Nýr leikur besta lausnin
Um fátt er meira rætt þessa dag-
ana en atvikin í og eftir leik ÍA og
Keflavíkur á Akranesi. Logi segist
vonast til að slíkar uppákomur verði
ekki fleiri á tímabilinu. Hann segir
að úr þessu sé það besta í stöðunni
að spilaður verði nýr leikur.
„Menn hafa verið að bera hver
upp á annan ósannsögli og
það er það leiðinlegasta við
þetta allt saman. Ég held að
knattspyrnuforystan þurfi
að fara ofan í saumana
á þessu máli. Það
þarf að fá niður-
stöðu í það. Ég
held að það muni
slá á allar vanga-
veltur um þetta
mál ef leikurinn
verður spilaður
____ Á + “
Súpersól til Búlgaríu
9. og 16. júlí frá kr. 29.995
Terra Nova býður nú síðustu sætin til Golden Sands í Búlganu í júlí
á ótrúlegum kjörum. Gn'ptu tækifærið og skelltu þér til þessa vin-
sæla sumarleyfisstaðar sem býður þín með frábæra strönd, einstakt
loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta veitingastaði og
fjörugt næturlíf.
m
m
Kr. 29.995
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn I hótelher-
bergi/ stúdíó/íbúð í viku. Súpersól tilboð, 9. og 16. júlf.
Aukavika kr. 10.000 á mann.
Kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í viku. Súpersól
tilboð, 9. og 16. júlí. Aukavika kr. 10.000 á mann.
Terra Nova
PRIMERA BROUP
Skógarhlið 18-105 Reykjavík
Sími: 591 9000 • www.terranova.is
Akureyri sími: 461 1099
Hafnarfjörður sími: 510 9500
Unnið er að
þvífyrir
milligöngu
KSl að fá Skaga-
menn og Keflvík-
ingatilaðslíðra
sverðin eftir hita-
leik í síðustu umferð Landsbanka-
deildar karla. Félögin skila inn grein-
argerðum til KSÍ sem síðan mun
taka ákvörðun um framhaldið. Enn
er nokkur hiti í herbúðum liðanna,
en vonandi verður fundin lausn á
deilunni áður en liðin mætast i 18.
umferð deildarinnar í september.
Vamarjaxl-
inn Jamie
Carragher
íhugar að hætta að
leika með enska
landsliðinu.Carr-
agher er ósáttur
við hversu fá tækifæri hann hefur
fengið undir stjóm Steve McClar-
en. Þrátt fyrir að vera lykilmaður
í vörn Liverpool em Ledley King,
John Terry og Rio Ferdinand
ávallt teknir fram yfir hann. Meira
að segja Wes Brown hefur fengið
fleiri tækifæri að undanförnu.
Allterí
upplausn
hjá Arsenal
ef marka má
varnarmanninn
William Gallas
sem leikur með
félaginu. Gallas er hundfúll út í Ar-
sene Wenger og stjóm félagsins fyrir
metnaðarleysi í leikmannamálum
og hefur hann krafist þess að fara
frá félaginu ef ekki verður breyting
þar á. Hann segist ekki vilja spila
með liði sem keppi um þriðja sætið.
Gallas fullyrðir að fleiri leikmenn
innan félagsins séu sama sinnis.
SKEYTIN INN