blaðið - 10.07.2007, Blaðsíða 19

blaðið - 10.07.2007, Blaðsíða 19
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 10. JULI 2007 ORÐLAUSLÍFIÐ ordlaus@bladid.net Þannig að ég get eiginlega sagt að ég sé búinn að syngja á Broadway án þess að Ijúga Vísar ásökun- um á bug Söngkonan Avril Lavigne hefur vísað á bug ásökunum þess efnis að lagið Girlfri- end sé stolið. Lagahöfundar hljómsveit- arinnar The Rubinoos hafa krafist viðurkenn- ingardóms því til staðfestingar að söngkonan hafi stolið lagi þeirra, I Wanna Be Your Boyfriend. Söng- konan segir þetta tóma þvælu og bendir á að ekkert sé líkt með lögunum auk þess sem hún hafi aldrei heyrt fyrrnefnt lag. „Ég er einfaldlega höfð fyrir rangri sök.“ Ekki með Diddy Sienna Miller hefur neitað orðrómi um að hún og rappar- inn Sean Diddy Combs séu par. Þau hafa sést mikið saman að undanförnu en Sienna segir þau eingöngu vini og Iangt frá því að vera ástfangin. Þá segist hún vera með hugann við ákveðna manneskju en gefur þó ekkert upp í þeim efnum. „Ég er hrifin af einni manneskju en það er ekki Puff Daddy. Hann er bara góður vinur. Hann á líka glæsi- lega kærustu,“ sagði hin snoppu- fríða Sienna. Dagamunur á sjálfstraustinu Jennifer Lopez rak í rogastans þegar hún hitti Victoriu Beck- ham í fyrsta sinn en þá mun kryddpían hafa talað á opin- skáan hátt um eigið óöryggi við söngkonuna. Lopez segir það hafa komið sér á óvart hversu indæl Victoria var og viður- kenndi hún sjálf að eiga misjafna daga hvað sjálfstraustið varðar. „Victoria sagði að ég virkaði svo örugg og full sjálfstrausts. Ég svaraði því til að ég væri jú örugg en það þýddi ekki að ég ætti ekki mína daga,“ sagði Lopez í viðtali við bandaríska tímaritið Glamour. í baráttu Bakkus Söngkonan Amy Winehouse hefur gengið fram af vinum sínum í drykkjunni og hvetjaþeirhana til að fara í með- ferð. Söngkonan hefur ekki mætt á nokkra tónleika sinna vegna „veikinda". Áhyggjur vinanna munu hafa náð hámarki þegar hún drakk vodka eins og enginn væri morgundagurinn í afmælis- teiti. „ Amy pantaði vodka, 7-up og kampavín og drakk stíft það sem eftir lifði kvölds. Vinir hennar elska hana greinilega og höfðu miklar áhyggjur af ástandinu," sagði heimildarmaður The Sun. Jónsi í jómfrúarfluginu til Ameríku Búinn aö syngja á Broadway ^ynd/FriðrikÓmarsso|; 1 | !P* f stuði á Times Square Jónsi spók ' " aði sig á Times Square þann stutta tima sem ahofnin hafoi milli anna. Eftir Halldóru Þorsteinsdóttur halldora@bladid.net Mikið var um dýrðir þegar söngv- arinn Jónsi hélt í jómfrúarferð sína sem flugþjónn til Ameríku á dögunum. Eins og kunnugt er hóf Jónsi nýverið störf hjá Icelandair og flaug hann ásamt fríðu föruneyti til Boston fyrir skemmstu. Þar gerði hann sér lítið fyrir og hóf upp raust sína á vinsælum karókíbar í New York og gerði að sögn viðstaddra allt vitlaust með uppákomunni. „Við flugum frá íslandi til Boston og svo með innanlandsflugi til New York. Við áttum svo að fljúga heim morguninn eftir og höfðum þarna smá pásu til þess að fara að borða í New York. Á leiðinni heim kom flug- stjórinn minn með þá hugmynd að fara á karókíbar og ég fylgdi auð- vitað bara þvi sem hann sagði. Það er náttúrlega hann sem ræður öllu!“ sagði Jónsi aðspurður um uppá- tækið. „Það má eiginlega segja að hann hafi bókstaflega skipað mér að fara í karókí!“ Myndinni varpað út á Broadway „Það var þarna staður sem heitir Spotlight og er á Broadway, rétt hjá Times Square. Ég skellti mér upp á svið og söng It's my Life með Bon Jovi. Ég fékk mjög góðar undirtektir og til dæmis var kona yfir fimmtugt sem vildi æst gerast umboðsmað- urinn minn. En ég sagði henni nú að þetta væri stutt stopp og með það kvöddum við,“ segir Jónsi, sem staddur var á staðnum ásamt þremur flugfreyjum og flugmönn- unum tveimur. „Þetta var fyrsta skiptið í Stóra epl- inu og því auðvitað ekki úr vegi að slá á létta strengi. Við hlógum alveg ofboðslega mikið og stemningin var mjög góð. Svo var þetta heldur ekk- ert lítið. Á sviðinu með mér voru bakraddir og allskyns tölvuforrit sem gáfu einkunn og fleira. Svo var myndinni varpað út á Broadway og þar var maður á þrjátíu metra breiðum skjá. Þannig að ég get eigin- lega sagt að ég sé búinn að syngja á Broadway án þess að ljúga!“ Hlýðir flugstjóranum í einu og öllu Það liggur beinast við að spyrja hvað Jónsi hyggist taka sér fyrir hendur í næstu ferð til Ameríku, enda greinilega auðvelt að fáþennan fjölhæfa söngvara til að bregða á leik. Hann segist þó ætla að hafa sig hægan í komandi ferðum, nema flugstjórinn mæli fyrir um annað. „Maður kannski gerir þetta ein- hvern tímann aftur. En bara ef flug- stjórinn segir mér að gera það. Þetta eru yfirmennirnir manns og maður hlýðir þeim,“ segir Jónsi kíminn. Áhrifamestu stjörnurnar í tískuheiminum Þær Kate Moss og Sarah Jessica Parker voru á dögunum útnefndar áhrifamestu stjörnurnar í tískubransanum árið 2007 af tímaritinu Hello. Fyrirsætan Kate Moss hefur löngum þótt áberandi flott þegar kemur að klæðaburði og leik- konan Sarah Jessica Parker varð þekkt fyrir flott útlit og klæðaburð þegar hún tók að sér hlutverk Carrie Bradshaw í þáttunum Sex and the City. Alltaf flott Kate Moss virðist aldrei klikka þegar kemur að klæðaburðinum. Enda þótt fyrirsætan velji hversdagsleg föt nær hún á ein- hvern undraverðan hátt að slá í gegn. Öll að koma til Sarah Jessica Parker þótti ekki sú flottasta í fatavali hér á árum áður. Síðustu árin hefur hún þó náð betra róli og þykir nú mikill áhrifavaldur í tískunni. Guð minn almáttugur! Evan almáttugur fjallar um bandarískan fréttaþul sem flytur búferlum með fjölskyldu sinni og tekur til starfa við öldungadeild Bandaríkjaþings. Þá birtist honum sjálfur Guð almáttugur, sem segir honum að byggja örk, því von sé á flóði. Þetta er ágætis hugmynd að kvikmynd. Sérstaklega með tilliti til fyrirrennarans, Bruce Almighty, þar sem Jim Carrey fór á kostum. En, vopnaðir slíkum söguþræði hefði maður haldið að höfundar myndarinnar gætu gert betur. Hins vegar voru þeir greinilega tilneyddir af framleiðendum til þess að gera afar fjölskylduvæna og áhættu- lausa mynd, sem þeim sannarlega tókst að gera. Steve Carell er ágætur gamanleikari, einsog hefur komið i ljós í bandarísku útgáfu The Off- ice-þáttanna. Hann nær hins vegar aldrei flugi sem Evan, enda hand- ritið alls ekki fyndið. Carell virðist einnig vera af öðrum grínskóla en t.d. Jim Carrey, sem notast helst við líkamstjáningu og andlitsgeiflur, frekar en fyndinn orðaforða. Car- ell virðist hins vegar ekki geta gert sér mat úr slíkum húmor, eins og bersýnilega kemur í ljós í einu atriði myndarinnar, þar sem Evan dettur í sífellu og hamrar á puttana á sér. Sennilega eitt ófyndnasta atriði kvikmyndasögunnar og jafnvel eitt það vandræðalegasta. Útkoman er því miður bandarísk væmnisdella, gerilsneydd góðum bröndurum, líkt Evan Almighty • Leikstjóri: Tom Shadyac • Aöaihlutverk: Steve Car- ell, Morgan Freeman. • Sýnd: Smárabió, Laugarásbíó, Há- skólabíó, Sambióin Álfabakka, Keflayík og Akureyri h—. Eftír Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net KVIKMYNDIR og tíðkast gjarnan meðal fjölskyldu- vænna kvikmynda. Helst er hægt að mæla með því að bíógestir taki með sér góða bók á myndina og er þá ekki átt við Biblíuna. HASKÓLABÍÓ DIEHARD4.0 PREMONITION 8RUCE AtMICHTY uurifcti utu EVAN ALMIGHTY H. 6,8 0010 M. 8 001020 Tri 1 mi'i—imi »ii / ÁLFABAKKA EVAN ALMIGHTY kl.4-6-8-10:10 L EVAN ALMIGHTY VIP kl. 4-6-8-10:10 L BLIND DATING W.4-6-8-10:10 10 SHREK3 M'- Ensku JAL kl. 4-6-8-10:10 L SHREK3 W-ÍSLTAL kl.4-6 L OCEAN'S 13 kl. 8-10:30 7 PIRATES3 kl. 5:30 10 Z0DIAC kl. 9 16 / KRINGLUNNI SHREK3* ISL.TAL kl.6:15 SHREK 3 M/- tnsku TAL kl. 8:15-10:20 C0DE NAME CLEANER kl.6-8 10 OCEAN'S 13 kl. 8-10:10 7 PIRATES 3 W. 5:30 -8:40 10 &£ÍM'ÍW. /AKUREYRI SHREK3 m (SL TAL W.6 L SHREK3 M/- Ensku TAL kl.6-8 • BLIND DATING kl.8 10 XiMUttikl 1 KEFLAVÍK EVAN ALMIGHTY kl.8-10 DIE HARD 4 kl. 10 14 SHREK3 kl.8 Nýtt í bíó StcvcCAIlEU. Morgvr Flt» r.HAN »qf-j DIEHflRD 4.0 [ 45B kn í btól Glldir i allsr sýnlip1 inerklgr meö rauðu! | SAMbio.is , SAMmmm (575 8900 — RECtll aaGinn THEL00K0UT kl. 5.50.8 oq 10.10 14 DIE HARD4.0 kl. 580.8 oq 10.40 14 PREM0NITI0N M5.45.8oa10.15 FANTASTIC FOUR 2 kl. 6,820oa 10.30 L smáttn^Bió EVAN ALMIGHTY M. 4.6,8oa10 L DIE HARD4.0 kl. 5,8 og 10.45 14 DIEHARD4.0LÚXÚS M. 5,80^10.45 14 FANTASTIC FOUR 2 M. 3.40.5.50.8 oa 10.10 L H0STEL2 kl. 8 og 10.10 18 SPIDER MAN 3 M.5 10 EVAN ALMIGHTY kl. 4,6,8oa10 L DIE HARD4.0 kl. 7.30 oa 10-P0WER 14 SHREK 3 enskt tal kl. 4,6 oq 10 L SHREK 3 íslenskt tal kl. 4,5.45 oo 8 L DIE HARD 4.0 1(1.5.15,809 10.45 PREM0NITI0N kl. 5.45,8 og 10 EVAN ALMIGHTY M.6.8og10 FANTASTIC F0UR 2 M.6,8og10 Evan hjálpl

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.