blaðið - 10.07.2007, Side 22
30
ÞRIÐJUDAGUR 10. JULI 2007
blaóió
FÓLK
folk@bladid.net
Nei, ég held ekki,
þótt þeir séu
góðir.
Hefurðu not fyrir nörda í KR?
Teitur Þórðarson er þjálfari KR í Lands-
bankadeild karla í knattspymu. Liðið situr
í neðsta sæti deildarinnar með 5 stig. KF
Nörd gjörsigraöi „kollega" sina frá Svíþjóð á
föstudaginn, 7-0.
HEYRST HEFUR
Kristjana Stefánsdóttir
djassdíva dansaði tryllt á Gay
Pride-upphitunarballi á NASA
á laugardaginn,
ásamt selfysskum
vinkonum sínum.
Þar sáust líka
Guðfinnur
Sigurðsson
frétta-
maður og
Svennií
Luxor, kær-
asti söngfuglsins
Regínu Óskar. ;
Páll Óskar var
í svaka stuði og
var mottó kvöldsins greinilega:
allt fyrir ástina...
Fjölmörg brúðkaup voru haldin
á laugardaginn þar sem dagsetn-
ingin 07.07.07 þótti frekar vin-
sæl meðal brúðhjóna. Eitt slíkt
var haldið í Kópavogskirkju,
eins og Bergljót Davíðsdóttir
greinir frá á heima-
síðu sinni. Var
þar um bróður-
son hennar að
’ ræða en Berg-
Iiót er systir
Asgeirs Davíðs-
sonar, sem
er betur
þekktur
sem Geiri
á Goldfinger. Meðal þeirra sem
fluttu skemmtiatriði voru Erpur
Eyvindarson, Geir Ólafs og
ellefu ára gömul stúlka frá Úkra-
ínu, sem stal algerlega senunni
með píanóleik sínum þegar hún
flutti sónötu eftir Chopin...
Líkt og hinn ágæti Vefþjóðvilji
bendir á er í uppsiglingu mögu-
legt kynjamisréttishneyksli.
Háskólinn á Bifröst hefur boðið
upp á fjarnám í rekstrarnámi
sem alla jafna væri ekki í frá-
sögur færandi,
ef nám-
skeiðið byð-
ist ekki
konum
ein-
göngu. Jú,
einungis
konur fá
aðgang að þessu
námskeiði, sem virðist skjóta
skökku við í okkar upplýsta sam-
félagi þar sem kynjamisréttinu
hefur verið sagt stríð á hendur.
Eitthvað yrði nú sagt ef verk-
fræðin og læknisfræðin byðist
eingöngu körlum...
Markamaskínan Vilhjálmur Andri Kjartansson
Ekki bara nörd
Vilhjálmur Andri Kjartans-
son skoraði fjögur mörk
fyrir KF Nörd gegn FC Z,
nördaliðinu frá Svíþjóð, í
7-0 sigri á Kópavogsvelli
á föstudaginn. Þessi
gullfótur segir tilf inn-
inguna miklu betri en
að klára síðasta borðið í
Counter-Strike.
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@bladid.net
„Alveg klárlega. Síðasta borðið í
Counter-Strike er svo auðvelt,“ segir
Vilhjálmur sem hefur húmor fyrir
sjálfum sér.
„Ég spilaði smá fótbolta þegar ég
var yngri, en annars hélt ég mig að-
allega í skákinni. Einnig keppti ég í
stærfræði og raungreinum og horfði
mikið á Star Trek. Ég fékk snemma
áhuga á tölvum og fékk síðar mikinn
áhuga á pólitík. Þá held ég úti heima-
síðunniFrjálshyggjumaðurinnáslóð-
inni: vak.blog.is. Gunnlaugur Snær
Ólafsson félagi minn, sem einnig
er í KF Nörd, er kallaður íhaldsmað-
urinn og við rökræðum gjarnan
pólitík þegar vel liggur á okkur. Ég
er þó sennilega mun hægrisinnaðri
en hann. Einnig hef ég unnið mikið
MAÐURINN
Vilhjálmur Andri er 23 ára
og nemur lögfræði við Há-
skóia íslands
Vilhjálmur Andri er KR-ingur
Vilhjálmur er leiðbeinandi í
Unglingavinnunni
með Sjálfstæðisflokknum og Heim-
dalli. Þá stofnaði ég ásamt fleirum
frjálshyggjufélag í menntaskóla sem
síðar var lagt niður. Þegar sams-
konar félag var stofnað nokkru síðar
af öðrum ágætum mönnum, gekk
ég að sjálfsögðu í það félag og sé ekki
eftir því.“
Vilhjálmur segist ekki hafa sér-
staklega mikinn áhuga á ensku
knattspyrnunni.
„Ég get ekki sagt það. Það vaknaði
smá áhugi í fyrra en mér finnst mun
skemmtilegra að spila sjálfur en að
horfa. Ég kíki af og til á leikina hér
heima, sennilega af því að ég þekki
nokkra stráka sem eru að spila í
meistaraflokki. Annars held ég með
Liverpool, sennilega vegna þess að
allir vinir mínir gera það einnig.“
Vilhjálmur spilaði á miðjunni gegn
Svíunum en skoraði samtfjögur mörk.
„Ég ligg svolítið aftur en er dug-
legur að koma fram á við og skjóta
að marki. Ætli það sé ekki minn
helsti styrkleiki, það er skotharkan.
Ég fékk að æfa með Henson-liðinu
í utandeildinni og er því búinn að
vera æfa í allan vetur. Það gerði mér
mjög gott og hélt mér í ágætis formi
auk þess að auka leikskilning minn
og boltatækni. Annars vorum við
ekkert að kortleggja Svíana neitt
sérstaklega. Við ákváðum bara að
spila okkar bolta og setja fleiri mörk
heldur en þeir. Og það tókst.“
Vilhjálmur segist hafa fengið þó
nokkra athygli sökum þátttöku
sinnar í KF Nörd-ævintýrinu sem
sjónvarpað var á Sýn.
„Það kemur alltaf jafnmikið á
óvart þegar fólk þekkir mig úti í
búð. Ég er frekar hlédrægur og ró-
legur persónuleiki og því skrítin
tilfinning að vera eitthvað þekktur.
En þetta er bara góð athygli sem
betur fer,“ segir Vilhjálmur sem
segist ekki fara í VTP-raðir á
skemmtistöðunum.
„Ég fer frekar sjaldan út að
skemmta mér. Ef ég fer þá er ég
snemma á ferðinni og þarf því ekki
að láta á það reyna hvort ég kemst í
VlP-raðirnar eða ekki.“
Vilhjálmur Andri er einhleypur.
„Maður hefur vissulega fengið að-
eins meiri athygli frá hinu kyninu,
en ég hef ekkert verið að festa mig
neitt,“ sagði Vilhjálmur að endingu.
BL0GGARINN...
Óspennandi
Ólafur Ragnar
„Eyjan bendir á að forsetinn hafi ekki verið
í bílbelti þegar ekið var um með frétta-
mönnum í nýju hybrid forsetabifreiðinni.
Það sem er kaldhæðnislegast við þessi
fréttainnslög er að helstu rök forsetans
fyrir kaupum bifreiðarinnar eru þau að
hann vilji vera gott fordæmi. Hann þarfnú
sannarlega að gera betur. “
Jón Hákon Halldórsson
http://blogg.visir.is/jonhakon
Rugl og fífl
„Tölfræðina vantaríblogg Guðmundar
Magnússonar um orðaval mitt um ævina.
Segir, að ég hafi notað orðið „rugl“ 395
sinnum og „fífl“ 107 sinnum. Erað reyna
að lauma inn, að ég sé orðljótur. Ég hef
skrifað 8087 greinar um ævina. Þvi er
fyrra dæmið í 4% tilvika og síðara dæmið
í 1% tilvika. Hann hefði getað vaiið orð
eins og „fínn“ og fundiö, að það sést
1813 sinnum. Eða „gott“, sem sést 1048
sinnum. Skrifhans eru marklaus, þvíað
hvorki heild né samanburður sést ídæm-
inu. Sá, sem skrifar 8087 greinar er án efa
leiðinlegur, efþar vantar góða íslenzku á
borð við „rugt“ og „fifi“. “
Jónas Krístjánsson
jonas.is
Feitir
aflitaðir sauðir
„Borðaði með tíu manna fjölskylduhópi á
TGI Friday ígær í Smáralind. [,..]Það var
t.d. svo mikið af feitu fólki þarna, ekki sist
feitum karlmönnum, að mér leið eins og
ég væri tággrannur. Það var aflitað hár,
það var mikið tattú, það voru sauössvipir
og bókleysið skein afhverri ásjónu. Eini
klári maðurinn á staðnum var væntan-
lega Einar Bárðarson sem heilsaði okkur
fallega en hann er þó eins og nokkurs
konar foringi og fyrirmynd þessa menn-
ingarsvæðis og hefur með fullri virðingu
á einberu yfirborðinu mörg þau einkenni
sem ég lýsti hér að ofan. “
Ágúst Borgþór Sverrisson
blogg.visir.is/agustborgthor
Prófaðu Heimaöryggi
í tvo mánuði í sumar
- ókeypis!
Engin krafa er gerö um framhaldsviðskipti, gríptu því tækifærið núna.
Tilboðið gildir til 15. júlí og er i boði ó þeim þéttbýlisstöðum landsins
þar sem Öryggismiðstöðin hefur þjónustuaðila og sinnir útkallsþjónustu.
Hringdu í
og kynntu þér málið!
Su doku
9 1 4 3
4 3 9
3 7 1 6
4 8 6 5 1
6 2 8 4 7
2 3
3 9
1 7 9 4 5
2 7 6
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
eftir Jim Unger
-------1
N0TA9IR
BÍIAR
8-25
e LaughiogSlock Intamallonal Inc7dtet by Unitod Medía, 2004
Nei, Einar, ég á þennan