blaðið - 11.07.2007, Blaðsíða 6
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 11. JULI 2007
blaðió
Hjaltabakki
Vitni tjá
sig ekki
Enginn hefur enn verið úrskurð-
aður í gæsluvarðhald vegna
hópslagsmálanna í Hjaltabakka í
Breiðholti þann 23. júní. Að sögn
lögreglu er málið í rannsókn, en
erfiðlega hefur reynst að fá vitnin
til að tjá sig um málið.
Ekki leikur grunur á að átökin
tengist fíkniefnaviðskiptum, en
að öðru leyti er atburðarásin
óljós. Sex manns voru handteknir
í kjölfar átakanna og var þeim
sleppt að loknum yfirheyrslum.
Þeir eru allir frá Litháen og bú-
settir hér á landi. Einn þeirra höf-
uðkúpubrotnaði í átökunum eftir
að hafa verið laminn með barefli
í höfuðið. Annar var stunginn í
bakið, en meiðsli hans reyndust
ekki alvarleg. mge
Fellt úr gildi
Hæstiréttur hefur fellt úr
gildi úrskurð Héraðsdóms
Reykjavíkur um að maður sem
hringdi í lögreglu og sagðist
hafa reynt að bana eiginkonu
sinni sæti gæsluvarðhaldi til 15.
ágúst. Konan hefur ekki kært
manninn.
Fylgjandi
olíuhreinsistöð
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
ísafjarðarbæjar, kveðst vera
fylgjandi olíuhreinsistöð standist
hún kröfur sem gerðar eru til um-
hverfis- og öryggismála. Bæjar-
stjórinn segir olíuhreinsistöðvar
sem hann skoðaði í Rotterdam og
Leipzig minna á orkuverið í Svart-
sengi en hann hafi búist við því
að í kringum þær væri sóðalegt,
að því er segir á bb.is.
Canon eos 4ood
með 18-55mm linsu
10,1 milljón pixla
2,5" skjár
Níu punkta fókus
Digic II örgjörvi
3 rammar á sek.
allt að 27 rammar í burst
Picture style - mismunandi
litir og áhrif
Hugbúnaður til RAW vinnslu í tölvu
Video out
Vegur aðeins 510 grömm
Val á yfír 60 linsum við vél
Hans Peteríe\
Súpersól til Búlgaríu
23. og 30. júlí frá kr. 29.995
(% Terra Nova
PfílMERA BfíOUP
Skógarhlíð 18-105 Reykjavik
Sími: 591 9000 • www.terranova.is
Akureyri simi: 461 1099
Hafnarfjörðursími: 510 9500
Terra Nova býður nú síðustu sætin til Goiden Sands í Búlgaríu í júlí
á ótrúlegum kjörum. Gríptu tækifærið og skelltu þér til þessa vin-
sæla sumarleyfisstaðar sem býður þín með frábæra strönd, einstakt
loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta veitingastaði og
flörugt næturlíf.
Kr. 29.995
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn í hótel-
herbergi í viku. Súpersól tilboð, 23. og 30. júlí.
Aukavika kr. 10.000 á mann.
Kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. gistingu I tvíbýli í viku.
Súpersól tilboð, 23. og 30. júlí.
Aukavika kr. 10.000 á mann.
Vindasamt upphaf Ágreiningur stjórnar-
liða hefur oft orðið opinber, þann stutta
tíma sem ný ríkisstjórn hefur starfað.
lið/Brynjar.Gaútr
Hjónaband án
hveitíbrauðsdaga
■ 49 dagar síðan ríkisstjórnin tók við völdum ■ Stjórnarliðar á önd-
verðum meiði í mörgum málum
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@bladid.net
Ný ríkisstjórn hefur nú setið við
völd í 49 daga. Á þeim tíma hefur
verið nokkuð vindasamt í kringum
stjórnina og stjórnarliðar verið á
öndverðum meiði í veigamiklum
málum. Blaðið tekur saman helstu
ágreiningsmálin sem upp hafa
komið í nýju stjórninni.
Aðgerðaáætlun vegna
barna ogungmenna
Einar Oddur neitar aö
styðja Jóhönnu
7. júní: Jóhanna Sigurðardóttir
félagsmálaráðherra leggur fram
þingsályktunartillögu um aðgerða-
áætlun til að styrkja stöðu barna og
ungmenna.
Einar Oddur
Kristjánsson, þing-
maður Sjálfstæðis-
flokksins, neitar
að styðja hana og
telur þetta tilraun
til að binda hendur
ríkisvaldsins þegar
komi að fjárlagagerð. „Á þessum
tímapunkti á rikisstjórnin að sýna
að hún ætli sér að sýna aðhald í
ríkisrekstri á erfiðum tímum í efna-
hagslifinu, i stað þess að senda sam-
félaginu röng skilaboð með því að
samþykkja aðgerðaáætlunina.“
Afstaða Einars Odds kom Jó-
hönnu á óvart.
Hvalveiðar í atvinnuskyni
Þórunn vill ekki veiða hval
10. júní: „Ég er andvíg hvalveiðum
í atvinnuskyni,“ segir Þórunn Svein-
bjarnardóttir umhverfisráðherra í
viðtali við Morgunblaðið. Hún segir
ennfremur að hval-
veiðar snúist „um
ímynd íslands á al-
þjóðavettvangi. Ef
við lítum á þær út
frá efnahagslegu
hliðinni, þá hefur
engum tekist að
sannfæra mig um það ennþá að hval-
veiðar i atvinnuskyni borgi sig.“
Einar K. Guðfinnsson, landbún-
aðar- og sjávarútvegsráðherra, er
henni ósammála og segir: „Fyrir
mér eru hvalveiðarnar einfaldlega
hluti af auðlindanýtingu okkar.“
Hann segist því ekki sjá fram á
neina stefnubreytingu hjá ríkis-
stjórninni í hvalveiðum.
Kvótakerfiö
Hörð gagnrýni Sturlu
17. júní: Sturla Böðvarsson, forseti
Alþingis, gagnrýnir kvótakerfið og
segir að „áform okkar um að byggja
upp fiskistofna með kvótakerfinu
sem stjórntæki virðast hafa mistek-
ist“. Einar Oddur
Kristjánsson tekur
undir gagnrýnina
og lætur hafa eftir
sér að það hljóti
hver einasti maður
„sem er ekki blindur
og heyrnarlaus að
sjá að þetta hefur mistekist“.
Geir H. Haarde forsætisráðherra
segir að ekki megi gleyma kostum
kvótakerfisins og Árni Mathiesen
fjármálaráðherra ásakar Einar Odd
um að hafa „alla tíð unnið að því
að bora göt á kvótakerfið“. Einar
Oddur svarar honum með því að
segja að Árni ætti að hugsa sig um
áður en hann láti frá sér „slík end-
emis ummæli“.
Efnahagsbrot
Björgvin og Björn hvor
á sínum pólnum
21-22 júní: Helgi Magnús Gunnars-
son, saksóknari efnahagsbrota, gagn-
rýndiþau úrræði sem stæðu embætti
hans til boða og ferli efnahagsbrota
hjá eftirlitsstofnunum.
Björn Bjarna-
son dómsmálaráð-
herra tók undir
gagnrýni Helga og
sagðist hafa „oftar
en einu sinni lýst
þeirri skoðun
minni að ekki eigi
að ljúka málum eftirlitsstofnana á
vegum ríkisins á bak við luktar dyr“.
Björgvin G. Sigurðsson viðskipta-
ráðherra var ekki á sömu skoðun og
sagði að það væri ekkert sem kalli á
að „þessar heimildir verði teknar af
eftirlitunum“.
Hafrannsóknarstofnun
Sovéskt kerfi
21-23. júní: Össur Skarphéðinsson
iðnaðarráðherra segir á bloggsiðu
sinni að hann telji að Hafrannsókna-
stofnun eigi að færast frá sjávarút-
vegsráðuneytinu. „Það er einfald-
lega rakinn hagsmunaárekstur
þegar sama ráðuneyti fer með mat
á fiskistofnum og líka ákvarðanir
um hversu mikið má veiða.“ Hann
bætir við að ofveiði megi rekja
beint til stjórnmálamanna og að
þeir hafi byggt
upp „sovéskt kerfi
í kringum Hafró, jj
þar sem dæma-
lausri þöggun
hefur verið beitt á j.
andófsraddir“.
Einar K. Guð- .4ÍK
finnsson, landbúnaðar- og sjávar-
útvegsráðherra, segir þetta vera
einkaskoðun Össurar og alls ekki á
dagskrá ríkisstjórnarinnar.
Aðkoma ríkisins aö rekstri Strætó
Á öndverðum meiði
27. júní-5.júlí: Árni Mathiesen
segir við Morgunblaðið að ríkið hafi
„engar áætlanir um aðkomu að þessu
málefni," og á þar við þátttöku ríkis-
ins í rekstri strætis-
vagnakerfis á höf-
uðborgarsvæðinu.
Þórunn Svein-
bjarnardóttir var
ekki sammálaÁrna
og sagði eðlilegt að
skoða þátt ríkisins
i eflingu almenningssamgangna
á höfuðborgarsvæðinu. „Ég er að
sjálfsögðu á því að taka þurfi meira
tillit til umhverfisins í skattastefnu
og að við getum nýtt okkur þær sam-
göngur sem menga minna. Þetta er
eitt af þeim atriðum sem tekin verða
til gaumgæfilegrar skoðunar."
Einkavæðing orkufyrirtækja
Einkavæðing eða ekki
4. júli: Baldur Guðlaugsson, for-
maður einkavæðingarnefndar og
ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyt-
inu, segir það hafa verið ákvörðun
af hálfu ríkisins að setja skilmálana
í sölulýsingu á hlut þess í Hitaveitu
Suðurnesja þannig
fram að orkufyr-
irtæki í opinberri
eigu gætu ekki
boðið í hlutinn.
„Það þykir ekki eig-
inleg einkavæðing
ef annað orkufyrir-
tæki í opinberri eigu keypti hlutinn."
Þessi stefna var mörkuð á vegum
Árna Mathiesen, sem var fjármála-
ráðherra þegar hluturinn var boð-
inn til sölu og er enn.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan-
ríkisráðherra er ekki sammála og
sagði við fréttastofu Útvarps að „orku-
fyrirtæki á almennum markaði eiga
að vera ( eigu hins opinbera“. Björg-
vin G. Sigurðsson bætti við: „Það
er ekki ákjósanlegt að fyrirtæki séu
einkavædd án pólitískrar umræðu.“