blaðið


blaðið - 11.07.2007, Qupperneq 8

blaðið - 11.07.2007, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLl' 2007 blaðið Bandaríkin N-orðið jarðað Bandarísku réttindasamtökin NAACP stóðu fyrir sérstakri athöfn í Detroit á mánudag- inn, þar sem orðinu „nigger“ var komið fyrir í kistu með svörtum plastrósum og hún jörðuð. Orðið hefur verið notað í rasískum tilgangi um margra áratuga skeið, en með athöfn- inni er vonast til að því sé lokið og að orðið verði framvegis ekki notað í enskri tungu. „í dag jörðum við ekki einungis n-orðið, heldur fjarlægjum það einnig úr vitund okkar,“ sagði Kwame Kilpatrick, borgarstjóri Detroit, sem sagðist jafnframt vonast til að orðin „pimps“ og „hos“ færu sömu leið áður en langt um líður. aí STUTT • Aftaka Zheng Xiaoyu, fyrrum forstjóri kínversku Matvæla- og lyfjastofnunarinnar, hefur verið tekinn af lífi fyrir spillingu. Zheng var dæmdur fyrir að hafa þegið mútur frá lyfjafyrir- tækjum, en annars flokks lyf þeirra orsökuðu dauða fjölda Kínverja. • Kuldakast Þrír hafa látist í Argentínu og Chile í sjald- gæfu kuldakasti sem hefur gengið yfir Suður-Ameríku síðustu daga. Þannig snjóaði í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, í fyrsta sinn í 89 ár á mánudaginn. • Óvinsældir Vinsældir George Bush Bandaríkjaforseta mælast nú 29 prósent í Bandaríkjunum og hafa aldrei mælst minni, samkvæmt nýrri skoðana- könnun dagblaðsins USA Today. Einungis 68 prósent kjósenda repúblikana segjast nú styðja forsetann. • Eldgos Um tíu þúsund Ind- ónesar hafa neyðst til að yfir- gefa heimili sín eftir að mikið eldgos hófst í Gamkonora-fjalli í Norður-Maluku-héraði í gær. • Mannfall Sautján manns, þar af tólf skólabörn, létust og tugir særðust í sjálfsvígssprengjuárás í borginni Dehrawood í suður- hluta Afganistans í gær. Bíla- og mófor- hjóladagar Nú eru bíladagar hjá Shell. 20% afsláttur af Clean Plus bílahreinsivörum CLEftN PLUS AUTOCARE PRO Shell © V-Power 5 kr. afsláffur pr. lítra. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Kristín A. Árnadóttir segir það vera á allra vitorði að Tyrkir leggja geysilega mikið í kosningabaráttuna. Bjóða fulltrúum fátækra ríkja heim ■ Tyrknesk stjórnvöld leggja mikið í baráttuna fyrir sæti í öryggis- ráðinu M Á brattann að sækja fyrir okkur, segir Kristín Árnadóttir Tyrknesk stjórnvöld hafa boðið fulltrúum fimmtíu fátækustu ríkja heims á þriggja daga ráðstefnu í Istanbúl til að afla fylgis við fram- boð sitt til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Á fréttavef Turkish Da- ily News segir að Tyrkir hafi boðist til að hýsa árlegan fund fátækustu ríkja heims í ár, en Tyrkir sækjast líkt og Islendingar eftir sæti í örygg- isráðinu starfsárin 2009 til 2010. Kristín A. Árnadóttir, sem mun stýra framboði íslands til öryggis- ráðsins, segir það vera á allra vitorði að Tyrkir leggi geysilega mikið í þessa kosningabaráttu. „Þeir ætla greinilega að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja sér sætið. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að það er á brattann að sækja fyrir okkur í þessu máli, en við höfum unnið ötullega að fram- boðinu, bæði í ráðuneytinu og hjá fastanefndinni hjá Sameinuðu þjóð- ununum í New York.“ ÖRYGGISRÁÐIÐ (slendingar hafi áhyggjur Turkish Daily News segir að Island og Austurríki, sem keppa ásamt Tyrkjum um tvö sæti, hljóti að hafa áhyggjur af ráðstefnunni. Aðferðin sé betri en að láta sendi- herra ferðast landa í millum í leit að loforðum um atkvæði. „Svo virðist sem ísland reki lestina. Austurríki nýtur stuðnings meðal 27 aðildar- ríkja Evrópusambandsins. ísland nýtur stuðnings Norðurlandanna, en leitar einnig atkvæða meðal smærri og meðalstórra ríkja og nýtur þar talsverðs fylgis. Tyrkland treystir á stuðning múslímarikja." I greininni segir að Tyrkir hafi einnig leitað til ESB-ríkja og um helmingur þeirra hafi lofað þeim atkvæði í síðari umferð kosning- ► ísland, Austurríki og Tyrk- land keppa um tvö sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna starfsárin 2009 til 2010. ► Kosningin fer fram á haust- mánuðum 2008. ► Fimmtán ríki eiga sæti í öryggisráðinu hverju sinni, þar af fimm fastaríki með neitunarvald. anna. Þó ber að hafa í huga að kosn- ingin er leynileg og ekki standa öll ríki við gefin loforð. Þetta er í þriðja sinn sem Tyrkir sækja um sæti í öryggisráðinu, en bæði framboðin á tíunda áratug síðustu aldar voru dregin til baka vegna þess að líkur á kjöri voru taldar litlar. Kosningum flýtt Jaroslaw Kaczynski, forsætis- ráðherra Póllands, vék aðstoðar- forsætisráðherranum Andrzej Lepper úr starfi á mánudaginn, en Lepper hefur verið sakaður um að þiggja mútur. Um leið dró Lepper Sjálfsvarnarflokk sinn úr ríkisstjórninni. Forsætisráð- herrann segir að snemmbúnar kosningar í haust kunni að vera eina leiðin til að leysa stjórnar- kreppuna. Stjórnarandstaðan standi í vegi fyrir myndun minnihlutastjórnar. aí Lugovoi ekki framseldur Bresk stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við þeirri ákvörðun Rússa að neita að framselja Andrei Lugovoi til að hægt sé að ákæra hann fyrir morðið á rússneska njósnaranum Alex- ander Litvinenko í London. Talsmaður breska utanríkisráðu- neytisins sagði viðbrögð Rússa vera óásættanleg, en Lugovoi er grunaður um að hafa eitrað fyrir Litvinenko á fundi í Lundúnum á síðasta ári með þeim afleiðingum að hann lést. aí Leiðbeina um sprengjugerð Á heimasíðum hliðhollum hryðju- verkasamtökunum al-Qaeda hefur undanfarið verið hægt að finna leiðbeiningar um hvernig megi framleiða sprengjur og kveikibúnað úr farsímum. Á fréttavef Sky segir að leiðbein- ingarnar minni á sprengjur sem fundust í Lundúnum og Glasgow. Fram kemur að sprengjur sem þessar muni ekki valda sérlega miklu manntjóni, en sálræn áhrif þeirra séu mikil ef þær springa í borgum á Vesturlöndum. a Hermenn gerðu áhlaup á Rauðu moskuna Blóðbað í Islamabad Rúmlega fimmtíu íslamistar og tíu hermenn létust í áhlaupi örygg- issveita á Rauðu moskuna í pakist- önsku höfuðborginni Islamabad aðfaranótt gærdagsins. Nokkrir islamistar, þar á meðal múslíma- klerkurinn Abdul Rashid Ghazi, króuðu sig af í kjallara moskunnar þegar áhlaupið hófst. Samningaviðræður leiðtoga ís- lamistanna og samninganefndar stjórnvalda höfðu engu skilað og því var tekin ákvörðun um áhlaup. Fimmtíu konum og börnum hið minnsta sem hafði verið haldið í gíslingu var bjargað í aðgerðinni. Skothríð gærdagsins stóð í margar klukkustundir, en langan tíma tók að tryggja öll herbergi moskunnar sem eru rúmlega sjötíu. Að sögn varð Ghazi fyrir skotum þegar hann reyndi að gefast upp, en nokkrir samverka- menn hans skutu þá í átt að her- mönnum sem svöruðu í sömu mynt og skutu klerkinn. Umsátur öryggissveita um moskuna stóð í eina viku.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.