blaðið - 11.07.2007, Blaðsíða 13

blaðið - 11.07.2007, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 11. JULI 2007 KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@bladid.net wp Það sem hrífur mig mest við Bandaríkin er hvað foreldrar hlýða börnum sínum auðveldlega. játvarðurvm. Hulda Vilhjálmsdóttir „Ég set alla mína orku í að vinna að myndlistinni. Ég vil nota þessa kðllun." Hulda Vilhjálmsdóttir sýnir í Start Art Blaöið/Frikki Nálægt guðdómnum Hulda Vilhjálmsdóttir opnaði nýlega sýningu á málverkum og teikn- ingum í Start Art. Allflest verkin seldust strax fyrsta daginn. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@bladid.net I Start Art, Laugavegi 12B, sýnir Hulda Vilhjálmsdóttir nýleg mál- verk og teikningar. Flest verkin seldust strax á opnunardaginn. „Málverkin eru máluð frá áhrifum af íslensku landslagi sem er fullt af krafti,“ segir Hulda. „Ég mála með stórum penslum og leyfi pensilfarinu að njóta sín frjálslega. Teikningarnar sem ég sýni eru af stúlku sem er um það bil tíu ára gömul og er frjálsleg ( fasi en einnig feimin. Ætli þessi stúlka MENNINGARMOLINN sé ekki bara ég þegar ég var tíu ára. Landslagsmálverkin má svo túlka sem sýn hennar á landslagið. Landslagið er hrátt og villt og ná- lægt guðdómnum. Mér hefur alltaf fundist að maður gæti nálgast Guð í gegnum náttúruna Markmiðið að þroskast Hulda segir að breytingar hafi orðið á stíl sínum með árunum. „Á tímabili var ég miklu persónulegri í myndum mínum. Núna vinn ég meira með ákveðin efni en ég reyni samt að koma reynsluheimi mínum inn i verkin. Mér finnst það heiðarlegast. Þegar ég var í Myndlistaskól- anum leiddist mér að vinna með ákveðna hugmynd, ég vildi frekar vinna með flæði og spinna jafn- óðum. Hin expressjóníska tjáning heillar mig. Um daginn fór ég á Cobra-sýninguna í Listasafni Is- lands og þar fann ég einmitt þá Örlagaríkt einvígi Á þesum degi árið 1804 í einvígi í New Jersey skaut fyrrum varafor- seti Bandaríkjanna, Aaron Burr, pólitískan andstæðing sinn, Alex- ander Hamilton, fyrrum fjármála- ráðherra. Hamilton lést daginn eftir af sárum sínum. Hamilton var lögfræðingur, yfirmaður í Bandaríkjaher og pólitískur hugmyndafræðingur auk þess að vera ráðherra. Hann var mikill vinur George Washington Bandaríkjaforseta. Forsaga einvígisins var sú að dagblað birtifrétLum miður.falleg orð sem Hamilton hafði látið falla í kvöldverðarboði um Burr, en þeir höfðu eldað grátt silfur um nokkurn tíma. Burr krafði Hamil- ton um afsökunarbeiðni en sá síð- arnefndi sagðist ekki kannast við orðin. Vinir beggja reyndu að koma í veg fyrir uppgjör en Hamilton og Burr ákváðu einvígi sem fór fram á vesturbakka Hudson-árinnar, sem var algengur einvígisstaður og þar hafði elsti sonur Hamiltons látið lífið þremur árum fyrr. Hamilton særðist 1 einvíginu og lést næsta dag eftir-töluverðar þjáningar...... barnslegu tjáningu í þroskuðum stíl sem hefur alltaf heillað mig. Ég hef unnið lengi við myndlist. Strax í leikskóla kom í ljós að ég hafði hæfileika til að mála. Ég byrjaði að rækta hæfileika mína á unga aldri og hef alltaf haft að markmiði að þroskast í list minni. Ég heillast af málurum eins og Rósku og Krist- jáni Davíðssyni og öðrum tilfinn- ingamálurum. Manni finnst eins og þessir málarar séu með tárin í augunum þegar þeir mála.“ Vil nota þessa köllun Á heimasíðu sinni huldavil.com rekur Hulda lífshlaup sitt á ein- lægan og opinskáan hátt og þar kemur meðal annars fram að hún hefur farið í áfengismeðferð. „Það skipti miklu máli fyrir mig sem listamann að hætta að drekka," segir Hulda. „Áður var ég ekki eins afkastamikil og ég er nú. Ég mál- aði mjög dökkar myndir, í þeim KONAN Hulda Vilhjálmsdóttir er fædd árið 1971. ► Hún útskrifaðist úr málara- deild Listaháskóla íslands árið 2000. Arið 1999 var hún valin úr hópi nemenda í Myndlista- og handíðaskólanum til að sýna á sýningunni Málverk- ið á 21. öldinni á Jótlandi. var ekki mikill léttleiki og form- skynið var ekki eins sterkt og það er núna. Ég set alla mína orku í að vinna að myndlistinni. Ég vil nota þessa köllun. Þegar ég gef af mér í málverkið finnst mér ég vera ná- lægt Guði og kærleikanum og það skiptir mig máli. Maður getur ekki allt einn og það er gott að hafa æðri mátt með sér.“ Sýning Huldu stendur til 28. júlí. 'v$tj v .......... F1 fiBnlilB aaRl Bilson selur í London Haraldur Bilson seldi verk fyrir tugi milljóna króna á opnunarhelgi sýningar sinnar í Albemarle-galleríinu í London. Verk hans eru seld á töluvert hærra verði í London en í Reykjavík. Þessi sýning er sú nítjánda sem Bilson setur upp í London frá því að hann hélt sína fyrstu sýningu í borginni 1969. íslend- ingar þekkja vel til verka Bils- ons enda hefur hann haldið tíu sýningar hér á landi frá 1996 og mun sýna að nýju í Galleríi Fold á Menningarnótt í ágúst komandi. Albemarle-galleríið er stað- sett á horni Piccadilly og Albemarle Street í West End steinsnar frá Royal Academy. Sýningin stendur til 21. júlí. Ferðabók fjölskyldunnar Hjá Máli og menningu er komin út Ferðahandbók fjölskyldunnar eftir Bjarnheiði Hallsdóttur og Tómas Guð- mundsson. Bókin er endurút- gefin í handhægu kiljubroti með plastkápu sem gerir hana meðfærilegri til ferðalaga. Höfundar Ferðahandbókar fjölskyldunnar hafa samanlagt unnið í áratugi við ferðaþjón- ustu á íslandi, meðal annars við að skipuleggja ferðir um landið fyrir útlendinga. Sú reynsla nýttist þeim vel við vinnslu bókarinnar, ekki síður en að ferðast með fjölskyldu sína. Staðirnir sem urðu fyrir valinu eru flokkaðir eftir landshlutum og farið réttsælis í kringum landið. AFMÆLI í DAG Giorgio Armani hönnuður, 1934 E. B. White rithöfundur, 1899 Yul Brynner leikari, 1915 M MÚLTÍ-VÍT Náttúruleg fjölvitamin með steinefnum Vtfín bxtiefni tyrir þoriir klcoding* 180 töflur Inniheldur 22 valin bætiefni, 12 vítamín og 10 steinefni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.